Frekar óraunhæfar kröfur

Flott hjá Brynhildi að skrifa svona skýran og skorinorðan pistil sem er líklega eins og talað úr hjarta meirihluta þjóðarinnar akkúrat núna.

En þarna er verið að fara fram á mikla fagmennsku og vönduð vinnubrögð ásamt því að fólk líti gagnrýnum augum í eigin barm og það er því miður algjörlega óraunhæft í ljósi þess að fagmennska hefur aldrei tíðkast í æðri stjórnsýslu hér á landi. 

En það er svo sem allt í lagi að nefna þetta og kannski, ef nógu margir nefna þetta nógu oft fer ráðafólki þjóðarinnar að þykja þetta minna óeðlilegar kröfur. 


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er nú þannig, á almennum vinnumarkaði, að ef krafist er tungumálahæfileika verður maður oftast að sanna það með einhverjum hætti. En þegar faglegar kröfur eru engar, er ekki við miklu að búast.

Steinmar Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Thee

Fræðilega séð gæti ég orðið Alþingismaður þannig að kröfurnar eru ekki miklar.

Thee, 20.10.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef tvisvar farið í starfsviðtal hjá Fjármálaeftirlitinu, og í bæði skiptin var spurt: "Hvað dettur þér í hug þegar við nefnum fagleg vinnubrögð?". Mér sýnist að Brynhildur Pétursdóttir sé með það á hreinu, en ætli FME hafi spurt vegna þess að þar á bæ vissu menn einfaldlega ekkert um fagleg vinnubrögð? Höfðu kannski heyrt á þau minnst og að þetta þætti eitthvað eftirsóknarvert, og hafa því leitað logandi ljósi og í starfsviðtölum að umsækjanda sem gæti komið með þessa þekkingu inn i starfsemi stofnunarinnar??? Nei ég segi bara svona... kannski hefur þeim ekki litist nógu vel á svörin sem ég gaf því í bæði skiptin var mér synjað um starfið sem ég sótti um, en vonandi á það sér bara eðlilegar skýringar. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

það er líklega þannig að þeir þekkja ekki einu sinni fagleg vinnubrögð í sjón. :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.10.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband