Á að endurtaka 2003 og 2007 stemmninguna?

Einhver hluti af vandmálinu sem við erum að glíma við í dag rekur rætur sínar til þess að í kosningabaráttunni til síðstu tveggja alþingiskosninga fóru flokkarnir gjörsamlega overboard í kosningaloforðum. Þegar eðlileg stjórnsýsla hefði verið að draga úr ríkisútgjöldum og hækka skatta (vegna þenslunnar) fóru flokkarnir í kapphlaup um að kaupa sér atkvæði auðginntra kjósenda.

Ég sé því miður ekki að annað sé uppi á teningnum núna :(


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Já, gaman að því að ég man ekki betur en að Samfylkingin hafi einmitt lofað stærsta skattalækkunarpakkanum fyrir kosningarnar 2003. Hvar værum við þá í dag?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.4.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Já akkúrat. Það virðist eins og enginn hafi treyst sér til að stíga út úr hringdansinum og því miður virðist það ekki einu sinni ætla að takast núna.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 5.4.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Skaz

Ég held að flokkarnir séu bara ekki að átta sig á því að fólk er hætt að taka við loforðum þeirra með öllu. Fólk er farið að sjá ósóman koma fram á yfirborðið um hvernig allir flokkar á þingi og þingmenn þeirra lifðu á ríkinu á meðan vel gekk og beindu fjármunum til vina og ættingja ásamt því að styðja við góðgerðarmenn flokkanna. En á meðan var skorið niður á öllum öðrum vígstöðvum, félagsmál, heilbrigðismál og fleira slíkt var látið spara í góðærinu. Til hvers? Jú svo að hægt væri að lækka skatta þeirra sem hve best höfðu það og voru ekki að upplifa neinn skort fyrir skattalækkanir.

Ég held að fólk þurfi að íhuga vel hvort að við viljum halda áfram í kerfi sem leyfir svona spillingu, hvað þá flokkana sem tóku viljugir þátt í henni.

Skaz, 5.4.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég er sammála því að fólk er farið að sjá í gegnum spillingarósómann. En mér sýnist því miður ekki að eftirspurn eftir kosningaloforðum sé neitt að minnka, og jafnvel frekar að aukast.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 5.4.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að aðhald almennings með flokkunum sé meira nú en var þá. Því tel ég að betur verði fylgst með að flokkarnir uppfylli stefnumál sín og standi við gefin loforð.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband