21.1.2009 | 12:58
Föllum ekki fyrir þessu
Það má alls ekki gerast að ríkisóstjórnin komist upp með að ætla að svæfa okkur með einni svona setningu.
Stjórnin þarf að segja af sér núna og alþingi myndar þjóðstjórn sem situr fram að kosningum!!!!
Allir helstu ráðherrar verða að víkja frá ekki seinna en í dag!!!!
Stjórn seðlabankans þarf að víkja í dag!!!!
Stjórn Fjármálaeftirlitsins þarf að víkja í dag!!!
Þá getum við farið að tala saman í rólegheitunum
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver á að stjórna ef allir víkja í dag?
Aðra eins vitleysu hef ég ekki heyrt...
Hugmynd (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:12
Herra Hugmynd - Þú hefur ekki hugmynd - og myndir líklega ekki getað fattað hana þótt hún sparkaði í klofið á þér :p
Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.1.2009 kl. 13:15
Hvað gefur þér að ég sé herra ?
Er það svona sem þú ræðir hlutina ? Með ofbeldi..
Hugmynd (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:27
Maður gefur sér bara stundum hluti ;) Ég vissi auðvitað ekki að þú værir svona viðkvæm sál, biðst afsökunar á því ef ég hef hrætt þig en það sem ég átti við er að ég hefði þig grunaðan um að vera ekkert sérstaklega víðsýn manneskja. Ég held að allir sem lesi geri sér grein fyrir því að það mat er ekki byggt á lengri viðkynningu en síðustu tveim kommentum frá þér.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.1.2009 kl. 13:31
Svo er líka spurningin um hvort sé að marka orð hans, hann hefur nú kallað "úlfur, úlfur" áður, og trúi ég ekki neinu sem hann segir fyrr ræst hefur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.1.2009 kl. 13:47
Af hverju eru svona margir fastir í vitleysunni um kosningar í vor? Þú ert það ekki sé ég. Ég vil þjóðstjórn með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki á Alþingi og jafnmarga úr þjóðlífinu til mótvægis við stjórnmálamennina. Og ef við hefðum forseta sem hugsaði um eitthvað annað en partý, þá ætti hann að vera í forsvari fyrir stjórnina... En það er því miður ekki svo. Í staðinn vil ég að forseti hæstaréttar verði þessi maður.
Hallgrímur Egilsson, 21.1.2009 kl. 14:33
Ég er alveg til í að kjósa í vor, þá er líklegast að ég kjósi afl á borð við þetta:
http://lydveldisbyltingin.is
Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.1.2009 kl. 14:38
Ég er ekki til í að kjósa Lýðveltisbyltinguna eins og staðan er í dag. Ég vil fá að sjá eitthvað meira og eitthvað aðeins skárra en þessi yfirlýsing er.
Hallgrímur Egilsson, 21.1.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.