19.12.2008 | 09:09
Tveir kostir og þeir fengu það sem þeir vildu
Það eru tveirkostir í boði fyrir ríkisstjórnina. Annars vegar er að hækka skatta gríðarlegamikið en hinn kosturinn er að rústa velferðar- og menntakerfinu. Ríkisstjórnokkar hefur valið síðari kostinn og þar með ákveðið að láta ástandið bitna á þeimsem minnst hafa fyrir ásamt því að niðurskurðaraðgerðir hafa óhjákvæmilegamargfeldisáhrif sem munu í mörgum tilfellum leiða til vísitöluhækkana sem síðankoma út í hækkun verðtryggðu lánana okkar.
Ef ég væriríkisstjórnin myndi ég hækka skatta um 20-30% eftir því sem þarf en um leiðhækka persónuafsláttinn (þið sem hugsið aldrei um annað en ykkar eigið rassgatgetið sleppt því að mótmæla þessu í kommentakerfinu ;) Síðan myndi ég skera niðurí ríkisfjárlögum ýmiskonar dót sem er ekki beint lífsnauðsynlegt eins og t.d. þátttakaí heimssýningunni í Kína 2010. Enda er yfirskrift sýningarinnar dáldið á skjönvið okkar veruleika núna en það er víst "betri borg - betra líf"
Sjálfstæðisflokkurinnátti að hækka skatta í þenslunni til þess að mæta þessum skelli sem þau vissumjög vel að kæmi.
Stefán Ólafsson, félagsfræðingur,hefur lengi stúderað mun á kjörum hér í samfélaginu og ef miðað er við tölurfrá því 2005 má sjá að prósentuleg hækkun launa hefur verið miklum mun minnihjá þeim lægst launuðu en þeim hærra launuðu. Laun fólks í lægsta launaflokkihöfðu þá hækkað um 92,4% frá 1993 en laun þeirra hæstlaunuðu höfðu þá hækkað um216,9% á sama tímabili. Þetta segir okkur að það sé mjög góður grundvöllurfyrir því að hækka skatta á þá sem hæstar hafa tekjurnar því augljóslega hafa þeirfengið mest í sinn hlut í þenslunni.
Mótmæla skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.