14.4.2007 | 11:35
minn vann! alltaf!!
Í Kastljósinu í gær voru tvær konur að takast á, önnur frá Samfylkingunni og hin frá Sjálfstæðisflokknum. Það vakti auðvitað athygli mína að það skyldu vera tvær konur, en svo fattaði ég náttla að það er landsfundur beggja flokkanna um helgina og þá eru gaurarnir auðvitað meira uppteknir.
En jæja, bara fínt að sjá þessar dömur takast á en það var samt dáldið erfitt að horfa því að önnur daman tók hina dömuna eiginlega bara alveg á taugum. Ég man nú mjög lítið af því sem þær voru að segja því fyrir mér var þetta kennsludæmi um hvernig er hægt að taka andstæðinginn á taugum og ég verð að segja að ég vorkenndi nú konunni sem varð undir frekar mikið.
Ég á yfirleitt ekkert erfitt með að horfa á fólk gera sig að fífli, mistakast eða vera eitthvað skrýtið. Sumir sem ég þekki fara alveg í flækju og eiga auðveldara með að horfa á handlegg sagaðan af manni án deyfingar heldur en að horfa á einhvern missa kúlið, en ég er ekki svoleiðis. Mér finnst bara allt í lagi að fólk sé skrýtið eða missi kúlið, ég meina, það heldur enginn kúlinu alltaf og það er alveg eins hægt að missa það í sjónvarpi eins og annarsstaðar.
En ég átti reyndar dáldið erfitt með að horfa á þetta. Kannski er maður bara ekki vanur að sjá stjórnmálafólk missa kúlið svona rosalega. Kannski var það af því að ég vildi að konurnar stæðu sig svo ógeðslega vel af því að þær væru konur og fá ekki endilega alltaf svo mörg tækifæri til að vera kúl í sjónvarpi, sem gerir það þá kannski að verkum að þær eru óreyndari og missa það kannski frekar. En alla veganna, þá fannst mér pínu erfitt að horfa upp á greyið konuna sem var orðin ógeðslega óörugg og gat varla komið út úr sér heilli setningu án þess að stama og hika alveg hrikalega, og hin konan varð öruggari í réttu hlutfalli við óöryggi þessarar og var á endanum orðin eins og eitthvað rándýr sem horfir á bráðina sem búið er að særa engjast um í kvölum og bíður eftir að maturinn verði til.
En - þá komum við nú að aðalpunktinum. Á fyrsta blogginu sem ég les í morgun er klausa um það hvað konan sem missti það hefði verið töff. Þar stendur: ''Kíkið á Kastljósið þar sem Kristrún Heimisdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir mættust. Ragnheiði Elínu er greinilega ekki fysjað saman, situr pollróleg undir þessu."
Ég meina, konan tapaði. Hún fór á taugum. Hún gerði mistök. Hún stóð sig ekki vel í þetta skiptið. Ég hef engar efasemdir um að þessi kona sé bráðgáfuð og frábær stjórnmálamaður. En allir gera mistök. Sérstaklega undir álagi. Ég tala nú ekki um í sjónvarpi allra landsmanna í kannski fyrsta skiptið í one on one kappræðu. Mér finnst hún ekkert verri fyrir það, og henni er örugglega ekki fisjað saman, eða, það er amk örugglega búið að fisja henni saman aftur eftir þessa útreið :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 16:40
Að skoða könnun
Ég verð að viðurkenna að ég skoða ekki kannanir. Sérstaklega ekki skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka. Það er nú sérlega auðvelt að sneiða fram hjá þeim í fjölmiðlum finnst mér því það lýsir af þeim óspenningurinn. Það hefur hreinlega aldri breyst neitt að ráði síðan í síðustu könnun, nú og ef það hefur eitthvað breyst þá liggur beinast við að spyrja hversu marktæk könnunin sé.
Ég hef ekki alltaf átt jafn auðvelt með að sniðganga túlkanir á skoðanakönnunum. Og það er nú líka bara aðeins skárra. Það er amk meiri fjölbreytni í þeim heldur en könnununum sjálfum. Það er eiginlega alveg sama hver er niðurstaðan úr skoðanakönnunum , það geta nánast allir séð eitthvað jákvætt út úr þeim fyrir sinn flokk. En núna síðustu vikurnar hef ég nú fengið mig alveg fullsadda af túlkunum og upphrópunum um skoðanakannanir. Og er farin að eiga alveg jafn auðvelt með að fletta yfir/klikka í burtu frá þeim líka :)
Ég hreinlega skil ekki hvers vegna er verið að eyða svona miklu púðri í þessar kannanir. Þetta kostar auðvitað haug af peningum en það er nú ekkert miðað við hvað það kostar í tíma hjá aumingja fólkinu sem er alltaf verið að hringja í og spyrja hvað það ætli að kjósa.
Og það leiðir nú einmitt hugan að öðru. Ég er stundum að vinna hjá Félagsvísindastofnun Háskólans, við að hringja í fólk sem hefur fengið sendar kannanir en er ekki búið að svara, og spyrja þau um hvort þau ætli nú ekki að taka þátt í könnuninni og svona. Þá fæ ég stundum svarið að viðkomandi sé nú bara orðinn svo hundleiður á öllum þessum spurningum og könnunum, það sé bara alltaf verið að hringja í hannog núna ætli hún bara ekki að taka þátt. Og þá kem ég að pælingunni með skoðanakannanir á fylgi flokkanna. Af því að við Íslendingar erum svona tiltölulega fá, þá hlýtur að vera oftar haft samband við hvern Íslending heldur en t.d. hvern Svía, í sambandi við allskonar kannanir og rannsóknir. Ættum við þá ekki að reyna að spara þetta aðeins og hemja það aðeins að hringja í fólk og spyrja hvað það ætli að kjósa til að gera þriðju fylgiskönnunina í þessari viku, sem ég get bara hreinlega engan veginn skilið að skipti nokkru máli. Eigum við ekki bara að spyrja um eitthvað sem skiptir máli í staðinn?
Væri ekki bara meira spennandi að fylgjast með fylginu aðeins sjaldnar?
![]() |
Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 23:39
nútíma handshake
Ég var að lesa bloggið hjá honum Dofra samfylkingarframbjóðanda og var að lesa öll kommentin , og það er sko nóg af þeim. Þá fór ég að hugsa um hvað það er rosalega mikið af ungu og upprennandi stjórnmálafólki sem er að blogga eins og vindurinn og fá svo á sig þvílíku skothríðina í kommentakerfinu og ég bara ómægod hvernig nennir þetta fólk þessu.
En þá fattaði ég allt í einu að þetta er náttla bara þeirra leið til að vera í sambandi við kjósendur, alveg eins og var hérna áður fyrr þegar frambjóðendur fjölmenntu á vinnustaði og voru að ræða við liðið, þeir gera það náttla örugglega alveg ennþá en ég held það sé nú ekki alveg sama stemmningin yfir því og áður fyrr. Og hérna áður áður fyrr þegar var bara labbað milli húsa eða bara tekið í spaðann á fólki úti á götu.
En gömlu gúbbarnir eru nú fæstir svona flottir á því að leyfa komment á síðunum sínum. Amk eru ögmundur.is (þessi sæti;)), björn.is og fleiri ekki með það. Reyndar er Össur töffari með kommentakerfi. En svo eru náttla aðalstjörnurnar og þær hafa ekki einu sinni blogg. Mæta bara annað slagið í sjónvarpið og kasta krapp í hver aðra og láta það duga.
Megafyndið hvernig framsóknarmenn voru búnir að læna upp sínu fólki í salnum þarna á borgarafundinum á Selfossi sem var sýndur á RÚV til að spyrja réttu spurninganna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 21:57
Ögmundur grrrrr.....
ÓJÁ. Þetta hélt ég nú aldrei að ég myndi segja , en mér finnst Ögmundur Jónasson hot. Ég vissi það reyndar ekki fyrr en núna áðan þegar ég sá auglýsingu frá VG í fréttablaði gærdagsins. Það var svona stór auglýsing (bls 21) og risastór mynd af Ögmundi og ég verð að segja að stílilstinn er að gera kraftaverk þarna. Gaurinn er bara með svöl gleraugu, skeggið ógeðslega töff og búið að photoshopa út allar hrukkur og línur og brosið er eitthvað svaka sexý. Ég er bara svo aldeilis hissa. Það eina sem tekst ekki að gera kúl er hárið, en maður er svo límdur við lofandi daðrarabrosið að maður tekur bara ekkert eftir smérgreiðslunni.
Ég velti því fyrir mér hvort VG sé farið að skipta við sömu auglýsingastofu og hefur hingað til verið að gera góða hluti fyrir Framsóknarflokkinn. Ef svo er þá er flokkurinn í gríðarlega góðum málum, því öll vitum við að það skiptir máli að vera sætur í pólitík, gott ef það skiptir ekki bara mestu máli (prufum að spyrja Björn Inga)
Þessi færsla er í boði Félags Frjálslyndra Feiknarflottra Femínista sem er óstofnað ennþá en ég held að fósturvísar þess séu farnir að hreiðra um sig víða og munu liðsmenn félagsins beita aldagömlum aðferðum, á borð við það að dæma karlapólitíkusa eftir útlitinu, í þeim tilgangi að skrúfa sundur festingarnar í burðarbitum feðraveldisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2007 | 10:24
Kaupi þetta alveg
En sem betur fer þá kaupi ég ekki Kentucky Fried, en pottþétt eitthvað af öðru álíka slæmu.
Held við höfum öll gott af því að skoða þetta vídeó.
Það er nefninlega alveg glatað hvað við vitum lítið um vörurnar sem við erum að kaupa enda liggja upplýsingar sem þessar ekki alltaf á lausu og ekki er verið að sýna þetta í fréttatímunum. Sérstaklega hérna á Íslandi er eins og okkur finnist þetta allt saman svo fjarlægt en auðvitað skiptir það jafn miklu máli hérna og það gerir í Bandaríkjunum og í hvert skipti sem við kaupum vörur hjá KFC þá erum við að versla við keðjuna í heild þrátt fyrir að varan sem við kaupum sé að mestu leyti framleidd hér innanlands.
Stundum er sagt að fáfræði sé sæla en ég er ekki sammála því, ég held að það sé líklegra að maður upplifi sæluna með því að vita að maður sé að gera gott frekar en að þykjast ekki vita að maður sé að gera slæmt. Ég lít amk svo á að við séum að gera slæmt í hvert skipti sem við verslum við fyrirtæki sem gerir eitthvað slæmt, því fyrirtæki er ekkert annað en kúnnarnir sem halda því uppi með viðskiptum við það. Hvorki meira né minna.
Einhver myndi kannski segja að vídeóið hér að ofan væri ekki við hæfi barna, en ég held einmitt að það sé mjög gott að sýna börnum þetta því þau fara þá líklega að hugsa meira um hvað er á bakvið þá hluti sem þau neyta. Börn eru yfirleitt réttlát í eðli sínu og ég held að þau myndu t.d. ekki heimta nýjustu og flottustu æfingaskóna jafn grimmt ef þau vissu hversu mikinn skaða á umhverfinu framleiðsla á einu skópari veldur. Á þessari síðu er hægt að skoða hversu mikinn toll af umhverfinu neysla hvers og eins er að taka. Mæli með að allir kíki á þetta. Og mundu, að allt skiptir máli og hver einasta manneskja sem vaknar til meðvitundar um umhverfi sitt skiptir gríðarlegu máli og breytingin á heiminum byrjar hjá okkur sjálfum :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2007 | 23:51
Áfram Reykjavík!
Já, ég fór á tónleika í gær. Hljómsveitin Reykjavík! var að spila og svo var Kristin Hers að kæla liðið niður og svo sáu Blonde redhead um niðurlagið.
Ég hélt sko að Reykjavík! ætti bara að vera afþreying á meðan liðið væri að týnast inn og svo væri Kristin Hersh upphitun fyrir Blonde Redhead sem ætti svo að sjá um stuðið. En nei ó nei. Ég þakkaði nú mikið fyrir að Reykjavík! var þarna til að þessi fjögurþúsundkall væri ekki alveg glatað fé. Þeir voru ansi hreint skrambi svalir strákar og með mest hressandi sviðsframkomu sem ég hef séð lengi, ásamt því náttla að vera með bara alveg hreint ágætistónlist :)
Ekkert af þessu ofantöldu er hægt að segja um Kristin Hersh. Hún var því miður bara leiðinleg með afbrigðum. Það var alveg eins og hún væri nýbúin að læra á gítarinn og þegar hún starði ekki tómu augnaráði út í salinn þá einblíndi hún á vinstri höndina á sér, líklega til að athuga með gítargripin. Ekki það að það sé neitt að því að vera nýbúin að læra á gítar. Tónlistin var algjört pein og við Jóna flúðum alveg aftast í salinn til að gera þetta aðeins bærilegra og fundum okkur fólk til að spjalla við til að reyna að útiloka áreitið en það var samt ekki alveg nóg. Ég ætla reyndar að viðurkenna það strax að ég var dáldið þreytt eftir líflegan dag og kannski fór þetta áreiti þess vegna verr í hljóðhimnur mínar en ella, en það var fólk þarna í kring sem var langt frá því að vera þreytt en var samt ekki hresst með þetta. Það sem bjargaði þó því sem bjargað varð í þessum performans var sellóið og fiðlan sem léku sitt hlutverk alveg ágætlega en æji, þessu var bara ekki viðbjargandi.
Það færðist mikil gleði yfir salin þegar Blonde Redhead stigu á svið. Það var haugur af fólki þarna, hugsanlega bara uppselt eða nálægt því, og bara ansi góð stemmning, þrátt fyrir tilraunir undanfarandi atriðis til að drepa hana. En því miður þá fóru þau í Blonde Redhead bara alla leið með sálarmorðið. Þau spiluðu bara haug af nýju efni og það var ekki mikil fjölbreytni í því. Söngkonan er náttla með sjúkt töff rödd, og trommarinn fannst mér gríðargóður, en gítarleikarinn fannst mér alveg rústa þessu með því að vera bara með nákvæmlega eins spilerí í öllum lögum. Það var ekki fyrr en við síðasta lag fyrir uppklapp sem mér fannst komast eitthvað smá áhugavert í þetta. Þau voru svo klöppuð upp og tóku eitt og hálft lag og ég held að fólk hafi nú alveg verið tilbúið til að fara heim þegar það var búið. Hálfa lagið var bara hálft vegna þess að gítarleikarinn ruglaðist svo mikið og þegar þau voru búín að prufa að byrja upp á nýtt tvisvar þá hættu þau greinilega bara við það og tóku svo síðasta lagið sem mér fannst reyndar megatöff en var ansi tilraunakennt og undarlegt.
Það sem fór alveg með þetta hjá Blonde Redhead, að mér fannst, var það að þau voru í engu sambandi við áhorfendur. Söngkonan leit varla upp og brosti ekki fyrr en í laginu sem gítarleikarinn var að klúðra. Þau sögðu ekkert allan tímann, nema eina setningu um að þau ætluðu að spila helling af nýju efni og þegar söngkonan í byrjun bað ljósamanninn um að lækka einn kastarann. Þetta finnst mér bara alveg dauði. Mér finnst bara lykilatriði að hljómsveitin nái einhverri tengingu við áhorfendur, eða að minnsta kosti reyni það!
Þannig að það er bara Áfram Reykjavík!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 01:43
Styrktartónleikar Forma
Ég var að koma heim af þessum líka svakalega vel heppnuðu tónleikum. Þetta var nú bara algjör snilld og framar björtustu vonum, enda er nú ansi misjafnt hvernig svona fjölatriðatónleikar heppnast. Ég ætla aðeins að renna yfir atriðin fyrir þá sem voru svo óendanlega óheppnir/vitlausir að missa af þessu ;)
Fyrst á svið var hljómsveitin Esja, en það er nýja projectið hjá Daníel Ágúst og Krumma úr Mínus. Það var ansi hresst og dáldið rokk, minnti reyndar ansi mikið á nýja dótið frá Sonic Youth en Daníel er náttla alveg sérdeilis prýðilegur söngvari, svo þetta var bara stuð. Mér fannst líka lúkkið á þeim rosalega töff. Þeir voru allir í jakkafötum en samt rosalega sjúskaðir, minnti mikið á einhverskonar afdankaða rokkhljómsveit þar sem meðlimirnir eru búnir að spila, djamma og djúsa í 35 ár. Ég vona amk að þetta hafi verið meðvitað stílíserað lúkk en ekki það að þeir hafi allir verið svona ógeðslega þunnir :D En þeir voru samt dáldið stífir, enda fyrstir á svið og svona. Fyrsta lagið var best en svo fór þetta aðeins niðurávið. Ég gæti vel trúað að þeir væru mjög góðir á sínum eigin tónleikum í fullu stuði.
Næst var nú bara aðalstjarna kvöldsins, hún Björk. Fyrsta lagið hennar var eitthvað mjög undarlegt. Einhver gaur (Jónas Sen) spilaði á einhverskonar orgel og hún söng örfáar línur við, það var nú hálf slappt, ég kannaðist ekkert við lagið. Síðan fylltist sviðið af ungum konum með blásturshljóðfæri og lagið The anchor song var tekið, það var nokkuð gott bara. Femínistinn í mér var voða ánægð með Björk fyrir að hafa bara konur í blásarahljómsveitinni því það er ennþá allt of lítið af stelpum sem eru að fá einhver tækifæri í tónlistinni. En síðan kom eitthvað annað lag, sem var nú ekki svo ólíkt The ancor song, dáldið svipuð týpa nema að hún lék sér meira með röddina sína þar og það var bara svo sjúklega flott að ég bara táraðist.
Magga Stína var síðan næst. Hún tók fjögur lög og amk tvö þeirra voru eftir Megas og það var náttla bara æði og hún er svo sæt og krúttleg en ég verð að viðurkenna að ég nenni aldrei að hlusta of mikið á hana í einu. Þannig að þessi fjögur lög var bara fínt :)
Núna er ég aðeins farin að ruglast í því í hvaða röð þetta var alltsaman en það skiptir nú ekki öllu máli.
Held að Lay Low hafi verið næst. Hún var alveg fín.
Þá var það hljómsveitin Wolfgang. Hún var töff. Alveg hryllilega töff. Þeir eru að gefa út plötu núna einhverntíman í mánuðinum og ég verð að segja að ég gæti nú alveg átt eftir að versla mér þá plötu. Er líka mjög spennt fyrir að tékka á tónleikum með þeim, þannig að ef einhver veit hvar og hvenær þeir spila næst þá má endilega skilja eftir upplýsingar um það í kommentakerfinu :) Já, set hérna hlekk á mæspeissíðuna þeirra sem ég mæli sérstaklega með að allir tékki á :)
Þá var það Pétur Ben. Hann var flottur. Ég skil bara ekki af hverju ég fíla hann ekki. Mér finnst hann geggjað sætur og með töff sviðsframkomu, frábær gítarleikari og fínasti söngvari. Held bara að lögin hans séu ekki fyrir minn smekk og ég verð að viðurkenna að ég fæ stundum kjánahroll dauðans yfir textunum.
KK var næstur. Hann var með tvær systurdætur sínar með sér og svo hljómsveit. Þær pæjur voru aðallega í að syngja bakraddir en síðan tóku þau lag sem þær höfðu samið og sungu og það var bara megatöff. Hlakka til að heyra meira frá þessum dömum.
Mugison lokaði svo sjóvinu. Ég var nú ekki að bíða í neinni eftirvæntingu eftir honum. Hef einu sinni áður séð hann í rokkaragírnum með hljómsveit og var ekki að fíla það. En þetta var nú bara ansi gott hjá þeim. Eitt nýtt lag var fyrst og það var flott og svo voru 3 gömul lög sem var búið að setja í rokkarabúning og það var bara mjög svalt.
Svo var bara labbað heim með Of Montreal í tónhlöðunni
Mikið hryllilega hlakka ég til tónleikanna með Björk - vúppí :D
Og já, best að skella inn síðunni hjá Forma samtökunum því það er gott málefni og þessar dömur sem eru búnar að standa fyrir þessu eru virkilega að gera góða hluti. Ég mæli með því að fólk láti af hendi rakna í frjálsum framlögum á síðunni þeirra. Það á pottþétt eftir að skila sér í góðu karma ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 22:56
nafnaruglsaðferðin
Ég var að lesa þessa frétt á ruv.is áðan og þá var talað um Vinstri græna, þ.e. í karlkyni. Ég hef tekið eftir því að langflestir fjölmiðlar nota rangt kyn um orðið græn þegar verið er að tala um stjórnmálaflokkin Vinstri græn. Reyndar stendur mbl.is sig nokkuð vel í þessu og virðist vera eini fjölmiðillinn sem getur skrifað frétt þar sem minnst er á Vinstri græn án þess að rugla með kynið á orðinu.
Allt í einu datt mér í hug brandari sem hefur verið dáldið mikið notaður í bandarískum bíómyndum og þáttum. En það er þegar einhver gaur er afbrýðisamur út í einhverja skvísu af því að hún er að deita einhvern annan gaur og þá kallar hann (afbrýðisami gaurinn) alltaf hinn gaurinn með vitlausu nafni. Einhvern veginn svona:
Hann:How is Gary?
Hún:His name is Michael.
Hann:Whatever
Eða þá, og jafnvel seinna í sama þættinum
Hann: Are you going with what´s his name, Kevin?
Hún: No, it´s Michael, and yes, I´m going with him.
Ætli þetta sé bara óvart?
Kannski ég ætti bara að fara að skrifa bandaríska draslþætti :D
![]() |
Vægi minnstu flokkanna að aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 16:07
Ógeðslega flott höfn í boði Alcan/Rio Tinto
Ég gerðist nú svo hress að smella á auglýsingaborðann frá Alcan sem var hérna efst á síðunni til þess að kynna mér röksemdir þeirra fyrir stærra og BETRA álveri.
Ég fann nú eiginlega ekki rökin. Ég fann bara fullyrðingar um að þetta væri ekki eins slæmt og andstæðingar álversins halda fram. Helstu rök álversins í sambandi við mengun eru þau að það sé bara búin að vera svo mikil þróun í mengunarvörnum síðan 1969 að það sé nú bara varla til að tala um, mengunin sem er núna. Ég segi nú bara guðminngóður ef það væri ekki orðin þróun síðan 1969 þá værum við sjálfsagt öll með gasgrímur. Það hefur líka orðið gríðarleg þróun í útblástursbúnaði bíla, en það er samt nóg talað um mengunina af þeim.
Nei, ég held að Alcan, sem fljótlega verður í eign Rio Tinto ef marka má heimspressu viðskiptalífsins, sé í ansi erfiðri stöðu með að framreiða staðgóð rök fyrir stækkuninni. Það var auðvitað helsta áfall þeirra í þessari kosningabaráttu þegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands setti tekjutölur Hafnfirðinga í samhengi. Þegar búið var að þýða þær yfir á mannamál þá kom í ljós að það væri 6-8 þúsundkall á haus á ári.
Fyrir utan síðan tekjur af höfninni í Straumsvík sem gætu jafnvel orðið 4.000kr á haus á ári, en tekjur af henni má, samkvæmt lögum aðeins nýta til reksturs og endurbóta á höfnum. Þannig að ef stækkunin fer í gegn munu Hafnfirðingar eignast ógeðslega flotta höfn. hehe Jeij :D
Allir þessir peningar sem Alcoa hefur eytt í að byggja upp ímynd sína hér á landi fara líklega í súginn þegar af yfirtöku Rio Tinto verður. Ég held amk að það þurfi dálítið meira en Bó Halldórs til að pússa skítinn af því trölli.
Ef ég væri Hafnfirðingur þá myndi ég alveg tíma að sleppa 8 þúsundkallinum.
![]() |
Taugatitringur fyrir álverskosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2007 | 23:08
Jákvæðir Hafnfirðingar segja nei á laugardaginn
Jeminn góður þvílíkan hræðsluáróður hef ég nú bara ekki heyrt mjög lengi. Ég var að horfa á útsendingu Stöðvar 2 frá fundi í Hafnarfirði vegna atkvæðagreiðslunnar á laugardaginn og ég verð að segja að ég er nú ekkert sérstaklega spennt fyrir beinu lýðræði ef undanfari hverrar ákvörðunar verður svipaður og hefur verið með þessa. Það mun kosta samfélagið gríðarmikinn pening og tíma, sérstaklega þegar einstaklingar etja kappi við stórfyrirtæki við að koma sjónarhornum sínum á framfæri.
Ég verð að segja að Rannveig Rist og félagar hennar í Álverinu fara miklu betur með hræðsluáróðurinn heldur en félaginn (sem ég náði ekki nafninu á) í Hag Hafnarfjarðar sem hafði ekki mikið að segja annað en það að ef ekki yrði af stækkun væri allur grundvöllur fyrir rekstri álversins horfinn (ég hef ekki ennþá heyrt svarið við spurningunni um af hverju álfyrirtækin séu þá í röðum að biðja um að fá að reisa nýjar álverksmiðjur af sömu stærð).
Hann talaði líka mikið um það á hverjum það myndi bitna ef álverið yrði lagt niður og taldi þar upp nr1 fyrirtækin sem þjónusta álverið og nr2 starfsmenn álversins, ég held hann hafi svo bara gleymt að telja lengra, nema náttla ef ég hef zonað aðeins út undir upptalningunni.
Nema hvað, að síðasta sem hann talaði um var það pabbi hans hefði unnið hjá álverinu og hann hefði alla tíð unnið þar og bræður hans líka, og vegna þess að þeir væru búnir að vinna þar svona lengi þá væri orðin til ómetnaleg þekking sem jafnvel væri farin að bera ávöxt í útflutningi tækja til annarra álvera, og hann mætti bara ekki hugsa til þess ef þessi þekking myndi svo bara glatast á einum degi. Og nú er mér allri lokið í sambandi við þennan endalausa hræðsluáróður sem fólk hefur verið kaffært með í þessari kosningabaráttu.
Hvað meinar maðurinn eiginlega með að þekkingin glatist svona á einum degi?
Fyrir það fyrsta þá er það alveg á hreinu að álverið lokar ekki á sunnudaginn ef útkoman úr kosningunni verður jákvæð. Fyrir það annað þá er það nú þannig að ef þessi þekking þeirra bræðra er svona verðmæt þá er alveg pottþétt að álrisinn, sem ekki hugsar um annað en hagnað (sem eðlilegt er fyrir fyrirtæki af þessari gerð) mun nýta sér þessa verðmætu þekkingu, núh, ef hún er bara verðmæt fyrir þá bræður og þeirra fjölskyldu, þá gera þeir bara eins og við hin gerum við þekkingu sem við öðlumst á lífsleiðinni, við aðlögum hana nýjum verkefnum og nýtum hana í eigin þágu.
Það er reyndar eitt, ég skil svo sem vel að þessi maður berjist fyrir álverinu sínu, hann á amk ekki sjens í störf þar sem beita þarf rökum og samskiptahæfileikum. Döh.
En fyrirsögn þessarar færslu er tekin upp úr ræðu talsmanns Sólar í straumi. Hún kveikti hreinlega á einhverri peru hjá mér. Tengist reyndar held ég aðeins lokasprettinum á þarsíðustu færslu þar sem ég var að tala um skítkast og hvernig árásargirni og neikvæðni tengdist oft óöryggi og hræðslu. Er það ekki bara málið að þeir sem eru jákvæðir og bjartsýnir þora að segja nei við því sem er í boði ef þeim líst ekki á það og vita að það er alltaf hægt að gera betur, en hinir neikvæðu og bölsýnu þora ekki annað en að segja jáókei því annars eru þeir hræddir um að þeim verði bara boðið upp á eitthvað enn verra, eða bara alls ekki neitt, og guðminngóður þeir þyrftu þá jafnvel að fara að hugsa upp eitthvað sjálfir.
æji ég veit það ekki... hehe jú ég veit það alveg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar