29.3.2007 | 20:12
ohhh...
ég verð að segja að ég er ótrúlega ánægð með þessa auglýsingaherferð hjá Múrbúðinni. Það er nú alveg ótrúlega langt síðan að einhver auglýsingaherferð hefur virkað á mig en ég verð að segja að þessi gerir það algjörlega.
Mér finnst líka bara svo töff að fatta það að þó allir aðrir séu að beita brögðum þá þarf þessi aðili ekki að "neyðast" til að gera það sama. Mér finnst það nefninlega svo oft vera viðkvæðið ef maður spyr einhvern aðila af hverju hann stundi vafasama viðskiptahætti, að hann bara neyðist til að gera það því allir hinir gera það og svona sé bara samkeppnin. Það gerðist t.d. í byrjun mars þegar ég spurði á Kaffi París hvers vegna þar hefði verið á kaffinu hækkað í stað þess að lækka, þá fékk ég svarið að það væri vegna þess að enginn annar hefði lækkað, svo þegar ég sagði frá því að amk 3 kaffihús sem ég sæki hafi lækkað þá var svarið bara, nú er það já, og ekki hefur orðið lækkun ennþá hjá Kaffi París. Enda hef ég ákveðið að boycotta staðinn, líka vegna þess að ég komst að því á svipuðum tíma að hann er í eigu sömu aðila og Óðal, og það er nú ekki fyrirtæki sem ég er hrifin af að eiga viðskipti við.
Það er líka megatöff að það komi svo í fréttunum að þessi kvittun hafi fundist. Loksins kom frétt sem mér finnst skipta einhverju máli. Æji, eða þannig. mér finnst alveg ótrúlega lítið af spennandi fréttum í fréttum þessa dagana og það veitir heldur ekki af að halda uppi einhverri neytendaumræðu hérna :)
mæli með að fólk tékki á múskóvefnum - www.musko.is
![]() |
Kvittun fyrir málningarkaupum kom í leitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 13:05
hræðsla í sandkassanum
Jæja, þá er nú kosningabaráttan komin ansi vel af stað. Þetta er nú ekki tímabil sem mér þykir skemmtilegt, hugsanlega gæti það í undirmeðvitundinni verið ástæðan fyrir þessu bloggleysi mínu síðasta mánuðinn.
Ég hef ofsalega gaman að þjóðmálaumræðu og stjórnmálum og finnst fátt skemmtilegra en að spá og spögulera hvernig er verið að gera hlutina og hvernig væri hugsanlega betra að gera þá. Eitt af því skemmtilegasta við þetta er að það eru svo ótrúlega margar skoðanir um hvernig væri betra að gera hlutina og það er ekkert smá frábært, því leiðinlegast af öllu sem ég gæti hugsað mér er ef allir hugsuðu eins.
En þegar líður að kosningum þá er bara varla hægt að ræða við fólk lengur um þjóðmál og pólitík. Og það er sko ekki af því að allir séu farnir að hugsa eins -jah, nema að vissu leyti. Það er þá í þá áttina að allt í einu hættir fólk að geta talað um hvernig það vill hafa hlutina, heldur er eins og fólk geti allt í einu bara talað um hvernig það vill ekki hafa hlutina. Það ganga semsagt allar samræður einræður út á það að rakka niður andstæðinginn.
Mér finnst alveg ágætis mál að það sé hægt að ræða kosti og ekki síður galla hverrar stefnu fyrir sig. En þegar umræðan er á því plani að enginn finnur sig í að tala um annað en hvað hinir eru glataðir þá verð ég hreinlega bara að afþakka að taka þátt í samræðunum því það er bara fátt ömurlegra en að tala við fólk sem hefur ekkert að segja annað en að koma með ómálefnalegt skítkast á aðra.
Ég get eiginlega bara ekki ímyndað mér að það sé til manneskja hér á landi sem er hjartanlega sammála öllu í stefnu eins flokks og styður af heilum hug allar þær ákvarðanir sem viðkomandi flokkur hefur tekið. Oftast finnst mér eins og flestir séu að reyna að finna skársta kostinn. Held það sé til marks um hversu atvinnustjórnmálafólk er að fjarlægjast raunverulegar skoðanir en nálgast tilbúnar skoðanir sem búið er að reikna út að eftirspurn sé eftir í samfélaginu.
En alla veganna. Þá er ég bara hreinlega komin með upp í kok af þessari neikvæðni og árásargirni sem leggur alla samræðu í rúst þessa dagana eins og önnur tímabil kosningabaráttu. Sjálfsagt vitum við flest að neikvæðni og árásargirni stafar mjög oft af innra óöryggi og hræðslu. Held það sé hollt fyrir alla að hafa þetta í huga næstu 2 mánuðina og leita innra með sér að sjálfsöryggi og jákvæðni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 10:42
Áhugaverð grein
Hér er mjög áhugaverð grein í Vefritinu. Hún er reyndar umfjöllun um stórmerkilega bók sem er að koma út í Bandaríkjunum og það eru þó í þetta skiptið upplýsingarnar úr bókinni sem eru svona merkilegar en ekki úrvinnsla greinarhöfundarins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 19:28
en óvenjulegt
![]() |
Einn á hjóli hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 00:17
fjárfestingin menning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2007 | 17:52
heppin
Já, ég er svo ótrúlega heppin að vera bara ekkert búin að tjá mig um klámráðstefnumálið á opinberum vettvangi svo núna get ég með góðri samvisku tjáð my ass off :)
Ég er alveg rosalega ánægð með að klámráðstefnan hafi ákveðið að flytja viðskipti sín annað en til Íslands.
Ég er alveg rosalega ánægð með bændasamtökin og stjórnar Hótels Sögu. Þeir neyðast reyndar líklega til að hætta að sýna klám á sjónvarpsrásunum sínum til að vera alveg trúverðug í þessu, og það er líka ágætis mál að mínu mati.
Ég er ánægð með að borgarstjórn Reykjavíkur hafi sent frá sér ályktun um það að harma þessa ráðstefnu og að það sé yfirlýst stefna borgarinnar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það hlýtur að þýða það að kokteilklúbbum og strippstöðum og öðrum ósóma verður vikið úr borginni tafarlaust.
Ég veit ekkert hvort ég er ánægð með Alþingi af því að ég veit bara að klámráðstefnan var rædd þar en veit svo sem ekkert hvað var sagt. Annars, jú, er ég amk ánægð með að það hafi ekki verið tekin ákvörðun um að vísa þáttakendum ráðstefnunnar frá landinu.
Það sem mér finnst um þetta mál almennt er eftirfarandi:
Það hafa allir rétt til að hafa skoðanir á málunum.
Það hafa allir rétt til að láta sínar skoðanir í ljós og það er mjög gott þegar fólk gerir það.
Það er gott að fólk tekur sig saman og myndar félög um skoðanir sínar og hagsmuni til að geta haft sem mest áhrif.
Það er gott þegar stjórnvöld hlusta á hagsmunahópa og taka rök þeirra til greina við stefnumótun.
Það er ekki nógu gott ef stjórnvöld fara að fylgja hagsmunahópum í blindni vegna ótta við atkvæðatap eða þess háttar. Stjórnvöldum ber að fylgja lögum landsins að öllu leyti og mega alls ekki gerast sek um stjórnarskrárbrot.
Það allra versta er ef stjórnvöld eru með tvískinnung í svona málum og fallast á kröfur hagsmunahópa um aðgerðir gagnvart einhverjum en taka svo ekki á öðrum algjörlega sambærilegum málum. Ef stjórnvöld setja sér þá stefnu að sporna við klámi og vændi þá er það bara ljómandi gott og gerir að mínu viti engum illt en mörgum gott. Og ef stefnunni er fylgt eftir þá er það gott mál en ef henni er aðeins flaggað þegar nauðsynlega á þarf að halda til að kaupa frið fyrir hagsmunafélögum þá væri betur heima setið en af stað farið.
og hana nú!
![]() |
Hætt við klámráðstefnu hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 01:38
tónleikar og uppistand
Ég var á lifi Álafoss tónleikunum áðan, keypti mér meira að segja bol svona til að styrkja framtakið. Finnst alltaf gaman þegar fólk gerir eitthvað í málunum.
Annars fannst mér nú tónleikarnir sjálfir eitthvað hálfslappir. Það voru sæti og þau voru frekar hörð og mér satt að segja hálf leiðist alltaf tónleikar þar sem maður þarf að sitja. Ég er búin að ákveða mig með það að finnast Sigurrós ekkert skemmtileg á svona fjölatriðatónleikum. Það vantar alveg þennan kraft sem er svo geggjaður á alvöru Sigurrósartónleikum þar sem risastórar græjur eru og allt í botni. En þetta var nú alveg ágætt samt. Besta atriðið fannst mér vera Steindór Andersen og Sigurður dýralæknir (sem sagði að Steindór þyrfti að hafa dýralækni með sér því hann væri svo mikil skepna :D ) sem fluttu rímur. Ég man eftir að hafa heyrt Steindór flytja rímur með röppurum, held það hafi verið XXX Rottweilerhundar, en ég held það væri hægt að gera mikið meira með því að blanda þær með tónlist. Vona að einhver eigi eftir að gera töff tilraunir með þetta form.
Svo var annað dáldið skemmtilegt og það var Dóri DNA sem flutti ágætis ræðu um að þótt Mosfellsbær væri á yfirborðinu orðinn svefnbær þar sem lítið væri annað en hringtorg og skyndibitastaðir, þá væri ennþá hjarta í bænum þar sem sköpunarþörfin fengi útrás og það væri einmitt í Álafosskvosinni og ef hún yrði eyðilögð þá væri bærinn orðinn jafn steindauður og hann lítur út fyrir að vera á yfirborðinu. Það er greinilegt að Dóri var undir áhrifum frá uppistandsgrínurum og það fékk mig til að hugsa um það að það væri nú alveg frábært ef þessir frábæru uppistandsgrínarar sem eru ansi margir hér á landi færu að segja eitthvað sem skiptir máli, myndu gerast dálítið pólitískir.
Það vantar oft alveg einhvern hressleika og húmor í samfélagsumræðuna, sem er örugglega aðalástæðan fyrir því að ungt fólk hefur takmarkaðan áhuga á samfélagsmálum, það er einfaldlega ekki verið að tala um hlutina á áhugaverðan hátt. Ég finn það alveg með sjálfa mig að ég dett í það að verða voðalega alvarleg þegar ég er að tala um pólitík og samfélagsmál, er ekki að spá í hlutunum út frá einhverju fyndnu sjónarhorni.
Ef ég fer einhverntíman í framboð þá ætla ég ekki að ráða mér kosningastjóra heldur ætla ég að ráða mér uppistandsgrínara sem segir nákvæmlega það sem ég segi, nema bara fyndið. Er það ekki gott plan?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 01:28
aller la France
Já áfram Frakkland!! Að minnsta kosti áfram frönsk menningarhátíð! Ég er alveg yfir mig ánægð með þessa hátíð því það er greinilega mikill metnaður í gangi, sérstaklega hvað varðar tónlistina.
Ég hef alltaf verið mjög svag fyrir franskri tónlist en hef samt aldrei farið neitt alveg á kaf í hana, heldur bara rétt krafsað í yfirborðið. Það gæti þó jafnvel farið að breytast. Sérstaklega ef ég finn meira á borð við Dionysos, sem ég bloggaði um einhverntíman í síðustu viku og er ennþá alveg jafn mikið að missa mig yfir :)
En áfram með franska vorið. Ég var að detta niður á dagskrána í heildina og þar sé ég að það er ekki nóg með að verið sé að bjóða upp á Dionysos heldur er Nouvelle Vague líka á leiðinni, og það er nú heldur betur stórfrétt þykir mér, því sú hljómsveit er hreinlega bara alveg svakalega góð. Endilega tékkið á myspacesíðunni þeirra
Svo er það náttla Air 1.júlí, en þá verð ég væntanlega stödd á Hróarskeldu að hefja upphitunina, svo ég verð ekki á neinum bömmer yfir að missa af þeim :)
Annars skellti ég mér á Rosenberg í kvöld og hlustaði þar á South River Band. Ég sá þá á menningarnótt í hitteðfyrra og er síðan þá búin að bíða spennt eftir tækifæri til að sjá & heyra meira og loksins kom að því. Þarna eru miklir snillingar á ferðinni og þeir spila allskonar þjóðlagatónlist. Hljóðfærin í bandinu eru harmonikka, fiðla, mandólín, kontrabassi og gítarar. Þetta er alveg svakalega hressandi tónlist og ég verð nú bara að fara að næla mér í disk með þeim. Kaupi kannski bara nýja diskinn sem þeir eru með í vinnslu, þegar hann kemur út. Þetta band er skilst mér einskonar saumaklúbbur meðlimanna og því ekki á hverjum degi sem það er í boði að detta inn á tónleika hjá þeim.
Jæja, ég held ég segi þetta nú gott í bili bara. Er að sjálfsögðu að fara á Lifi Álafoss tónleikana með Sigurrós og félögum á sunnudagskvöldið. Þar verður líka Benni Hemm Hemm og Bogomil Font & Flís að spila. Bogomil Font & Flís spiluðu nokkur lög á kosningafundinum góða hjá Framtíðarlandinu um daginn og ég verð að segja að ég hef sjaldnast heyrt jafn skemmtilega texta. Þeir voru alveg snilld. Ég hlakka mikið til að heyra meira í þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2007 | 23:38
Blóðdemantar
Sýnir okkur að það er hægt að koma fleiri skilaboðum á framfæri með Hollywoodkvikmyndastílnum heldur en bara að það sé enginn fallegur nema að vera ógeðslega mjór og enginn töff nema að vera ógeðslega ríkur.
Fellur í flestar klisjugildrurnar en er samt, eftir því sem ég best veit, að gefa okkur ansi raunsanna mynd af ástandinu í stríðshéröðum Afríku.
Veltir upp mörgum mjög áhugaverðum spurningum eins og t.d. hvor sé að gera verri hluti demantasmyglarinn, neytandinn sem kaupir demantana eða fjölmiðlarnir sem markaðssetja þá. Þetta er að mínu mati það sem virkilega vantar, almennt, í umræðuna hjá fjölmiðlum. Það að spyrja áleitinna spurninga, velta upp svarmöguleikum, en ekki endilega að birta eitt svar sem hið eina rétta.
Ég skil samt ekki af hverju Amnesty international er að setja peninga í auglýsingaherferð hér á landi varðandi þetta. Þ.e. að við neytendur eigum að spyrja skartgripasalann hvort demantarnir sem við erum að spá í að kaupa séu blóðdemantar. Það kemur amk fram í þessari mynd að stór hluti demantanna sem eru á markaðnum séu í raun blóðdemantar en það sé ákveðið ferli til staðar til að fá þá vottaða sem "góða" demanta. Mér fyndist nær að herferðin snéri að því að fá fólk til að skilja markaðsbrelluna á bak við demanta og spyrja sjálft sig hvort það sé tilbúið til að kaupa þessa vöru.
Ég mæli virkilega með þessari mynd, líka fyrir þá sem halda að þetta sé bara hollywooddrasl og enn ein vitleysan og rangfærslan um það sem er að gerast. Verandi sjúk í heimildarmyndir þá hef ég séð nokkrar sem fjalla um þessi málefni, þ.e. vopnasölu, barnahermenn, flóttafólk og þess háttar og í raun fer þessi mynd nákvæmlega þennan vandrataða milliveg milli þess að vera spennuafþreying og heimildardrama sem hún þarf að fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 20:03
Hvað er vandamálið?
Hlýtur ekki að vera hægt að fá upplýsingar um hver borgaði fyrir auglýsinguna??? Sá aðili hlýtur að vera ábyrgur fyrir auglýsingunni. Nema auðvitað að fjölmiðillinn sé ábyrgur fyrir að birta svona auglýsingu. Ég get ekki séð að það séu aðrir sem eigi að koma til greina með að sæta ábyrgð og ég get ekki séð að það sé eðlilegt að annar hvort þessara aðila sæti ekki ábyrð.
Bera ekki stjórnendur ábyrgð á fyrirtækjunum sem þeir stjórna? Maður hefur að minnsta kosti heyrt á það minnst þegar verið er að útskýra af hverju stjórnendur hafa hærri laun en aðrir starfsmenn fyrirtækis. Þannig að ef þetta fyrirtæki hefur borgað fyrir auglýsinguna þá er það ábyrgt fyrir henni (nema auðvitað að ákveðið væri að fjölmiðillinn beri ábyrgð á henni) og þar af leiðandi hlýtur æðsti stjórnandi fyrirtækisins að taka málið á sig.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 548
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar