Færsluflokkur: Dægurmál

Viltu sveiflur eða ekki?

Ég var að lesa pistil á Deiglunni. Geri mér það til gamans að kynna mér rök andstæðingsins óreglulega :) Auðvitað veit ég að það er engin ein skoðun rétt og önnur röng og því fannst mér ánægjulegt að sjá að Einar Leif Nielsen gerir sér grein fyrir þessu líka. Hann skrifar pistil um þjóðnýtingu og einkavæðingu þar sem hann furðar sig á því að bandaríkjamenn hafi tekið upp þá sósíalísku hegðan að þjóðnýta fasteignasjóðina frægu Fannie Mae og Freddie Mac.

Einar Leif bendir á það að lokum að með afskiptum ríkisvaldsins minnki líkurnar á niðursveiflu en einnig á uppsveiflu og spyr hvort það sé eitthvað sem við höfum áhuga á.

Ég vildi óska þess að pólitíkusar vorir settu hlutina svona skýrt fram. Því eflaust eru margir sem kjósa sveiflur, enda þokkalegur hópur fólks sem stórgræðir á uppsveiflum og ef það er nógu sniðugt þá kemur það gróðanum á (mis)góða staði áður en niðursveiflan veldur því skaða.

Það er líka stór hópur fólks sem græðir lítið sem ekkert á uppsveiflunum. Kannski einhverja tíuþúsundkalla. En þetta fólk tapar fáránlega mikið á niðursveiflu sem hækkar verð á öllu en krefst þess að fólk taki á sig öldurnar í stað þess að heimta launahækkun. 

Þess vegna finnst mér að í stað þess að vera með loðin loforð um hin og þessi smáatriði eigi að setja stefnu hvers flokk fyrir sig upp á svona skýran og einfaldan hátt.

Viltu sveiflu væni??


mbl.is Fannie og Freddy lækka um 90%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir Íslendingar

... eða hvað?

 

Ég held að við hljótum að fara að verða búin að safna í frekar slæmt karma því bara það hvernig við höfum tekið á málum hælisleitenda í gegnum tíðina er algjörlega fáránlegt og sýnir hversu hjartalaus, eigingjörn og gráðug við erum. Ég er ekki alltaf stolt af því að vera íslendingur og sérstaklega ekki þessa dagana.

 Hér má skrifa undir áskorun til yfirvalda um að breyta rétt í máli eins hælisleitanda og við skulum bara muna það að hver og ein manneskja í þessum heimi skiptir máli, ekki bara þeir sem eru íslenskir vitleysingar sem fara sér að voða á vélsleða í leikjum sínum uppi á fjöllum  heldur líka þeir sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu upp á hvern einasta dag!!

 

Hér er síðan andskoti góð bloggfærsla sem setur þetta í smá samhengi.  


nei nú er ég alveg...


Ég var að lesa blogg þar sem verið er að benda á frekar mikinn skandal varðandi pokasjóð. Ég er að minnsta kosti alveg að deyja úr hneykslun yfir því að Sálin hans jóns míns hafi fengið 1.500.000kr styrk úr sjóðnum til þess að gefa út nótna- og söngbók vinsælustu laga sinna. Ég get bent á svona 150 verkefni sem gætu notað þessa peninga betur.

Ég er bara alveg að missa mig yfir þessu. 

...gargandi orðlaus


KvikYndi

Jæja þá fer að líða að næstu sýningu KvikYndis en það er myndin Ein eilífð og einn dagur sem er eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Sýningin verður í Nýja Bíó á Akureyri (sambíóinu) á sunnudaginn 8.júní kl. 16:00 og miðaverð aðeins 500kr.

Þessi mynd er frá árinu 1998 og hlaut gullpálmann í Cannes sama ár. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd.

Ég sá aðra mynd eftir Angelopoulos um síðustu helgi og hún var mjög góð og ég bíð með gríðarlegum spenningi eftir þessari.

Hér má sjá upplýsingar um myndina á imdb.com 

 Ps. hér er skemmtileg tónlist


Er Árni Johnsen íslenskt grænmeti?

Já mér er sko spurn; er maðurinn algjört grænmeti??

Í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld kom fram að í umbúðunum utan af þessu umtalaða útlenskættaða-íslenskþvættaða grænmeti var ekkert sem gaf til kynna að það væri íslenskt, nema náttla það að textinn utan á umbúðunum er á íslensku -meira að segja textinn sem segir: skolað úr íslensku vatni án aukaefna- eitthvað svoleiðis sem mér finnst nú dáldið gefa í skyn að grænmetið sé útlensk, maður þarf nú að vera dáldið þunnur ef manni dettur í hug að íslenskt grænmeti væri venjulega skolað úr útlensku vatni, er það ekki?

Ég semsagt fatta ekki alveg hver er tilgangurinn hjá honum Árna vini okkar með þessar "úlfur, úlfur" upphrópun, eina sem mér datt í hug var æji, ég hélt hann væri hættur að ljúga :S

Ps. á tímum brúnkuspreysins var nú hressandi að sjá Charlotte sænsku í svart-hvítu í byrjun lagsins, hún hefði nú alveg mátt halda sig við það, mér fannst það fara henni betur :D


Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband