14.4.2007 | 11:35
minn vann! alltaf!!
Ég hef alltaf furðað mig á því að þegar stjórnmálafólk tekst á í fjölmiðlum þá er alltaf hægt að lesa fullt af bloggum um það daginn eftir hversu vel annar aðilinn stóð sig. Mér finnst það svo sem alveg skiljanlegt. Hverjum þykir sinn fugl fagur og það allt saman. En það er aldrei neinn sem viðurkennir að sinn maður hafi nú kannski klúðrað pínu eða kannski ekki verið í sínu besta formi eða eitthvað.
Í Kastljósinu í gær voru tvær konur að takast á, önnur frá Samfylkingunni og hin frá Sjálfstæðisflokknum. Það vakti auðvitað athygli mína að það skyldu vera tvær konur, en svo fattaði ég náttla að það er landsfundur beggja flokkanna um helgina og þá eru gaurarnir auðvitað meira uppteknir.
En jæja, bara fínt að sjá þessar dömur takast á en það var samt dáldið erfitt að horfa því að önnur daman tók hina dömuna eiginlega bara alveg á taugum. Ég man nú mjög lítið af því sem þær voru að segja því fyrir mér var þetta kennsludæmi um hvernig er hægt að taka andstæðinginn á taugum og ég verð að segja að ég vorkenndi nú konunni sem varð undir frekar mikið.
Ég á yfirleitt ekkert erfitt með að horfa á fólk gera sig að fífli, mistakast eða vera eitthvað skrýtið. Sumir sem ég þekki fara alveg í flækju og eiga auðveldara með að horfa á handlegg sagaðan af manni án deyfingar heldur en að horfa á einhvern missa kúlið, en ég er ekki svoleiðis. Mér finnst bara allt í lagi að fólk sé skrýtið eða missi kúlið, ég meina, það heldur enginn kúlinu alltaf og það er alveg eins hægt að missa það í sjónvarpi eins og annarsstaðar.
En ég átti reyndar dáldið erfitt með að horfa á þetta. Kannski er maður bara ekki vanur að sjá stjórnmálafólk missa kúlið svona rosalega. Kannski var það af því að ég vildi að konurnar stæðu sig svo ógeðslega vel af því að þær væru konur og fá ekki endilega alltaf svo mörg tækifæri til að vera kúl í sjónvarpi, sem gerir það þá kannski að verkum að þær eru óreyndari og missa það kannski frekar. En alla veganna, þá fannst mér pínu erfitt að horfa upp á greyið konuna sem var orðin ógeðslega óörugg og gat varla komið út úr sér heilli setningu án þess að stama og hika alveg hrikalega, og hin konan varð öruggari í réttu hlutfalli við óöryggi þessarar og var á endanum orðin eins og eitthvað rándýr sem horfir á bráðina sem búið er að særa engjast um í kvölum og bíður eftir að maturinn verði til.
En - þá komum við nú að aðalpunktinum. Á fyrsta blogginu sem ég les í morgun er klausa um það hvað konan sem missti það hefði verið töff. Þar stendur: ''Kíkið á Kastljósið þar sem Kristrún Heimisdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir mættust. Ragnheiði Elínu er greinilega ekki fysjað saman, situr pollróleg undir þessu."
Ég meina, konan tapaði. Hún fór á taugum. Hún gerði mistök. Hún stóð sig ekki vel í þetta skiptið. Ég hef engar efasemdir um að þessi kona sé bráðgáfuð og frábær stjórnmálamaður. En allir gera mistök. Sérstaklega undir álagi. Ég tala nú ekki um í sjónvarpi allra landsmanna í kannski fyrsta skiptið í one on one kappræðu. Mér finnst hún ekkert verri fyrir það, og henni er örugglega ekki fisjað saman, eða, það er amk örugglega búið að fisja henni saman aftur eftir þessa útreið :D
Í Kastljósinu í gær voru tvær konur að takast á, önnur frá Samfylkingunni og hin frá Sjálfstæðisflokknum. Það vakti auðvitað athygli mína að það skyldu vera tvær konur, en svo fattaði ég náttla að það er landsfundur beggja flokkanna um helgina og þá eru gaurarnir auðvitað meira uppteknir.
En jæja, bara fínt að sjá þessar dömur takast á en það var samt dáldið erfitt að horfa því að önnur daman tók hina dömuna eiginlega bara alveg á taugum. Ég man nú mjög lítið af því sem þær voru að segja því fyrir mér var þetta kennsludæmi um hvernig er hægt að taka andstæðinginn á taugum og ég verð að segja að ég vorkenndi nú konunni sem varð undir frekar mikið.
Ég á yfirleitt ekkert erfitt með að horfa á fólk gera sig að fífli, mistakast eða vera eitthvað skrýtið. Sumir sem ég þekki fara alveg í flækju og eiga auðveldara með að horfa á handlegg sagaðan af manni án deyfingar heldur en að horfa á einhvern missa kúlið, en ég er ekki svoleiðis. Mér finnst bara allt í lagi að fólk sé skrýtið eða missi kúlið, ég meina, það heldur enginn kúlinu alltaf og það er alveg eins hægt að missa það í sjónvarpi eins og annarsstaðar.
En ég átti reyndar dáldið erfitt með að horfa á þetta. Kannski er maður bara ekki vanur að sjá stjórnmálafólk missa kúlið svona rosalega. Kannski var það af því að ég vildi að konurnar stæðu sig svo ógeðslega vel af því að þær væru konur og fá ekki endilega alltaf svo mörg tækifæri til að vera kúl í sjónvarpi, sem gerir það þá kannski að verkum að þær eru óreyndari og missa það kannski frekar. En alla veganna, þá fannst mér pínu erfitt að horfa upp á greyið konuna sem var orðin ógeðslega óörugg og gat varla komið út úr sér heilli setningu án þess að stama og hika alveg hrikalega, og hin konan varð öruggari í réttu hlutfalli við óöryggi þessarar og var á endanum orðin eins og eitthvað rándýr sem horfir á bráðina sem búið er að særa engjast um í kvölum og bíður eftir að maturinn verði til.
En - þá komum við nú að aðalpunktinum. Á fyrsta blogginu sem ég les í morgun er klausa um það hvað konan sem missti það hefði verið töff. Þar stendur: ''Kíkið á Kastljósið þar sem Kristrún Heimisdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir mættust. Ragnheiði Elínu er greinilega ekki fysjað saman, situr pollróleg undir þessu."
Ég meina, konan tapaði. Hún fór á taugum. Hún gerði mistök. Hún stóð sig ekki vel í þetta skiptið. Ég hef engar efasemdir um að þessi kona sé bráðgáfuð og frábær stjórnmálamaður. En allir gera mistök. Sérstaklega undir álagi. Ég tala nú ekki um í sjónvarpi allra landsmanna í kannski fyrsta skiptið í one on one kappræðu. Mér finnst hún ekkert verri fyrir það, og henni er örugglega ekki fisjað saman, eða, það er amk örugglega búið að fisja henni saman aftur eftir þessa útreið :D
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.