Styrktartónleikar Forma

Ég var að koma heim af þessum líka svakalega vel heppnuðu tónleikum. Þetta var nú bara algjör snilld og framar björtustu vonum, enda er nú ansi misjafnt hvernig svona fjölatriðatónleikar heppnast. Ég ætla aðeins að renna yfir atriðin fyrir þá sem voru svo óendanlega óheppnir/vitlausir að missa af þessu ;)

 Fyrst á svið var hljómsveitin Esja, en það er nýja projectið hjá Daníel Ágúst og Krumma úr Mínus. Það var ansi hresst og dáldið rokk, minnti reyndar ansi mikið á nýja dótið frá Sonic Youth en Daníel er náttla alveg sérdeilis prýðilegur söngvari, svo þetta var bara stuð. Mér fannst líka lúkkið á þeim rosalega töff. Þeir voru allir í jakkafötum en samt rosalega sjúskaðir, minnti mikið á einhverskonar afdankaða rokkhljómsveit þar sem meðlimirnir eru búnir að spila, djamma og djúsa í 35 ár. Ég vona amk að þetta hafi verið meðvitað stílíserað lúkk en ekki það að þeir hafi allir verið svona ógeðslega þunnir :D En þeir voru samt dáldið stífir, enda fyrstir á svið og svona. Fyrsta lagið var best en svo fór þetta aðeins niðurávið. Ég gæti vel trúað að þeir væru mjög góðir á sínum eigin tónleikum í fullu stuði.

 

Næst var nú bara aðalstjarna kvöldsins, hún Björk. Fyrsta lagið hennar var eitthvað mjög undarlegt. Einhver gaur (Jónas Sen) spilaði á einhverskonar orgel og hún söng örfáar línur við, það var nú hálf slappt, ég kannaðist ekkert við lagið. Síðan fylltist sviðið af ungum konum með blásturshljóðfæri og lagið The anchor song var tekið, það var nokkuð gott bara. Femínistinn í mér var voða ánægð með Björk fyrir að hafa bara konur í blásarahljómsveitinni því það er ennþá allt of lítið af stelpum sem eru að fá einhver tækifæri í tónlistinni. En síðan kom eitthvað annað lag, sem var nú ekki svo ólíkt The ancor song, dáldið svipuð týpa nema að hún lék sér meira með röddina sína þar og það var bara svo sjúklega flott að ég bara táraðist. 

 

Magga Stína var síðan næst. Hún tók fjögur lög og amk tvö þeirra voru eftir Megas og það var náttla bara æði og hún er svo sæt og krúttleg en ég verð að viðurkenna að ég nenni aldrei að hlusta of mikið á hana í einu. Þannig að þessi fjögur lög var bara fínt :)

 

Núna er ég aðeins farin að ruglast í því í hvaða röð þetta var alltsaman en það skiptir nú ekki öllu máli.

Held að Lay Low hafi verið næst. Hún var alveg fín. 

 

Þá var það hljómsveitin Wolfgang. Hún var töff. Alveg hryllilega töff. Þeir eru að gefa út plötu núna einhverntíman í mánuðinum og ég verð að segja að ég gæti nú alveg átt eftir að versla mér þá plötu. Er líka mjög spennt fyrir að tékka á tónleikum með þeim, þannig að ef einhver veit hvar og hvenær þeir spila næst þá má endilega skilja eftir upplýsingar um það í kommentakerfinu :) Já, set hérna hlekk á mæspeissíðuna þeirra sem ég mæli sérstaklega með að allir tékki á :) 

 

Þá var það Pétur Ben. Hann var flottur. Ég skil bara ekki af hverju ég fíla hann ekki. Mér finnst hann geggjað sætur og með töff sviðsframkomu, frábær gítarleikari og fínasti söngvari. Held bara að lögin hans séu ekki fyrir minn smekk og ég verð að viðurkenna að ég fæ stundum kjánahroll dauðans yfir textunum.

 

KK var næstur. Hann var með tvær systurdætur sínar með sér og svo hljómsveit. Þær pæjur voru aðallega í að syngja bakraddir en síðan tóku þau lag sem þær höfðu samið og sungu og það var bara megatöff. Hlakka til að heyra meira frá þessum dömum.

 

Mugison lokaði svo sjóvinu. Ég var nú ekki að bíða í neinni eftirvæntingu eftir honum. Hef einu sinni áður séð hann í rokkaragírnum með hljómsveit og var ekki að fíla það. En þetta var nú bara ansi gott hjá þeim. Eitt nýtt lag var fyrst og það var flott og svo voru 3 gömul lög sem var búið að setja í rokkarabúning og það var bara mjög svalt.

 

Svo var bara labbað heim með Of Montreal í tónhlöðunni

 

Mikið hryllilega hlakka ég til tónleikanna með Björk - vúppí :D

 

Og já, best að skella inn síðunni hjá Forma samtökunum því það er gott málefni og þessar dömur sem eru búnar að standa fyrir þessu eru virkilega að gera góða hluti. Ég mæli með því að fólk láti af hendi rakna í frjálsum framlögum á síðunni þeirra. Það á pottþétt eftir að skila sér í góðu karma ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband