30.10.2008 | 15:31
Nú er að hrökkva eða stökkva
Samfylkingin ætti að slíta stjórninni og gera þetta mál að aðalkosningamálinu. Það er eina lýðræðislega skrefið sem hægt er að taka. Þessi þjóð hefur að mínu mati sjaldan staðið á þvílíkum krossgötum og núna og því er ekki vit í öðru en að taka lýðræðislega ákvörðun um framhaldið.
Auðvitað gæti farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi undan og samþykkti að stefna í Evruátt til að forðast kosningar, enda á flokkurinn eftir að gera upp sinn hug með þetta opinberlega. Það væri þá amk gott að því leiti að þeim gæfist ekki tækifæri á að klúðra málunum meira en orðið er og Samfylkingin gæti amk gert heiðarlega tilraun til að bjarga því sem bjargað verður.
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki það að ég sé hægrisinnaður frjálshyggjujepplingur, en það yrði Sjálfstæðisflokknum til mikils framdráttar, ef Geir hefði bein í nefinu til að skipa nýja stjórn að Svörtu Loftum... og í að minnsta ganga til viðræðna við ESB, með það að leiðrarljósti að skoða kostina og gallana.
Við þurfum sterkari gjaldmiðil, ... hver hann svosem verður, en svo er spurning.... þegar skipt verður um gjaldmiðil, á hvaða vísitölugengi verður það?
Ef það verður yfir 160 stig þýðir það enn ein gjaldþrotahrynan.
Magnús Karlsson, 30.10.2008 kl. 15:45
Allveg hárrétt athugað, en heldurðu að fólk almennt geri sér grein fyrir þessu, þegar það krefst aðildar að ESB og evru "STRAX"?
Ég held að þjóðin, sem lét afvegaleiðast og sólundaði lánsfé hafi ekki hugmynd um td svona hluti, og geri sér enga grein fyrir hvað inganga í ESB hafi í för með sér.
ESB (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:27
Sælir.
Maggi: ég er nú vön því að það hlakki pínulítið í mér þegar Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar málunum, enda held ég þá í sakleysi mínu að fólk hætti að kjósa hann eftir því sem hann klúðrar meira, ég er reyndar farin að hafa efasemdir um það :S
ESB: Ég held að með umræðu í kosningabaráttunni myndi fólk fá þær upplýsingar sem þarf til að gera sér grein fyrir afleiðingum, kostum og göllum. Mín skoðun er sú að fólk sé ekki alveg fífl, þó það sé auðvitað freistandi að klína þeim stimpli á þá sem eru ósammála mér (pólitískt og annars háttar). Ég vil semsagt alveg meðtaka það að fólk hafi aðra skoðun en ég og ef kosningar færu á slæman veg (að mínu mati) þá þarf ég auðvitað bara að taka ákvörðun um það hvort ég og þessi þjóð eigum samleið eða hvort ég eigi kannski frekar samleið með annarri þjóð. Mér finnst alveg mitt vera valið um að fara eða vera en ég geri enga kröfu á að aðrir hugsi eins og ég.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.