Færsluflokkur: Bloggar

fátækt eða siðleysi?

Ég er ein af þeim sem hafa verið tvístígandi í skoðun minni á Icesave en í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað síðustu vikurnar hef ég náð að sjá í gegnum orðhengilshátt stjórnarandstöðunnar og áttað mig á því um hvað málið raunverulega snýst.

Ég get ekki betur séð en að valkostirnir séu tveir:
Ríkisstjórnin mælist til þess að við tökum afleiðingum gjörða okkar og göngumst því því að borga skuldir óreiðumannanna.

Stjórnarandstaðan vill standa fast í lappirnar og nota eitthvað sem mér virðist vera samblanda af pólitískri leið og lögfræðilegri leið (eins og þetta er greinilega oft orðað, sérstaklega hjá Bjarna Ben.)

Pólitíska leiðin virðist mér vera sú að reyna að kreista fram tár og horfa svo stórum barnalegum augum á fullorðnu þjóðirnar í kringum okkur og segja bara að þær geti nú ekki gert okkur það að láta okkur borga þetta af því að við erum bara allt of lítil til að borga svona stóran pening.

Lögfræðilega leiðin er sú að segja bara haltu kjafti ég borga ekki rassgat "so sue me" og fara fram á það að fullorðnu þjóðirnar höfði mál gegn okkur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er ekki alveg jafn barnalegt og pólitíska leiðin, meira svona unglingaveikin.

Ég hef sem sagt val um að vera siðlaus og reyna að skjóta mér undan minni eigin ábyrgð* og reyna að hafa eins mikið fé út úr útlendingum og ég mögulega get eða ég get valið að segja ókei, andskotans drasl að lenda í þessu, best að reyna að fá sem skárst kjör á því að borga þetta drasl og bíta svo á jaxlinn.

Ég get sem sagt valið um að vera fátæk eða siðlaus. Persónulega þarf ég ekki að hugsa mig um tvisvar, ég kýs fátæktina á hverjum degi fram yfir siðleysið, En þetta er eitthvað sem hver þarf að gera upp við sig.

Ég er ánægð með Ögmund og félaga hjá VG sem leggja mikið á sig til að gera þetta helvíti aðeins skárra en það er. Guðmundur Steingrímsson kom nokkuð hreint fram í viðtali í morgunþætti Rásar 2 hérna áðan þegar hann talaði um hversu mikilvægt væri að setja fyrirvara við ríkisábyrgð en þegar hann var svo spurður að því hvort hann myndi þá greiða atkvæði með málinu á Alþingi sagðist hann ekki myndu gera það. Ekki skil ég hvers vegna hann er þá að leggja alla þessa vinnu í málið ef hann ætlar svo bara að kjósa gegn því. Þetta styður þá skoðun mína að stjórnarandstaðan hafi hreint engar lausnir á málinu og ef þau komast til valda eiga þau væntanlega eftir að fokka þessu jafn hryllilega upp og þau hafa fokkað öllu öðru upp hér á landi.

Ég veit ekki betur en að Bjarni Ben hafi sjálfur verið aðalflutningsmaður tillögu til Alþingis í desember sem fól ríkisstjórninni að ljúka samningum um málið með þeim orðum að „ekki væri annarra kosta völ“. Þá þegar hafði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins samið við Hollendinga um 6,7% vexti, 10 ára lánstíma og að afborganir hæfust strax. Nýi samningurinn ber hinsvegar aðeins 5,5% vexti er til 15 ára og er afborgunarlaus í 7 ár auk þess sem það má greiða hann upp hvenær sem er ef betra lán býðst Íslendingum. (www.hehau.blog.is). Það er ljóst að upphæðin af 6.7% vöxtum með 10 ára lánstíma er lægri en upphæðin af 5,5% vöxtum til 15 ára, en spurningin er hvort það væri raunhæft að ætla að greiða þetta niður á næstu 10 árum og ef það gengi ekki upp, hverjir væru þá dráttarvextirnir???

* Af hverju ber ég ábyrgð: já ég hefði örugglega getað verið virkari í pólitíkinni og reynt að hafa meiri áhrif á það fólk í kringum mig sem ég vissi að væri að kjósa þessa hægri spillingar vitleysu. Ég hlýt sem Íslendingur að bera sameiginlega ábyrgð á mínu samfélagi, ég hef amk notið þeirra sameiginlegu gæða sem það veitir mér.


mbl.is Andstaða líka í Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um æsifréttamennsku

Ég hlustaði á fréttir útvarpsins klukkan 18 í dag. Þar var þessi frétt og talað var við veðurfræðing sem var m.a. spurður að því hvort hætta væri á að þetta héldi áfram í kvöld en sá sagði litla hættu á því vegna þess að það sem þessu veldur er þegar sólin er að hita kalt landið. Í lok fréttatímans var svo yfirlit yfir helstu fréttir og þar tók fréttamaður fram að hætta væri á að þetta héldi áfram í kvöld. Hann var s.s. ekkert að taka mark á því sem veðurfræðingurinn sagði heldur hélt frekar fram rangindum sem vissulega hljómuðu meira dramatískt en sannleikurinn.
mbl.is Þrumur og eldingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólarnir eru vel undirbúnir

Enda hefur FLokkurinn raðað þar inn mönnum í áratugi. Það fer líklega að koma að mómentinu þar sem sannast að það margborgaði sig fyrir þá að vera ekkert að hlusta á eitthvað tuð um að á tengdur og hæfur sé ekki það sama og væl um að vel hæfur og skyldur sé heldur ekki það sama.
mbl.is Verða dómstólar reiðubúnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samband við kjósendur

Ég stóð í því snemma í vor að þurfa nokkrum sinnum að ná tali af ýmsum þingmönnum og ég varð ánægjulega hissa að komast að því að flestir hringdu þeir til baka eftir að hafa ekki svarað símtali frá mér. Ég hafði í fávísi minni haldið að þeir væru kannski með 25 ósvöruð símtöl eftir daginn og nenntu þá bara ekkert að standa í því að hringja til baka í alla.

Ég verð þó að vera sammála því að símreikningur upp á yfir 40.000kr á mánuði er dáldið há tala en ég held þó að margir séu með svipað háan eða hærri reikning, t.d. í atvinnulífinu. Auðvitað ættu þingmenn að hugsa aðeins meir um símakostnaðinn amk í kreppunni.


mbl.is Töluðu í síma fyrir 24,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um mannaflsfrekar vegaframkvæmdir

Ég var á fyrirlestri um síðustu helgi þar sem kom fram að brúarsmíð er mannaflsfrekasta vegavinnuframkvæmdin en næst á eftir kemur jarðgangnagerð. Í þriðja sæti er svo vegagerð í þéttbýli en í fjórða og síðasta sæti kom vegagerð í dreifbýli.

Skemmtilegur fróðleiksmoli í boði Sóleyjar ;)


mbl.is Fyrsta stórmalbikun sumarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og blaut tuska í andlit fleiri en sveitarfélaganna

Þetta eru auðvitað hræðilegar fréttir fyrir alla sem eru með lán í erlendri mynt. Ég myndi segja að málið væri jafnvel alvarlegra fyrir heimilin sem höfðu mun minni forsendur til að búa að nægilegri hagfræðiþekkingu og vera vakandi yfir viðvörunum seðlabankans heldur en sveitarfélög, ég meina, það mætti nú alveg ætla að það væri eðlilegt að þau fengju einhverja faglega ráðgjöf.

Ég held að lykilatriðið í þessu með sveitarfélögin snúi einmitt að faglegum vinnubrögðum. Þegar öllu hefur nú verið á botninn hvolft hér á Íslandi þá hefur komið í ljós að á fæstum stöðum er eitthvað sem kalla má fagleg vinnubrögð. Langflestar ákvarðanir virðast hafa verið teknar af einhverjum köllum sem bara gerðu það sem þeir héldu að væri málið. Þetta atriði held ég að sé rétt að stjórnvöld skoði mjög vel og jafnvel sé sett upp einhver ráðgjafastofa fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir um eitthvað meira en fjármál heimilanna t.d. sveitarfélög og jafnvel fyrirtæki.

Ég held semsagt ekki að ráð Seðlabankans hafi endilega verið dissuð heldur bara að fólkið sem tók ákvarðanir um fjármálin hafi ekki haft til þess þekkingu, hvorki á heimilum eða annarsstaðar í kerfinu.


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var Ísland líka minnst spillta land í heimi

Ég man ekki betur en svipuð frétt hafi birst fyrir örfáum árum um að Ísland væri minnst spillta land í heimi. Ef ég væri í prófi í aðferðafræði myndi ég segja að það væri eitthvað athugavert við réttmæti þessara mælinga :D
mbl.is Íslenskir fjölmiðlar njóta mest frelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ertu að segja?

Ég þyki bara nokkuð vel læs, en ég get engan vegin skilið um hvað þessi frétt fjallar. Ætti ekki blaðamaðurinn að segja mér eitthvað meira til þess að teljast vera að vinna vinnuna sína? Hvað eru endurtryggingar? Hvaða áhrif hefur þessi tilskipun?? Hvaða áhrif hefur þetta á mig og annað fólk???
mbl.is ESA höfðar mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar?

Ég hélt að það væri helsta stefna Borgarahreyfingarinnar að hrista upp í málum á Alþingi, gera skurk í siðferðismálum á þingi og þess háttar.

Í því ljósi er mjög undarlegt að heyra Þráinn tala um að byrja á því að fylgja hefðum og siðum í sambandi við slíkt siðferðismál sem það er að þiggja tvöföld laun af skattgreiðendum.


mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin þörf fyrir styrki í ár

Ég held að það sé ágætt að stjórnmálaflokkarnir bara sleppi þessu auglýsingabruðli sem og öðrum heilaþvotti og hræðsluáróðri þetta árið og láti kjósendur hreinlega bara sjálfa um að meta það hvað þeir vilji kjósa. Nú er ágætist tími til þessa því sjaldan hefur pólitískur áhugi verið meiri síðustu áratugina en akkúrat núna og svo er nú líka svo heppilega stutt frá síðustu kosningum að það er auðvelt að minnast kosningaloforðana frá því þá og meta svo hvað hefur gerst.

Eitt loforðanna hefur nú verið rifjað dáldið mikið upp núna síðustu vikur en það var frá Sjöllunum og var eitthvað á þessa leið: Traust efnahagsstjórn er stærsta velferðarmálið. Það er bara ekki hægt að hugsa um þessar auglýsingar þeirra án þess að glotta út í annað ;)


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband