Einföld lausn á málinu

Það er einföld lausn á þessu máli. Cintamani þarf bara að redda vottun um að allt sé í góðu lagi og þá verða allir hressir. Það er eðlileg krafa neytenda að söluaðili/framleiðandi eigi að færa sannanir fyrir sínu máli og á engan hátt ósanngjörn.

En þetta fer auðvitað eftir því hvort við neytendur treystum okkur til að hemja okkur í neyslunni og bíða eftir því að ásættanleg vara bjóðist. Hvort við teljum vera meira virði fyrir okkur að eiga flotta úlpu eða aðrar vörur til að sýnast fyrir umheiminum en að styðja velferð manna og dýra í heiminum. Þetta er eitthvað sem hver verður að ákveða fyrir sig en það er ágætt að fólk geri sér grein fyrir því hvert þeirra val er en reyni ekki að réttlæta neysluna fyrir sjálfum sér og öðrum með einhverjum útúrsnúningum.

Skora á fólk að koma hreint fram og segja annað hvort "mér er skítsama um réttindi fólks og dýra á meðan ég fæ það sem ég vil" eða "ég er til í að hemja mig í neyslunni til að leggja mitt af mörkum til velferðar fólks og dýra í heiminum" Það eru í raun aðeins þessi tvö svör við spurningunni um neyslu.

Mæli með að kíkja á stuttmyndina Story of stuff sem er hægt að sjá á www.storyofstuff.com


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir fréttir, er s.s. til vottun þarna fyrir austan?

Símon (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ef ekki, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því og þ.a.l. ekki óhætt fyrir Cintamani að fullyrða neitt um aðbúnað "sinna" dýra.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 13:15

3 identicon

Það er engin vottun að fá og þess vegna er þessi laus ekki raunhæf. Ástæðan fyrir því er m.a. að Kína er langt á eftir okkur í þróuninni. Samkeppnisaðilar Cintamani versla við Kína svo annað hvort verslar Cintamani við Kína eða væntanlega lokar.

Við getum sniðgengið Kínverskar vörur en það er allt annar handleggur og á ekkert að þurfa taka eitt fyrirtæki eða eina vöru út og krefja um eitthvað sem gengur ekki yfir alla.

Símon (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:00

4 identicon

einföld leið væri að gera eins og þetta fyrirtæki, kaupa bara EKKI feldi af loðdýrabúum

http://canada-goose.com/54p_environmental_policy.htm

Jóhannes Bjarnason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:06

5 identicon

Það sem manni finnst einkennilegt er að þessi vara er framleidd í Kína fyrir afar lítinn kostnað en seld hér sem hágæðavara með framlegð sem hleypur á mörg hundruð prósentum sama leikinn leikur 66°N.  Með réttu ætti fólk ekki að versla við þessi tvö fyrirtæki á meðan þau haga sér á þennan hátt.  Það verður samt líklega löng bið að íslendingar verði virkir neytendur og láti ekki bjóða sér hvað sem er.

Mummi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:09

6 identicon

Hvað er að ykkur?

Tekur svona stórt og viðurkennt fyrirtæki "sjens" á að láta hanka sig ?Ekki held ég það.

Hvað með 66north ,Northern Ice ,Columbo og t.d. Cabela´s og auðvitað öll hin ,hvað sem þau heita .

Þetta er bara eina dellan enn !

Kristín (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ok, svo ég einfaldi þessa umræðu á þann hátt sem ég lagði til áðan að fólk svaraði á hreinskilinn og einfaldan hátt.

Símon = "mér er skítsama um réttindi fólks og dýra á meðan ég fæ það sem ég vil"

Jóhannes Bjarnason = "ég er til í að hemja mig í neyslunni til að leggja mitt af mörkum til velferðar fólks og dýra í heiminum"

Mummi: "ég er til í að hemja mig í neyslunni til að leggja mitt af mörkum til velferðar fólks og dýra í heiminum"

Kristín = "mér er skítsama um réttindi fólks og dýra á meðan ég fæ það sem ég vil"

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:23

8 identicon

heil og sæl. ég hef kynnt mér undanfarin ár dýraverndun og réttindi dýra og hafa Kínverjar vinninginn þegar kemur að slæmri meðferð dýra og skorti á reglugerðum varðandi meðferð dýra, slátrun og eftirvinnslu, t.d. er mjög algengt þar í landi að flá dýr án þess að slátra þeim fyrst og versla með lifandi dýr/búfénað á mörkuðum eins og margir íslendingar hafa án efa verið vitni af í heimsóknum sínum til Kína. Kínverjar eru einn stærsti framleiðandi loðskinna og leðurs í heiminum, Indland er þar í hópi líka, og framleiða Kínverjar fyrir margra fræga tískuhönnuði s.s. Burberry svo dæmi sé nefnt. Margir frægir hönnuðir hafa snúið baki við alvöru skinnum og loðskinnum og nota nú gervifeldi í sinni framleiðslu, sala þessara hönnuða hefur ALLS EKKI hrunið eða minnkað að nokkru viti. Dæmi um þessa "dýravænu" hönnuði eru: Donna Karan, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger og Calvin Klein.

Nú segi ég: Ef þessi frægu og moldríku hönnunarfyrirtæki geta sleppt alvöru skinnum hvers vegna ætti Cintamani ekki að geta það líka? Það er til skammar að reyna að halda því fram að farið sé eftir kínverskum lögum og reglum varðandi þessi mál og reyna að hvítþvo ímynd sína þannig þegar ENGAR reglugerðir eru í Kína varðandi réttindi dýra og almennilega meðferð dýra.

Sem íslendingur og manneskja í þessum heimi skora ég hér með á Cintamani, ZoOn, 66 Norður og fleiri sem versla við Kínverja að skipta yfir í gerfiskinn og sýna þar með að þeir séu fyrirmyndar-fyrirtæki sem setur gróðamarkmið ekki í 1. 2. og 3. sæti.

Með vinsemd og virðingu, Ingunn Þráinsdóttir, ingvar.ingunn@simnet.is

ingunn þráinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:53

9 identicon

Þetta er náttúrulega mjög málefnalegt blogg hjá þér. Afhveju sagðiru ekki bara jú víst!

Ég kann frekar illa við það að mér séu gefnar upp skoðanir. Ekki það að það sé mitt hlutverk að fræða þig þá skal ég segja þér afhverju mér finnst þessi umræða fáránleg og spáðu í því afhverju ég ætti nú að vera taka upp hanskann fyrir vonda kínverjann frekar en mállausan hvolp.

Það að það sé tekið út eitt fyrirtæki eða ein vara sem er framleidd í harðstjóra 3ja heims ríki og henni stillt upp við vegg og skotin án málefnalegra umræðu er út í hött.

Dýraverndunarsinnar hafa alltaf átt auðvelt með að fá veikar fáfróðar sálir sem vantar tilgang í líf sitt til að taka upp hanskann fyrir bambi og leggja peninga í peta corporation á sama tíma og almennur vestrænn lifnaðarháttur gengur allur út á að arðræna og nota 3ja heiminn. En hey við notum sko ekki loðfeldi og sofum þessvegna vel á nóttunni. Þetta er algerlega veruleikafirrt. Kína er langt á eftir okkur í þróunninni en eru samt á réttri leið og þurfa að vinna sig upp. Svo er nú eitt þó þeir eigi nú að vera á eftir okkur þá eru þeir allavegana ekki í stríði út um allan slátrandi fólki eins og mörg vestræn ríki eru. Ættum við kannski að hætta að kaupa Ford afþví að USA notar klasasprengjur og virðir ekki alþjóða lög?? Hvar ætlar samviskan þín að draga mörkin?

Ingunn: Þangað til að einhver kemur með halbæra sönnun kemur fram á að Cintamani verslar við kvalara þá njóta þeir vafans að sjálfsögðu, annað er rugl. Ég þarf meira en álit dýralæknis í breiðholtinu. Þú hjólmar fyrir mér eins og þú sért frekar alfarið á móti notkun loðskinna og leðurs og það er akkúrat þangað sem þessi umræða dregst inn í og hún er önnur. það er ekkert verr farið með þau dýr en kjúkklinga, svín, nautið í sveitinni. Svo nema þú ætlir að útiloka allt það úr þínu lífa þá kallast það að vera hræsnari. Það skiptir dýrið engu máli hvort þess tilgangur sé í að fara í að halda okkur hlýju eða ofan í okkur, við getum verið án beggja. Það eru svartir sauðir alls staðar og það eru margar reglugerðir sem vantar í Kína, ég myndi vilja að þeir byrjuðu að klára þær sem snúa að fólki. Ég hef líka kynnt mér meðferð á dýrum í Kína og ég get sagt þér að það er ekki "mjög algengt" að dýrum sé slátrað án þess að vera lóað fyrst og það fer minnkandi. Ef þú ert með eitthvað að viti sem styður þessa fullyrðingu þá skora ég á þig að setja það fram. Þín færsla er að mínu mati óhlutdrægur dýraverndunarsinna áróður úr laumsátri og þessvegna fyrirgefur þú að ég get ekki tekið mark á fullyrðingum sem eru þar.

Núorðið er allt framleitt í Kína, faðir minn keypti gröfu fyrir 2 árum sem er kínverst, öll verkfæri, leikföng, föt, fjármagn! nánast allur okkar lifnaðarháttur og góðæri undanfarinna ára byggist á því að fá ódýrt frá Kína enda viljum við ekki hafa þessi job hér. Það er ástæðan fyrir því að ég get ómögulega tekið Cintamani út og það ER ástæða fyrir því að mér finnst þessi umræða fáránleg.

Ef þú hefði sagt hættum að versla við Kína alfarið og hemjum okkur í neyslunni þá væri það allt annað mál og vel umræðuhæft.

Símon (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 06:01

10 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Takk fyrir spjallið Símon. Ég hef engu við mitt fyrra komment að bæta. Hafðu það gott.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband