28.10.2008 | 17:15
Í vörn
Ég er í smá tíma búin að vera með einhverja hugsun í bakhöfðinu varðandi indefence.is pr herferðina sem við Íslendingar erum búin að vera með í gangi.
Það sem mér finnst einhvernveginn á skjön í þessari pælingu er að mér finnst eins og við séum að segja að aðrar reglur gildi um okkur þegar kemur að því að stimpla þjóðir sem hryðjuverkamenn. Við höfum sjálf tekið þátt í því að stimpla aðrar þjóðir með þessum stimpli, bæði beint, með því að setja okkur á lista "hinna viljugu" í stríðinu gegn hryðjuverkum og síðan ekki síður með því að samþykkja það án athugasemda að fullt af fólki í langt-í-burtu-löndum sé sett á svona lista.
Mér finnst eins og við séum að segja að við séum eitthvað öðruvísi (betri?) en t.d. almenningur í Líbanon, Írak eða Íran sem við höfum aldrei gert neinar athugasemdir við að sé stimplaður sem hryðjuverkamenn.
Við höfum sem sagt sjálf átt þátt í því að stimpla hina og þessa óbreytta borgara sem hryðjuverkamenn en svo þegar þetta snýst í höndunum á okkur þá förum við bara að grenja og segjum "við erum ekki hryðjuverkamenn".
Árásin í Sýrlandi felldi al-Qaida-foringja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt. Góð pæling.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 17:44
Gott Sóley Björk, þú "vaktir" mig.
hh (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:40
Þó að ég sé á þessum lista er ég hjartanlega sammála.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.