Að skoða könnun

Ég verð að viðurkenna að ég skoða ekki kannanir. Sérstaklega ekki skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka. Það er nú sérlega auðvelt að sneiða fram hjá þeim í fjölmiðlum finnst mér því það lýsir af þeim óspenningurinn. Það hefur hreinlega aldri breyst neitt að ráði síðan í síðustu könnun, nú og ef það hefur eitthvað breyst þá liggur beinast við að spyrja hversu marktæk könnunin sé.

Ég hef ekki alltaf átt jafn auðvelt með að sniðganga túlkanir á skoðanakönnunum. Og það er nú líka bara aðeins skárra. Það er amk meiri fjölbreytni í þeim heldur en könnununum sjálfum. Það er eiginlega alveg sama hver er niðurstaðan úr skoðanakönnunum , það geta nánast allir séð eitthvað jákvætt út úr þeim fyrir sinn flokk. En núna síðustu vikurnar hef ég nú fengið mig alveg fullsadda af túlkunum og upphrópunum um skoðanakannanir. Og er farin að eiga alveg jafn auðvelt með að fletta yfir/klikka í burtu frá þeim líka :)

Ég hreinlega skil ekki hvers vegna er verið að eyða svona miklu púðri í þessar kannanir. Þetta kostar auðvitað haug af peningum en það er nú ekkert miðað við hvað það kostar í tíma hjá aumingja fólkinu sem er alltaf verið að hringja í og spyrja hvað það ætli að kjósa.

Og það leiðir nú einmitt hugan að öðru. Ég er stundum að vinna hjá Félagsvísindastofnun Háskólans, við að hringja í fólk sem hefur fengið sendar kannanir en er ekki búið að svara, og spyrja þau um hvort þau ætli nú ekki að taka þátt í könnuninni og svona. Þá fæ ég stundum svarið að viðkomandi sé nú bara orðinn svo hundleiður á öllum þessum spurningum og könnunum, það sé bara alltaf verið að hringja í hannog núna ætli hún bara ekki að taka þátt. Og þá kem ég að pælingunni með skoðanakannanir á fylgi flokkanna. Af því að við Íslendingar erum svona tiltölulega fá, þá hlýtur að vera oftar haft samband við hvern Íslending heldur en t.d. hvern Svía, í sambandi við allskonar kannanir og rannsóknir. Ættum við þá ekki að reyna að spara þetta aðeins og hemja það aðeins að hringja í fólk og spyrja hvað það ætli að kjósa til að gera þriðju fylgiskönnunina í þessari viku, sem ég get bara hreinlega engan veginn skilið að skipti nokkru máli. Eigum við ekki bara að spyrja um eitthvað sem skiptir máli í staðinn?

Væri ekki bara meira spennandi að fylgjast með fylginu aðeins sjaldnar?


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 407

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband