nútíma handshake

Ég var að lesa bloggið hjá honum Dofra samfylkingarframbjóðanda og var að lesa öll kommentin , og það er sko nóg af þeim. Þá fór ég að hugsa um hvað það er rosalega mikið af ungu og upprennandi stjórnmálafólki sem er að blogga eins og vindurinn og fá svo á sig þvílíku skothríðina í kommentakerfinu og ég bara ómægod hvernig nennir þetta fólk þessu.

En þá fattaði ég allt í einu að þetta er náttla bara þeirra leið til að vera í sambandi við kjósendur, alveg eins og var hérna áður fyrr þegar frambjóðendur fjölmenntu á vinnustaði og voru að ræða við liðið, þeir gera það náttla örugglega alveg ennþá en ég held það sé nú ekki alveg sama stemmningin yfir því og áður fyrr. Og hérna áður áður fyrr þegar var bara labbað milli húsa eða bara tekið í spaðann á fólki úti á götu.

En gömlu gúbbarnir eru nú fæstir svona flottir á því að leyfa komment á síðunum sínum. Amk eru ögmundur.is (þessi sæti;)), björn.is og fleiri ekki með það. Reyndar er Össur töffari með kommentakerfi. En svo eru náttla aðalstjörnurnar og þær hafa ekki einu sinni blogg. Mæta bara annað slagið í sjónvarpið og kasta krapp í hver aðra og láta það duga.

Megafyndið hvernig framsóknarmenn voru búnir að læna upp sínu fólki í salnum þarna á borgarafundinum á Selfossi sem var sýndur á RÚV til að spyrja réttu spurninganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammál að þetta sé nýjasta aðferðin til að tengjast kjósendum. Held þó að töffleiki álitana sé ofmetinn.

Mig, sem kjósanda, langar að vita hvernig viðkomandi stendur og er bloggið frábær leið fyrir einstakling í framboði til að marka sína stefnu. Jú það er gott að geta beðið um nánari skýringar, en það eru til aðrar leiðir eins og tölvupóstur. Maður myndi nefnilega ekki vilja að uppáhalds frambjóðandinn eyði sínum tíma í að kljást við tröllin óseðjandi sem leita sér að slagsmálum á internetinu.

Það er eitthvað happy medium þarna, t.d. að samþykkja ekki álit sjálfkrafa.

Addi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 07:27

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég er reyndar ekkert endilega á því að það þurfi að svara öllum kommentum en ef það eru beinar spurningar sem eru ekki bara skítkast þá er náttla eiginlega nauðsynlegt að svara þeim því það veikir auðvitað traustið hjá manni ef það er bara þagað. En það er nú þá líka hægt að linka bara á fyrri færslu þar sem kannski er áður búið að ræða viðkomandi mál, eða eitthvað svoleiðis. Eða bara svara í annarri færslu seinna og segja bara að svarið sé á leiðinni eða eitthvað. Ég meina, þetta þarf ekkert að vera eitthvað instant. En bara það að sjá að viðkomandi stjórnmálamaður getur svarað gagnrýnum spurningum, það er töff.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 14.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband