1.2.2007 | 21:14
Er Hannes týpan sem kyssir ríka rassa?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar grein í Morgunblaðið í dag um jöfnuð/ójöfnuð á Íslandi. Hann skrifar greinina greinilega til að dissa Stefán Ólafsson prófessor í HÍ sem heldur því statt og stöðugt fram að hér á Íslandi hafi ójöfnuður aukist síðustu árin.
Ég vissi af því að Hannes hélt opinn fyrirlestur í gær og langaði til að fara en komst ekki og var því mjög fegin að fá að lesa þessa grein, sem ég reikna fastlega með að innihaldi að mestu það sama og fyrirlesturinn. Þegar ég fór að lesa greinina þá sá ég að hún snýst ekki um neitt annað en að snúa út úr því sem Stefán hefur verið að halda fram síðstu mánuði varðandi ójafna skiptingu auðsins hér á landi og mér þykir honum reyndar ekki farast það sérlega vel úr hendi, en ætla nú svo sem ekki að segja meira um það svo þetta blogg verði nú ekki fimm metra sítt ;)
En það var eitt í greininni sem stakk mig og ég get hreinlega bara ekki orða bundist:
Um 100600 stórauðugar fjölskyldur hafa orðið til og kjósa að telja fjármagnstekjur sínar fram á Íslandi, þótt þær gætu talið þær fram annars staðar, til dæmis í Sviss eða Lúxemborg. Í stað þess að þakka fyrir þennan nýja tekjustofn kvartar Stefán Ólafsson undan því að þetta fólk greiði aðeins 10% af fjármagnstekjum sínum í tekjuskatt, á meðan venjulegt launafólk greiði um 35% af atvinnutekjum sínum.
Það kostar að búa á Íslandi. Það kostar að vera á svona harðbýlu og strjálbýlu landi. Af hverju ættu ekki þau ofsaríku ekki að þurfa að borga jafn mikið fyrir það og við hin minna ríku? Eigum við bara að vera ógeðslega þakklát fyrir það að þau skuli vilja búa hérna og þess vegna fá þau að búa hérna án þess að greiða sömu skattprósentu og við hin?
Eiga þau ekkert að vera ógeðslega glöð yfir að búa hérna? Svo glöð að þau séu til í að borga meira fyrir að búa hérna heldur en þau myndu þurfa að borga ef þau byggju í Sviss eða Lúxembúrg þar sem er miklu ódýrara fyrir þau að búa.
Væri ekki miklu ódýrara fyrir mig að búa í Lúxembúrg? Ég held að það gæti nú bara vel verið. Samt langar mig ekkert til að búa í Lúxembúrg! Það skiptir nefninlega fleira máli í lífinu heldur en peningarnir. Það skiptir mig máli að búa hér á Íslandi. Ég hef valið það. Jafnvel þótt það kosti mig meira en að búa annarsstaðar.
Ég held það sé varla hægt að svara spurningunni sem ég set fram í fyrirsögn þessarar bloggfærslu með öðru en JÁ eftir að lesa þessa grein hans í dag.
Úff hvað það er gott að hafa svona blogg til að geta fengið útrás :)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu búin ? ;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.2.2007 kl. 21:34
10% af tekjum ofsaríks fólks er mun meira en 35% af tekjum þeirra fátæku. Ekki má heldur gleyma því að þetta fólk greyðir einnig 35% af atvinnutekjum sínum. 10% af fjármagnstekjum og 35% af atvinnutekjum, ansi blóðugt fyrir það eitt að FÁ að búa hérna.
Einar Sigurjón Oddsson, 1.2.2007 kl. 21:37
Veit ekkib betur en að allir aðrir íslendingar borgi einnig 10% fjármagntekjuskatt og 35% skatt. Þó að hinir ofsaríku borgi meira hlutfallslega í krónum talið, þá sitja þeir jafnt að borði. Þetta er eiginlega frekar öfugsnúið væl með þá, "við eigum svo bágt því við erum svo ríkir og þurfum að borga fleiri krónur en verkamaður".
Og hvað með þessa 2200 fjármagnstekjueigendur sem búa hér, sleppa við að borga útsvar, nefskatt RÚV og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvers vegna eiga þeir að njóta einvherra forréttinda framar öðrum? Sýnist í raun að þeir séu sníkjudýr á sveitarfélögunum sem þeir búa í, fyrst þeir borga ekki útsvar og njóta þjónustu sveitarfélagana.
AK-72, 3.2.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.