18.1.2009 | 11:04
Er ofbeldi kannski nauðsyn?
Maður spyr sig þegar svona fréttir koma. Við erum búin að mótmæla hérna friðsamlega í marga mánuði og höfum ekki haft neitt upp úr krafsinu. Munum við aðeins frá breytingar ef við beitum ofbeldi, eða ætli það myndi ekki heldur duga til hér á landi? Hvar í fjandanum er forsetadruslan okkar? Sá lettneski stendur amk með sínu fólki!
Þjóðin fái vald til að knýja fram þingrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður er það sennilegt.
Hvar sem veruleikafirringin hefur orðið svona mikil hjá starfsmönnum almennings (stjórnmálamönnum) eins og á Íslandi hefur ekki virkað að fara með friði.
Þeim finnst Þetta bara dónaskapur gagnvart sér og fara hvergi.
Stóra hættan er að ef reiðin fær að grassera of lengi verður hætta á alvöru byltingu. Betra að bregðast við fyrr með alvöru stórtækum breytingum.
ari (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:11
Ég myndi hallast að þriðja kostinum. Að fólk komi saman undir nýjum merkjum, þar sem fyrir liggur mjög skýr stefna í grófum dráttum um hvernig framtíð fólk vill sjá.
Rökræður um vinstri eða hægri, velferð eða markaðskapítalisma o.s.frv. eru rökræður 20. aldarinnar og þeir sem reyna að ramma alla umræðu og þjóðfélagið ennþá á þennan veg eru ekki hæfir til að leysa vandamál dagsins í dag.
Við þurfum að losa okkur úr þeim hugsunarhætti sem leiðir til þess að fólki sem leiðir andstæða póla er treyst fyrir því að reka þjóðfélagið.
Þegar allt kemur til alls, þá eru flestir sammála um ákveðna grunnþætti ríkisrekstrar. Það verða alltaf jaðarhópar sem hafa aðra skoðun t.d. að heilsugæsla ætti að vera sjálfbær. Vandamálið er að þegar miklu púðri er eytt í að rökræða við jaðarhópana, þá líða grunnþættirnir fyrir það.
Ágætt dæmi um þetta er hvernig fjölmiðlar nálgast málin. Þeir sjá sig sem riddara hlutleysis og þegar þeir fjalla um málefni þá reyna þeir að finna tvo fleti á málinu (a og b) og kynna þá, og oft á þann veginn að um tvær jafnháa fleti er að ræða. Gildir þá einu að 10% fólks er fylgjandi b) og 30% er fylgjandi a). Gangi hinum 60% vel að gera upp hug sinn.
Fyrsta skrefið er að afnema kosningu flokka á alþingi (t.d. með þessum hætti http://egill.blog.is/blog/egill/entry/765418/ )
Sem dæmi um fáránleika flokkskosninga umfram einstaklingskosninga langar mig bara að nefna það að í dag kaus 0,13 prósent þjóðarinnar Sigmund Davíð inn á þing (þegar allt kemur til alls) á meðan hver þingmaður ætti að hafa vel yfir 1 prósent á bakvið sig.
Einstein sagði: "The definition of insanity is doing the same thing over and over again and expecting different results.". Kippum þessu kosningakerfi í liðinn.
Arnþór Snær Sævarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:35
Sæll Addi, ég er reyndar alveg sammála þér. Ég styð þessa leið hérna: http://lydveldisbyltingin.is/index.php?title=Forsíða Ég held að Egill sá sem þú linkar á sé einn af þeim sem standa á bakvið þetta :)
Og alveg rétt þetta sem þú segir um fjölmiðlana. Í finnlandi fara þingkosningar fram þannig að þú setur x við nafn einnar persónu og þá fær flokkurinn hennar þitt atkvæði og fjöldi persónuatkvæðanna raða svo fólki sjálfkrafa upp á lista hvers flokks. Þetta er eitthvað það sniðugasta kerfi sem ég hef heyrt af hingað til.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.