Um ábyrgð

Mér finnst Jóhanna bera þá ábyrgð helsta að ákveða það sjálf hvort hún er tilbúin til að taka starfið að sér eða ekki.

Mér hefur alltaf fundist það hálf fáránlegt að það sé sama manneskjan sem gegnir mörgum mikilvægum störfum, ég held að flestir eigi hreinlega fullt í fangi með eitt starf, sérstaklega starf á borð við forsætisráðherrastöðu. Ég er alfarið á móti því að ráðherrar séu þingmenn líka og að stjórnmálafólk almennt sé að taka of mikið að sér í einu.

Ég er viss um að þjóðfélaginu okkar myndi farnast betur ef við værum betri í því að skipta verkum svo allir geti sinnt sínu starfi eins vel og mögulegt er, í stað þess að færri einstaklingar séu í mörgum stöðum, nefndum og fleiru, jafnvel í fyrirtækjarekstri um leið.

Þetta er bara algjör vitleysa og hana nú!


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála in principle, en held að það þurfi að afgreiða nokkur atriði áður en við komumst á þennan stað (t.d. þrískipting valds, sjálfstæðar og virkar eftirlitsstofnanir og annan lýðræðis öryggisútbúnað).

Á meðan við kjósum flokka en ekki einstaklinga, þá er eðlilegt að formaður flokksins sé sá sem flokkinn leiðir og sé jafnframt í lykilstöðu ef flokkurinn skildi ná völdum. Að mínu mati kostaði þessi ruglingur Samfylkinguna meirihlutakosningu árið 2003. Það verður athyglisvert að sjá hvort SF reyni að vera pólitískt klár aftur eða hvort þau séu tilbúin til að leiða. 

-Addi

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt og vonandi ber okkur gæfa til að fara breyta hlutum og fyrirkomulagi strax í vor.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband