11.2.2007 | 23:38
Blóðdemantar
Sýnir okkur að það er hægt að koma fleiri skilaboðum á framfæri með Hollywoodkvikmyndastílnum heldur en bara að það sé enginn fallegur nema að vera ógeðslega mjór og enginn töff nema að vera ógeðslega ríkur.
Fellur í flestar klisjugildrurnar en er samt, eftir því sem ég best veit, að gefa okkur ansi raunsanna mynd af ástandinu í stríðshéröðum Afríku.
Veltir upp mörgum mjög áhugaverðum spurningum eins og t.d. hvor sé að gera verri hluti demantasmyglarinn, neytandinn sem kaupir demantana eða fjölmiðlarnir sem markaðssetja þá. Þetta er að mínu mati það sem virkilega vantar, almennt, í umræðuna hjá fjölmiðlum. Það að spyrja áleitinna spurninga, velta upp svarmöguleikum, en ekki endilega að birta eitt svar sem hið eina rétta.
Ég skil samt ekki af hverju Amnesty international er að setja peninga í auglýsingaherferð hér á landi varðandi þetta. Þ.e. að við neytendur eigum að spyrja skartgripasalann hvort demantarnir sem við erum að spá í að kaupa séu blóðdemantar. Það kemur amk fram í þessari mynd að stór hluti demantanna sem eru á markaðnum séu í raun blóðdemantar en það sé ákveðið ferli til staðar til að fá þá vottaða sem "góða" demanta. Mér fyndist nær að herferðin snéri að því að fá fólk til að skilja markaðsbrelluna á bak við demanta og spyrja sjálft sig hvort það sé tilbúið til að kaupa þessa vöru.
Ég mæli virkilega með þessari mynd, líka fyrir þá sem halda að þetta sé bara hollywooddrasl og enn ein vitleysan og rangfærslan um það sem er að gerast. Verandi sjúk í heimildarmyndir þá hef ég séð nokkrar sem fjalla um þessi málefni, þ.e. vopnasölu, barnahermenn, flóttafólk og þess háttar og í raun fer þessi mynd nákvæmlega þennan vandrataða milliveg milli þess að vera spennuafþreying og heimildardrama sem hún þarf að fara.
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.