14.1.2009 | 09:28
Hvernig á að haga sér
Mér finnst þetta nú ansi gamaldags hugsunarháttur, að það þurfi að kenna þessum konum hvernig á að haga sér. Ég er sannfærð um að það eru til vænlegri ráð gegn þessu heldur en að kenna konum hver þeirra staður er og hvernig á að haga sér.
Það ætti frekar að vinna í bættri sjálfsímynd unglinga og betri fræðslu um kynsjúkdóma. Hugarfarið í unglingum er auðvitað líklegt til að vera það sama og hjá foreldrum þeirra sem er að hugsa aldrei til framtíðar en leggja allt í neysluna í dag. Ef þessi kreppa breytir þessu hugarfari, þá er ég nú bara nokkuð sátt við hana :)
Fleiri ungar konur hér með kynfæravörtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2009 | 11:43
smá mistök í gangi hérna
Ég er nú ekki að sjá hvers vegna þessi frétt er skrifuð undir flokkuninni viðskipti. Held að þetta hafi nú minnst með viðskipti að gera en meira með innlend mál.
Mín tilgáta er sú að ef óþægileg blogg birtast við þessa frétt sé auðveldara að grafa hana niður í viðskiptadálkinum en að láta fólk vera að lesa blogg sem koma mbl illa allan daginn.
Ég bloggaði hérna við fyrri frétt um ríkissjóð en sú tenging var rofin og það hljóta líka að hafa verið mistök hjá mbl mönnum og ég ætla að leiðrétta þau með því að birta færsluna hérna aftur.
Ég trúi því bara ekki að það sé stunduð ritskoðun hérna á blogginu.
Þeir hljóta að hafa sett inn vitlausa frétt. Á forsíðu vefjarins í dag hlýtur að eiga að vera fréttin um að Xxxxxxxxx Xxx ráðherra hafi hringt í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur áður en hún hélt á borgarafundinn í gær og sagt henni að gæta orða sinna annars...
Ég er svo þakklát hverri einustu manneskju sem kemur fram og segir frá því þegar hún er kúguð af stjórnvöldum eða leppum þeirra. Það er vegna þess að það er í raun ekki hægt að kúga fjöldann heldur verður að taka á hverri manneskju sem hefur það vald sem þekkingin veitir henni og kúga hana persónulega. Nú hafa nokkrir fjölmiðlamenn komið fram og sagt frá kúgun og nú væri gott að fara að fá fleiri sérfræðinga til að opna sig um þá kúgun sem þeir verða fyrir og þeir hafa hingað til aðeins sagt frá heima hjá sér.
Við verðum öll að hætta þessari meðvirkni og segja frá þegar á okkur er brotið eða tilraun til kúgunar er gerð því annars breytist ekkert.
Ríkið skuldar 653 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 10:32
Þetta eru mistök hjá mbl.is
Þeir hljóta að hafa sett inn vitlausa frétt. Á forsíðu vefjarins í dag hlýtur að eiga að vera fréttin um að einhver ráðherra (lesist: Guðlaugur Þór) hafi hringt í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur áður en hún hélt á borgarafundinn í gær og sagt henni að gæta orða sinna annars...
Ég er svo þakklát hverri einustu manneskju sem kemur fram og segir frá því þegar hún er kúguð af stjórnvöldum eða leppum þeirra. Það er vegna þess að það er í raun ekki hægt að kúga fjöldann heldur verður að taka á hverri manneskju sem hefur það vald sem þekkingin veitir henni og kúga hana persónulega. Nú hafa nokkrir fjölmiðlamenn komið fram og sagt frá kúgun og nú væri gott að fara að fá fleiri sérfræðinga til að opna sig um þá kúgun sem þeir verða fyrir og þeir hafa hingað til aðeins sagt frá heima hjá sér.
Við verðum öll að hætta þessari meðvirkni og segja frá þegar á okkur er brotið eða tilraun til kúgunar er gerð því annars breytist ekkert.
Ríkissjóður í jafnvægi 2013 | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 14:44
Nú þykir mér týra
Það lítur út fyrir að heljartökum flokkanna á félagsmönnum sínum sé nú aðeins að létta og fólk sé farið að tjá sig opinberlega um skoðanir sínar jafnvel þótt þær samrýmist ekki opinberum skoðunum flokkanna. Þetta hefur mátt sjá síðustu vikur hjá Samfylkingunni en að þetta sé að gerast hjá Sjálfstæðisflokknum líka kemur mér óendanlega mikið á óvart.
Guð gefi að á gott viti :)
Hagsmunaárekstur félags og flokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 18:04
Er ekkert pláss fyrir konur í formannsslagnum?
Eygló vill embætti ritara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 15:36
Stúdentar ættu að hugsa sig um tvisvar
Ég bý á stúdentagörðum á Akureyri og hef gert í eitt og hálft ár. Á þessum tíma hefur leigan hækkað um 20.000kr á mánuði. Það sem var áður eðlileg leiga miðað við markaðinn hérna er orðið fáránlegt í dag því leigan á almennum markaði hefur lækkað en leigan á stúdentagörðunum hækkað því hún er tengd við vísitölu.
Ég veit að fólk hefur sagt upp íbúðum sínum hérna og eru farnir á almennan leigumarkað og ég myndi gera það sama ef ég ætti meira en þessa einu önn eftir í náminu.
Það er vonandi að þetta verði öðruvísi fyrir sunnan :)
Jóhanna tekur fyrstu skóflustunguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 13:03
Einföld lausn á málinu
Það er einföld lausn á þessu máli. Cintamani þarf bara að redda vottun um að allt sé í góðu lagi og þá verða allir hressir. Það er eðlileg krafa neytenda að söluaðili/framleiðandi eigi að færa sannanir fyrir sínu máli og á engan hátt ósanngjörn.
En þetta fer auðvitað eftir því hvort við neytendur treystum okkur til að hemja okkur í neyslunni og bíða eftir því að ásættanleg vara bjóðist. Hvort við teljum vera meira virði fyrir okkur að eiga flotta úlpu eða aðrar vörur til að sýnast fyrir umheiminum en að styðja velferð manna og dýra í heiminum. Þetta er eitthvað sem hver verður að ákveða fyrir sig en það er ágætt að fólk geri sér grein fyrir því hvert þeirra val er en reyni ekki að réttlæta neysluna fyrir sjálfum sér og öðrum með einhverjum útúrsnúningum.
Skora á fólk að koma hreint fram og segja annað hvort "mér er skítsama um réttindi fólks og dýra á meðan ég fæ það sem ég vil" eða "ég er til í að hemja mig í neyslunni til að leggja mitt af mörkum til velferðar fólks og dýra í heiminum" Það eru í raun aðeins þessi tvö svör við spurningunni um neyslu.
Mæli með að kíkja á stuttmyndina Story of stuff sem er hægt að sjá á www.storyofstuff.com
Harma umfjöllun um Cintamani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.12.2008 | 23:32
Þyngra en tárum taki
Já nú hafa VR félagar aldeilis gert í brækurnar. Það er auðvitað ótrúlegt að enginn hafi áhuga á starfinu í þessu árferði og líka með svona fín fín laun.
Ég er nánast orðlaus. Er okkur ekki viðbjargandi? Er engin heiðarlega manneskja sem þorir að stíga inn í hring spillingarinnar??
Gunnar Páll einn í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 09:09
Tveir kostir og þeir fengu það sem þeir vildu
Það eru tveirkostir í boði fyrir ríkisstjórnina. Annars vegar er að hækka skatta gríðarlegamikið en hinn kosturinn er að rústa velferðar- og menntakerfinu. Ríkisstjórnokkar hefur valið síðari kostinn og þar með ákveðið að láta ástandið bitna á þeimsem minnst hafa fyrir ásamt því að niðurskurðaraðgerðir hafa óhjákvæmilegamargfeldisáhrif sem munu í mörgum tilfellum leiða til vísitöluhækkana sem síðankoma út í hækkun verðtryggðu lánana okkar.
Ef ég væriríkisstjórnin myndi ég hækka skatta um 20-30% eftir því sem þarf en um leiðhækka persónuafsláttinn (þið sem hugsið aldrei um annað en ykkar eigið rassgatgetið sleppt því að mótmæla þessu í kommentakerfinu ;) Síðan myndi ég skera niðurí ríkisfjárlögum ýmiskonar dót sem er ekki beint lífsnauðsynlegt eins og t.d. þátttakaí heimssýningunni í Kína 2010. Enda er yfirskrift sýningarinnar dáldið á skjönvið okkar veruleika núna en það er víst "betri borg - betra líf"
Sjálfstæðisflokkurinnátti að hækka skatta í þenslunni til þess að mæta þessum skelli sem þau vissumjög vel að kæmi.
Stefán Ólafsson, félagsfræðingur,hefur lengi stúderað mun á kjörum hér í samfélaginu og ef miðað er við tölurfrá því 2005 má sjá að prósentuleg hækkun launa hefur verið miklum mun minnihjá þeim lægst launuðu en þeim hærra launuðu. Laun fólks í lægsta launaflokkihöfðu þá hækkað um 92,4% frá 1993 en laun þeirra hæstlaunuðu höfðu þá hækkað um216,9% á sama tímabili. Þetta segir okkur að það sé mjög góður grundvöllurfyrir því að hækka skatta á þá sem hæstar hafa tekjurnar því augljóslega hafa þeirfengið mest í sinn hlut í þenslunni.
Mótmæla skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar