23.3.2009 | 10:09
Stórsteik
Þessi nefnd er svo steikt að það er alveg fáránlegt að fylgjast með. Það væri auðvitað bara gaman og fyndið að velta sér upp úr hálfvitaganginum ef maður væri ekki sjálfur að borga þeim laun þessum vitleysingum. Og svo er þetta að sjálfsögðu ekkert fyndið fyrir þá sem lenda í því að hafa smekk sem stangast á við nefndina.
Það virðist oft sem helsta markmið nefndarinnar sé að koma í veg fyrir að foreldrar stórskaði börnin sín með nafngiftum á borð við Skallagrím. Ég bara spyr: Ef fólki er ekki treystandi til að gefa börnum sínum nafn, hvernig í ósköpunum er þá hægt að reikna með því að það geti alið þau upp án þess að valda þeim skaða á öðrum sviðum?? Ég held það væri nær að sameina þessa nefnd barnaverndarnefnd.
Þetta virðist amk réttlætanleg pæling miðað við hvað nefndin notar oft þau rök að nafnið geti verið særandi fyrir barnið.
Ég get þó upplýst það að ég þekki manninn sem sótti um að fá að heita þessu nafni og hann er að nálgast fertugt og ólíklegt að hann muni bera einhvern sálarskaða af því að hafa kosið sér þetta nafn.
Annars held ég að nefndin eigi uppruna sinn hreintungustefnunni að þakka, þótt það virðist vera snarminnkandi þáttur í rökstuðningi nefndarinnar.
Það virðist oft sem helsta markmið nefndarinnar sé að koma í veg fyrir að foreldrar stórskaði börnin sín með nafngiftum á borð við Skallagrím. Ég bara spyr: Ef fólki er ekki treystandi til að gefa börnum sínum nafn, hvernig í ósköpunum er þá hægt að reikna með því að það geti alið þau upp án þess að valda þeim skaða á öðrum sviðum?? Ég held það væri nær að sameina þessa nefnd barnaverndarnefnd.
Þetta virðist amk réttlætanleg pæling miðað við hvað nefndin notar oft þau rök að nafnið geti verið særandi fyrir barnið.
Ég get þó upplýst það að ég þekki manninn sem sótti um að fá að heita þessu nafni og hann er að nálgast fertugt og ólíklegt að hann muni bera einhvern sálarskaða af því að hafa kosið sér þetta nafn.
Annars held ég að nefndin eigi uppruna sinn hreintungustefnunni að þakka, þótt það virðist vera snarminnkandi þáttur í rökstuðningi nefndarinnar.
Mannanafnanefnd klofnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísland er land fáránleikans. Það upplifum við á hverjum degi.
Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 02:57
Sæl og blessuð. Ég var bara að koma heim og sá að þú baðst mig um svar, vil gefa þér það strax svo ég gleymi því ekki, mér finnst stefna sjálfstfl. ekki vera stefna ójafnaðar, ég er sjálf öryrki og ekki fædd inn í annað ein heilbrigða og góða fjölskyldu og hef jöfn tækifæri og aðrir. vona að þú sért sátt. kveðja Ásdís
Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.