aller la France

Já áfram Frakkland!! Að minnsta kosti áfram frönsk menningarhátíð! Ég er alveg yfir mig ánægð með þessa hátíð því það er greinilega mikill metnaður í gangi, sérstaklega hvað varðar tónlistina.

Ég hef alltaf verið mjög svag fyrir franskri tónlist en hef samt aldrei farið neitt alveg á kaf í hana, heldur bara rétt krafsað í yfirborðið. Það gæti þó jafnvel farið að breytast. Sérstaklega ef ég finn meira á borð við Dionysos, sem ég bloggaði um einhverntíman í síðustu viku og er ennþá alveg jafn mikið að missa mig yfir :)

En áfram með franska vorið. Ég var að detta niður á dagskrána í heildina og þar sé ég að það er ekki nóg með að verið sé að bjóða upp á Dionysos heldur er Nouvelle Vague líka á leiðinni, og það er nú heldur betur stórfrétt þykir mér, því sú hljómsveit er hreinlega bara alveg svakalega góð. Endilega tékkið á myspacesíðunni þeirra

Svo er það náttla Air 1.júlí, en þá verð ég væntanlega stödd á Hróarskeldu að hefja upphitunina, svo ég verð ekki á neinum bömmer yfir að missa af þeim :)

 Annars skellti ég mér á Rosenberg í kvöld og hlustaði þar á South River Band. Ég sá þá á menningarnótt í hitteðfyrra og er síðan þá búin að bíða spennt eftir tækifæri til að sjá & heyra meira og loksins kom að því. Þarna eru miklir snillingar á ferðinni og þeir spila allskonar þjóðlagatónlist. Hljóðfærin í bandinu eru harmonikka, fiðla, mandólín, kontrabassi og gítarar. Þetta er alveg svakalega hressandi tónlist og ég verð nú bara að fara að næla mér í disk með þeim. Kaupi kannski bara nýja diskinn sem þeir eru með í vinnslu, þegar hann kemur út. Þetta band er skilst mér einskonar saumaklúbbur meðlimanna og því ekki á hverjum degi sem það er í boði að detta inn á tónleika hjá þeim. 

 Jæja, ég held ég segi þetta nú gott í bili bara. Er að sjálfsögðu að fara á Lifi Álafoss tónleikana með Sigurrós og félögum á sunnudagskvöldið. Þar verður líka Benni Hemm Hemm og Bogomil Font & Flís að spila. Bogomil Font & Flís spiluðu nokkur lög á kosningafundinum góða hjá Framtíðarlandinu um daginn og ég verð að segja að ég hef sjaldnast heyrt jafn skemmtilega texta. Þeir voru alveg snilld. Ég hlakka mikið til að heyra meira í þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Pardon, mon amíe.

<>Ertu nokkuð með á hreinu varðandi frönsku kvikmyndahátíðina, hvenær og hvar hún verður og hvað er í boði? Ég henti óvart blaðinu með dagskránni....

AK-72, 16.2.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

http://www.pourquoipas.is er síða hátíðarinnar og þar er hægt að skoða eftir flokkum.

Ég er ansi spennt fyrir kvikmyndahlutanum, þar eru amk tvær myndir sem voru sýndar á alþjóða kvikmyndahátíðinni í fyrra en ég komst ekki á, svo það er geggjað að fá annan sjens á þær. Það eru Paris je´taime og Reiðu systurnar (sem mig minnir amk að hafi verið í fyrra).

Fjalakötturinn er líka með dagskrá en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því að óathuguðu máli hversu spennandi þeirra dagskrá er.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 16.2.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband