Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.9.2008 | 13:32
Viltu sveiflur eða ekki?
Ég var að lesa pistil á Deiglunni. Geri mér það til gamans að kynna mér rök andstæðingsins óreglulega :) Auðvitað veit ég að það er engin ein skoðun rétt og önnur röng og því fannst mér ánægjulegt að sjá að Einar Leif Nielsen gerir sér grein fyrir þessu líka. Hann skrifar pistil um þjóðnýtingu og einkavæðingu þar sem hann furðar sig á því að bandaríkjamenn hafi tekið upp þá sósíalísku hegðan að þjóðnýta fasteignasjóðina frægu Fannie Mae og Freddie Mac.
Einar Leif bendir á það að lokum að með afskiptum ríkisvaldsins minnki líkurnar á niðursveiflu en einnig á uppsveiflu og spyr hvort það sé eitthvað sem við höfum áhuga á.
Ég vildi óska þess að pólitíkusar vorir settu hlutina svona skýrt fram. Því eflaust eru margir sem kjósa sveiflur, enda þokkalegur hópur fólks sem stórgræðir á uppsveiflum og ef það er nógu sniðugt þá kemur það gróðanum á (mis)góða staði áður en niðursveiflan veldur því skaða.
Það er líka stór hópur fólks sem græðir lítið sem ekkert á uppsveiflunum. Kannski einhverja tíuþúsundkalla. En þetta fólk tapar fáránlega mikið á niðursveiflu sem hækkar verð á öllu en krefst þess að fólk taki á sig öldurnar í stað þess að heimta launahækkun.
Þess vegna finnst mér að í stað þess að vera með loðin loforð um hin og þessi smáatriði eigi að setja stefnu hvers flokk fyrir sig upp á svona skýran og einfaldan hátt.
Viltu sveiflu væni??
Fannie og Freddy lækka um 90% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar