ohhh...

ég verð að segja að ég er ótrúlega ánægð með þessa auglýsingaherferð hjá Múrbúðinni. Það er nú alveg ótrúlega langt síðan að einhver auglýsingaherferð hefur virkað á mig en ég verð að segja að þessi gerir það algjörlega.

Mér finnst líka bara svo töff að fatta það að þó allir aðrir séu að beita brögðum þá þarf þessi aðili ekki að "neyðast" til að gera það sama. Mér finnst það nefninlega svo oft vera viðkvæðið ef maður spyr einhvern aðila af hverju hann stundi vafasama viðskiptahætti, að hann bara neyðist til að gera það því allir hinir gera það og svona sé bara samkeppnin. Það gerðist t.d. í byrjun mars þegar ég spurði á Kaffi París hvers vegna þar hefði verið á kaffinu hækkað í stað þess að lækka, þá fékk ég svarið að það væri vegna þess að enginn annar hefði lækkað, svo þegar ég sagði frá því að amk 3 kaffihús sem ég sæki hafi lækkað þá var svarið bara, nú er það já, og ekki hefur orðið lækkun ennþá hjá Kaffi París. Enda hef ég ákveðið að boycotta staðinn, líka vegna þess að ég komst að því á svipuðum tíma að hann er í eigu sömu aðila og Óðal, og það er nú ekki fyrirtæki sem ég er hrifin af að eiga viðskipti við.

Það er líka megatöff að það komi svo í fréttunum að þessi kvittun hafi fundist. Loksins kom frétt sem mér finnst skipta einhverju máli. Æji, eða þannig. mér finnst alveg ótrúlega lítið af spennandi fréttum í fréttum þessa dagana og það veitir heldur ekki af að halda uppi einhverri neytendaumræðu hérna :)

mæli með að fólk tékki á múskóvefnum - www.musko.is


mbl.is Kvittun fyrir málningarkaupum kom í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

sammála, litli maðurinn að láta til sín taka

Sylvía , 29.3.2007 kl. 20:17

2 identicon

Byko bauð þvingur á TILBOÐI kr.3900,00 þegar samategund og stærð af þvingum fengust hjá Brynju Laugavegi á kr.900,00 og voru ekki á tilboði.????

la (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:39

3 identicon

Já, það er ekki hægt að segja annað en að þeir séu hressir. "vinsamlega ekki senda okkur tölvupóst, það er eitthvað svo yesterday"

Addi (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband