tónleikar og uppistand

Ég var á lifi Álafoss tónleikunum áðan, keypti mér meira að segja bol svona til að styrkja framtakið. Finnst alltaf gaman þegar fólk gerir eitthvað í málunum.

Annars fannst mér nú tónleikarnir sjálfir eitthvað hálfslappir. Það voru sæti og þau voru frekar hörð og mér satt að segja hálf leiðist alltaf tónleikar þar sem maður þarf að sitja. Ég er búin að ákveða mig með það að finnast Sigurrós ekkert skemmtileg á svona fjölatriðatónleikum. Það vantar alveg þennan kraft sem er svo geggjaður á alvöru Sigurrósartónleikum þar sem risastórar græjur eru og allt í botni. En þetta var nú alveg ágætt samt. Besta atriðið fannst mér vera Steindór Andersen og Sigurður dýralæknir (sem sagði að Steindór þyrfti að hafa dýralækni með sér því hann væri svo mikil skepna :D ) sem fluttu rímur. Ég man eftir að hafa heyrt Steindór flytja rímur með röppurum, held það hafi verið XXX Rottweilerhundar, en ég held það væri hægt að gera mikið meira með því að blanda þær með tónlist. Vona að einhver eigi eftir að gera töff tilraunir með þetta form.

Svo var annað dáldið skemmtilegt og það var Dóri DNA sem flutti ágætis ræðu um að þótt Mosfellsbær væri á yfirborðinu orðinn svefnbær þar sem lítið væri annað en hringtorg og skyndibitastaðir, þá væri ennþá hjarta í bænum þar sem sköpunarþörfin fengi útrás og það væri einmitt í Álafosskvosinni og ef hún yrði eyðilögð þá væri bærinn orðinn jafn steindauður og hann lítur út fyrir að vera á yfirborðinu. Það er greinilegt að Dóri var undir áhrifum frá uppistandsgrínurum og það fékk mig til að hugsa um það að það væri nú alveg frábært ef þessir frábæru uppistandsgrínarar sem eru ansi margir hér á landi færu að segja eitthvað sem skiptir máli, myndu gerast dálítið pólitískir.

Það vantar oft alveg einhvern hressleika og húmor í samfélagsumræðuna, sem er örugglega aðalástæðan fyrir því að ungt fólk hefur takmarkaðan áhuga á samfélagsmálum, það er einfaldlega ekki verið að tala um hlutina á áhugaverðan hátt. Ég finn það alveg með sjálfa mig að ég dett í það að verða voðalega alvarleg þegar ég er að tala um pólitík og samfélagsmál, er ekki að spá í hlutunum út frá einhverju fyndnu sjónarhorni.

Ef ég fer einhverntíman í framboð þá ætla ég ekki að ráða mér kosningastjóra heldur ætla ég að ráða mér uppistandsgrínara sem segir nákvæmlega það sem ég segi, nema bara fyndið. Er það ekki gott plan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband