En ein afsagnarkrafa

Ég er búin að segja að mér finnst að Davíð, Geir, Björgvin og Árni Matt eigi að segja af sér en hér með bæti ég því við að mér finnst að Páll Magnússon ætti að segja af sér. Það er engan veginn við hæfi að hann gangi svona svakalega hart fram í að verja Geir.

Og fyrst ég er nú farin að ræða yfirmenn fjölmiðla er ágætt að geta þess að leiðari Jóns Kaldal í Fréttablaðinu í dag er alveg ótrúlega steiktur. Undir því yfirskini að vera að skrifa um vantraust almennings á fjölmiðlum auglýsir hann fréttastofu Stöðvar 2 sem við skulum nú ekki gleyma að er í eigu eigenda Fréttablaðsins. Þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu umræða, ég meina, þó það nú væri að ekki sé hægt að grafa upp 3 dæmi þar sem fjölmiðlafólk hefur gert skyldu sína á ferli heillar fréttastöðvar!!

Ég er svo sem ekki að gera lítið úr þessum atriðum sem hann nefnir en honum væri nær að líta sér aðeins nær í tíma og rúmi og íhuga áhrif eigenda síns fjölmiðils á sína blaðamenn. Amk hefur Dr. Gunni játað það að hafa fundið fyrir all mikilli sjálfsritskoðun vegna eigenda blaðsins þegar hann var þar starfandi. Í ljósi þess að Dr. Gunni er einn af þeim sem ég hef þá ímynd af að vera ansi mikill prinsipp maður sem lætur ekki álit annarra vefjast of mikið fyrir sér þá segi ég bara hvernig er þá sjálfsritskoðunin hjá þeim sem ekki eru alveg jafn sjálfstætt þenkjandi??


mbl.is Skilaði spólunni með viðtalinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Ha ha þetta er nottla orðið rugl, manni er eiginlega hætt að koma nokkuð á óvart lengur. Þetta er orðið verra enn Leiðarljós.

 Knús á þig

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband