Ógeðslega flott höfn í boði Alcan/Rio Tinto

Ég gerðist nú svo hress að smella á auglýsingaborðann frá Alcan sem var hérna efst á síðunni til þess að kynna mér röksemdir þeirra fyrir stærra og BETRA álveri.

Ég fann nú eiginlega ekki rökin. Ég fann bara fullyrðingar um að þetta væri ekki eins slæmt og andstæðingar álversins halda fram. Helstu rök álversins í sambandi við mengun eru þau að það sé bara búin að vera svo mikil þróun í mengunarvörnum síðan 1969 að það sé nú bara varla til að tala um, mengunin sem er núna. Ég segi nú bara guðminngóður ef það væri ekki orðin þróun síðan 1969 þá værum við sjálfsagt öll með gasgrímur. Það hefur líka orðið gríðarleg þróun í útblástursbúnaði bíla, en það er samt nóg talað um mengunina af þeim.

Nei, ég held að Alcan, sem fljótlega verður í eign Rio Tinto ef marka má heimspressu viðskiptalífsins, sé í ansi erfiðri stöðu með að framreiða staðgóð rök fyrir stækkuninni. Það var auðvitað helsta áfall þeirra í þessari kosningabaráttu þegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands setti tekjutölur Hafnfirðinga í samhengi. Þegar búið var að þýða þær yfir á mannamál þá kom í ljós að það væri 6-8 þúsundkall á haus á ári.

Fyrir utan síðan tekjur af höfninni í Straumsvík sem gætu jafnvel orðið 4.000kr á haus á ári, en tekjur af henni má, samkvæmt lögum aðeins nýta til reksturs og endurbóta á höfnum. Þannig að ef stækkunin fer í gegn munu Hafnfirðingar eignast ógeðslega flotta höfn. hehe Jeij :D

Allir þessir peningar sem Alcoa hefur eytt í að byggja upp ímynd sína hér á landi fara líklega í súginn þegar af yfirtöku Rio Tinto verður. Ég held amk að það þurfi dálítið meira en Bó Halldórs til að pússa skítinn af því trölli.

Ef ég væri Hafnfirðingur þá myndi ég alveg tíma að sleppa 8 þúsundkallinum.


mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alcan

Jonni Jóns (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

heh, takk fyrir leiðréttinguna :$

Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.3.2007 kl. 16:37

3 identicon

Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræsðlunar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,-  kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :

http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm

Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband