Bíó og tónlist

Já, það er tveggja atriða færsla í dag ;)

Ég fór í bíó í gær á myndina Little children og eins og allir aðrir sem ég veit um að hafa séð þessa mynd verð ég að mæla sterklega með því að allir fari á hana. Það sem er frábærast við þessa mynd er að það er eins og hún sé með klisjuradar, eins og félagi minn orðaði það. Sögurnar í myndinni hafa oft verið sagðar áður í bíómyndum en langoftast frá öðru sjónarhorni og það er alveg hreint ótrúlegt hvað tekst að sveigja framhjá klisjunum sem getur einmitt örugglega verið ansi erfitt þegar sögurnar eru jafn venjulegar og þessar. Ég ætla ekki að segja meira, þessa mynd verður bara að upplifa. Ég hef litlar efasemdir um að hún verið á topp 10 listanum mínum á þessu ári -jah annars má þetta verða ansi magnað kvikmyndaár :)


Hitt atriðið er síðan hljómsveitin Dionysos sem er að koma og spila hérna á Vetrarhátíð laugardagskvöldið 24. febrúar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast einn disk með þeim og ég er bara alveg að missa mig af spenningi yfir tónleikunum. Ég hef óáreiðanlegar heimildir fyrir því að miðaverði verði stillt í hóf en það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum, ég skal amk láta vita þegar ég verð komin með einhverjar upplýsingar um málið :)

Hljómsveitin er frönsk og textarnir eru ýmist á frönsku eða ensku og lögin eru mjög fjölbreytt, allt frá því að vera eins og sænskt plebbapopp til að vera þungarokksskotin og til að vera þunglyndislegt hægagangsrokk og bara allt þar á milli - eða svo til , en ég sé að þau skilgreina tónlistina á myspace síðunni sinni sem popppönk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband