Ég á ekki orð yfir svona framkomu

Að láta þetta út úr sér er þvílík móðgun við allar þær þjóðir og þjóðarbrot sem hafa orðið fyrir þjóðarmorði.

Ég varð mjög fegin að losna við Guðna úr pólitíkinni því ég hélt að þar með væri ég laus við að hlusta á bullið í honum í fjölmiðlum en það er greinilega ekki svo gott.


mbl.is Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt mál!

Það mjög hættulegt ef fjölmiðlar ætla að fara að vera vettvangur áróðurs á borð við þennan, hvort sem hann kemur beint frá fréttastofunni eða aðilum utanfrá.
mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nokkur umhugsunarverð atriði í sambandi við umgengni kvenna og karla

Það eru nokkur atriði sem ég held að Jón Steinar Gunnlaugsson og aðrir sem koma nálægt kynferðisbrotamálum ættu að hugsa vel um:

Er það eðlilegur hugsanagangur
1) að karl sem fer inn á salerni með bláókunnri konu sé með því ekki að taka neina áhættu en það teljist stórhættulegt fyrir konu að fara inn á salerni með bláókunnugum manni.

2) Maður sem hefur samfarir við bláókunnuga konu án þess að fá frá henni skýrt samþykki sé ekki að taka neina áhættu en kona sem spyr ókunnugan mann spurningar (t.d. hvar er salernið á þessu hóteli) sé að taka gríðarlega áhættu)

3) Kona sem ráðist er á og missir máttinn í áfalli hefur engan rétt gagnvart kynferðisafbrotamanni en maður sem telur konu hafa litið sig hýru auga á rétt á að hafa við hana samfarir á sömu mínútu nema því aðeins ef hún gefur til kynna með handalögmálum að hún vilji það ekki

Þeir sem hafa bloggað/talað um að betra sé að 1000 nauðgarar sleppi við dóm heldur en að einn sé dæmdur saklaus eru greinilega á þeirri skoðun að þessi viðhorf séu eðlileg.

Þeir sem telja að maður eigi rétt á að stunda kynlíf með konu svo lengi sem hún lemur hann ekki af sér eða segir hátt og skýrt "Nei takk, sama og þegið" eru að mínu mati ekki sérlega þroskaðar manneskjur.

Þetta er sama viðhorfið og var viðhaft í sýknudómnum á prestinn á Selfossi; það á ekki að vera nein áhætta fólgin í því að karlmaður komi fram við konu á mjög ósiðlegan hátt og verður að passa það sérstaklega að vera nú ekki að bendla hann við kynferðisofbeldi. En konur verða nú alltaf að passa sig að fara ekki óvarlega nálægt körlum.

Hvar er sanngirnin í þessu. Eiga ekki bara konur að passa sig á körlum og karlar að passa sig á konum?


mbl.is Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég minni á Milgram-tilraunina

Borgaraleg óhlýðni getur að mínu mati verið mjög af hinu góða og mér datt í hug Milgram tilraunin þar sem fólk var látið gefa saklausu fólki rafstuð sem jafnvel gat orði því að bana. Í tilrauninni voru það 65% þátttakenda sem fóru alla leið með að gefa fólki hæsta rafstuð þrisvar sinnum.

Hugmyndin að tilrauninni var að útskýra hvernig Helförin gat átt sér stað í Þýskalandi og það má segja að það hafi tekist ansi vel. Ég vona bara að við eigum aldrei eftir að láta leiða okkur jafn langt og gerðist fyrir Þjóðverja og ég vona að það séu sem flestir G. Pétrar á þessu landi sem hugsa sjálfstætt og vita að það er ekki alltaf rétt að gera eins og yfirmaðurinn segir!
mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ein afsagnarkrafa

Ég er búin að segja að mér finnst að Davíð, Geir, Björgvin og Árni Matt eigi að segja af sér en hér með bæti ég því við að mér finnst að Páll Magnússon ætti að segja af sér. Það er engan veginn við hæfi að hann gangi svona svakalega hart fram í að verja Geir.

Og fyrst ég er nú farin að ræða yfirmenn fjölmiðla er ágætt að geta þess að leiðari Jóns Kaldal í Fréttablaðinu í dag er alveg ótrúlega steiktur. Undir því yfirskini að vera að skrifa um vantraust almennings á fjölmiðlum auglýsir hann fréttastofu Stöðvar 2 sem við skulum nú ekki gleyma að er í eigu eigenda Fréttablaðsins. Þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu umræða, ég meina, þó það nú væri að ekki sé hægt að grafa upp 3 dæmi þar sem fjölmiðlafólk hefur gert skyldu sína á ferli heillar fréttastöðvar!!

Ég er svo sem ekki að gera lítið úr þessum atriðum sem hann nefnir en honum væri nær að líta sér aðeins nær í tíma og rúmi og íhuga áhrif eigenda síns fjölmiðils á sína blaðamenn. Amk hefur Dr. Gunni játað það að hafa fundið fyrir all mikilli sjálfsritskoðun vegna eigenda blaðsins þegar hann var þar starfandi. Í ljósi þess að Dr. Gunni er einn af þeim sem ég hef þá ímynd af að vera ansi mikill prinsipp maður sem lætur ekki álit annarra vefjast of mikið fyrir sér þá segi ég bara hvernig er þá sjálfsritskoðunin hjá þeim sem ekki eru alveg jafn sjálfstætt þenkjandi??


mbl.is Skilaði spólunni með viðtalinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað með smá upplýsingar???

Glatað að birta þessa fréttatilkynningu án þess að spyrja aðeins út í hlutina. Léleg blaðamennska það. Ég væri t.d. alveg til í að vita hvort þessar hækkanir verði jafnar yfir léttvín, sterk vín og bjór. Er það ekki hlutverk fjölmiðla að spyrja svona spurninga fyrir mann, ég meina þetta er nú alveg einföldustu spurningar sem manni dettur í hug, ekki eins og það þurfi að grilla stjórnmálamann til að kreista út svör.


mbl.is Áfengi hækkar um 5,25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að hrökkva eða stökkva

Samfylkingin ætti að slíta stjórninni og gera þetta mál að aðalkosningamálinu. Það er eina lýðræðislega skrefið sem hægt er að taka. Þessi þjóð hefur að mínu mati sjaldan staðið á þvílíkum krossgötum og núna og því er ekki vit í öðru en að taka lýðræðislega ákvörðun um framhaldið.

Auðvitað gæti farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi undan og samþykkti að stefna í Evruátt til að forðast kosningar, enda á flokkurinn eftir að gera upp sinn hug með þetta opinberlega. Það væri þá amk gott að því leiti að þeim gæfist ekki tækifæri á að klúðra málunum meira en orðið er og Samfylkingin gæti amk gert heiðarlega tilraun til að bjarga því sem bjargað verður.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í vörn

Ég er í smá tíma búin að vera með einhverja hugsun í bakhöfðinu varðandi indefence.is pr herferðina sem við Íslendingar erum búin að vera með í gangi.

Það sem mér finnst einhvernveginn á skjön í þessari pælingu er að mér finnst eins og við séum að segja að aðrar reglur gildi um okkur þegar kemur að því að stimpla þjóðir sem hryðjuverkamenn. Við höfum sjálf tekið þátt í því að stimpla aðrar þjóðir með þessum stimpli, bæði beint, með því að setja okkur á lista "hinna viljugu" í stríðinu gegn hryðjuverkum og síðan ekki síður með því að samþykkja það án athugasemda að fullt af fólki í langt-í-burtu-löndum sé sett á svona lista.

Mér finnst eins og við séum að segja að við séum eitthvað öðruvísi (betri?) en t.d. almenningur í Líbanon, Írak eða Íran sem við höfum aldrei gert neinar athugasemdir við að sé stimplaður sem hryðjuverkamenn.

Við höfum sem sagt sjálf átt þátt í því að stimpla hina og þessa óbreytta borgara sem hryðjuverkamenn en svo þegar þetta snýst í höndunum á okkur þá förum við bara að grenja og segjum "við erum ekki hryðjuverkamenn".


mbl.is Árásin í Sýrlandi felldi al-Qaida-foringja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar óraunhæfar kröfur

Flott hjá Brynhildi að skrifa svona skýran og skorinorðan pistil sem er líklega eins og talað úr hjarta meirihluta þjóðarinnar akkúrat núna.

En þarna er verið að fara fram á mikla fagmennsku og vönduð vinnubrögð ásamt því að fólk líti gagnrýnum augum í eigin barm og það er því miður algjörlega óraunhæft í ljósi þess að fagmennska hefur aldrei tíðkast í æðri stjórnsýslu hér á landi. 

En það er svo sem allt í lagi að nefna þetta og kannski, ef nógu margir nefna þetta nógu oft fer ráðafólki þjóðarinnar að þykja þetta minna óeðlilegar kröfur. 


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu Árni og félagar klára málið án umræðu?

Ég hef alveg gríðarlegar áhyggjur af því að Árni Matt og félagar muni klára samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn án þess að við landsmenn fáum nokkuð að vita um skilyrði sjóðsins fyrr en það er orðið um seinan.

Ég verð að játa að ég treysti Árna engan veginn fyrir verkefninu og því er ég enn áhyggjufyllri fyrir vikið. Ég er eiginlega bara skíthrædd.

Ef það er einhverntíman þörf fyrir að láta af þessum ólýðræðislegu stjórnarháttum sem hér hafa tíðkast þá er það núna! Núna þegar verið er að taka stærstu ákvarðanir þjóðarinnar í áratugi sem munu hafa áhrif á þjóðina alla um næstu ára tugi.

Ég get svo svarið það að ef þetta mál verður leyst á hinn íslenska hátt þá held ég að ég kveðji bara eyjuna um leið og ég er búin að klára háskólanámið í vor því þetta er bara ekki eitthvað sem ég sætti mig við.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband