13.1.2009 | 11:43
smá mistök í gangi hérna
Ég er nú ekki að sjá hvers vegna þessi frétt er skrifuð undir flokkuninni viðskipti. Held að þetta hafi nú minnst með viðskipti að gera en meira með innlend mál.
Mín tilgáta er sú að ef óþægileg blogg birtast við þessa frétt sé auðveldara að grafa hana niður í viðskiptadálkinum en að láta fólk vera að lesa blogg sem koma mbl illa allan daginn.
Ég bloggaði hérna við fyrri frétt um ríkissjóð en sú tenging var rofin og það hljóta líka að hafa verið mistök hjá mbl mönnum og ég ætla að leiðrétta þau með því að birta færsluna hérna aftur.
Ég trúi því bara ekki að það sé stunduð ritskoðun hérna á blogginu.
Þeir hljóta að hafa sett inn vitlausa frétt. Á forsíðu vefjarins í dag hlýtur að eiga að vera fréttin um að Xxxxxxxxx Xxx ráðherra hafi hringt í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur áður en hún hélt á borgarafundinn í gær og sagt henni að gæta orða sinna annars...
Ég er svo þakklát hverri einustu manneskju sem kemur fram og segir frá því þegar hún er kúguð af stjórnvöldum eða leppum þeirra. Það er vegna þess að það er í raun ekki hægt að kúga fjöldann heldur verður að taka á hverri manneskju sem hefur það vald sem þekkingin veitir henni og kúga hana persónulega. Nú hafa nokkrir fjölmiðlamenn komið fram og sagt frá kúgun og nú væri gott að fara að fá fleiri sérfræðinga til að opna sig um þá kúgun sem þeir verða fyrir og þeir hafa hingað til aðeins sagt frá heima hjá sér.
Við verðum öll að hætta þessari meðvirkni og segja frá þegar á okkur er brotið eða tilraun til kúgunar er gerð því annars breytist ekkert.
Ríkið skuldar 653 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nokkuð ljóst að Sigurbjörg hefur sagt þetta til að auka áhrifin á ræðu sína. Enginn ráðherra kannast við að hafa varað hana við og hún getur engan nafngreint. Sorglegt þegar menn ætla nú að fara að ljúga sig áfram...
Funi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:53
Jeminn Funi. Það kemur nú aldeilis á óvart að enginn ráðherra kannist við þetta? Ég er svo aldeilis standandi bit á þessu. Maður hefði nú haldið að Xxxxxxxxx Xxx myndi muna eftir að hafa hringt í hana
Sóley Björk Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.