Viltu sveiflur eða ekki?

Ég var að lesa pistil á Deiglunni. Geri mér það til gamans að kynna mér rök andstæðingsins óreglulega :) Auðvitað veit ég að það er engin ein skoðun rétt og önnur röng og því fannst mér ánægjulegt að sjá að Einar Leif Nielsen gerir sér grein fyrir þessu líka. Hann skrifar pistil um þjóðnýtingu og einkavæðingu þar sem hann furðar sig á því að bandaríkjamenn hafi tekið upp þá sósíalísku hegðan að þjóðnýta fasteignasjóðina frægu Fannie Mae og Freddie Mac.

Einar Leif bendir á það að lokum að með afskiptum ríkisvaldsins minnki líkurnar á niðursveiflu en einnig á uppsveiflu og spyr hvort það sé eitthvað sem við höfum áhuga á.

Ég vildi óska þess að pólitíkusar vorir settu hlutina svona skýrt fram. Því eflaust eru margir sem kjósa sveiflur, enda þokkalegur hópur fólks sem stórgræðir á uppsveiflum og ef það er nógu sniðugt þá kemur það gróðanum á (mis)góða staði áður en niðursveiflan veldur því skaða.

Það er líka stór hópur fólks sem græðir lítið sem ekkert á uppsveiflunum. Kannski einhverja tíuþúsundkalla. En þetta fólk tapar fáránlega mikið á niðursveiflu sem hækkar verð á öllu en krefst þess að fólk taki á sig öldurnar í stað þess að heimta launahækkun. 

Þess vegna finnst mér að í stað þess að vera með loðin loforð um hin og þessi smáatriði eigi að setja stefnu hvers flokk fyrir sig upp á svona skýran og einfaldan hátt.

Viltu sveiflu væni??


mbl.is Fannie og Freddy lækka um 90%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Sóley og takk fyrir þennan þistil


Fannie Mae var stofnað 1938 sem hluti af Roosevelts "New Deal" í þeim tilgangi að "bjarga" Ameríku frá ofurþunga kreppunnar og var ríkisrekið þar til 1968 þegar það var gert að almenningshlutafélagi. Freddie Mac var stofnað 1970 til að veita Fannie samkeppni. Til samans standa þessi tvö lánafyrirtæki fyrir útgáfu "aðeins" 12 trilljón dollara af húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Skuldabréfin eru í alþjóðlegri eigu og einnig í eigu erlendra lífeyrissjóða og ríkisstjórna út um allan heim.

Þetta er mjög mjög slæmt mál en þó skárra en að rúlla út alheimskreppu sem blóðugu teppi yfir allann heiminn. Af þessu má sjá hversu alvarleg fjármálakreppan einmitt er. Það er mín persónulega skoðun að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna sé hér rétti maðurinn á vaktinni, því ef það er einhver sem gerþekkir vandamál og alvöru kreppunnar miklu "The Great Depression" frá 1930 þá er það hann. En þá brugðust seðlabankar hlutverki sínu illilega.

Ég er nokkuð viss um að þetta mun endurtaka sig í mörgum löndum Evrópu á næstu misserum og fá svakalegar afleiðingar. Flugeldasýningin er bara ekki byrjuð hér fyrir alvöru. Nothern Rock og Roskilde Skidebank voru einungis smá dropi í hafið.

Það er kanski hægt að segja að Roosevelts "New Deal" hafi á vissan hátt eyðilagt fyrir okkur í framtíðinni því það riðlaði að sumu leyti hinum frjálsa markaði og þróun þessa markaðar.

Einnig þarf að hafa í huga að í stóru kreppunni 1930 þá lækkaði húsnæðisverð í Bandaríkjunum um 30% yfir alla línuna. Eins og er erum við nú þegar komin með 20% yfir alla línuna í Bandaríkjunum. Þetta er því grafalvarlegt ástand. En munurinn á að vera húseigandi í BNA og víða í Evrópu er sá að í BNA geta húseigendur skilað lyklunum af eignum sínum til lánveitanda og labbað burt og verið laus mála. Skuldirnar fylgja eigninni en ekki eigninni OG einstaklingnum eins og er hér á mörgum stöðum í Evrópu. Hér þar sem ég bý er enn til fullt af fólki sem er enn að greiða niður skuldir þess húnsæðis sem það missti á nauðungaruppboði í síðasta verðhruni (1987-1992) og mun þurfa að greiða af þeim þar til yfir lýkur og ættingjar munu svo erfa skuldirnar við andlát skuldunauta.

Eins og er þá er Ísland með:

- Þjóðnýtt heilbrigðiskerfi

- Þjóðnýtt menntakerfi

- Þjóðnýtt húsnæðiskerfi (að mestu leyti)

- Þjóðnýttar almenningssamgöngur

- Þjóðnýtta fjölmiðla

- Þjóðnýtt (fleira ??)

Ísland mun alls ekki þola meiri þjóðnýtingu án þess að hagvöxtur og velmegun þegnana muni minka og loks hverfa, eins og raunin er í öllum ríkjum með of stóran opinberan geira. Það er leiðin til fátæktar. En já, það verða alltaf holur í veginum, svoleiðis er lífið, alla leiðina þar til kistan lokast hjá okkur öllum á leiðarenda. Útópía er ekki til.

Aðgerðin um aðstoð við Fannie Mae og Freddie Mac var ekki þjóðnýting því allir hluthafar eru ennþá um borð í skipunum. Ríkið kemur inn sem varðveitandi hluthafi með fyrsta veðrétt eigna, og það skaut inn ábyrgð og yfirtók stjórnina. Svo mun ríkið draga sig út við fyrsta tækifæri. Hlutabréf beggja stofnana féllu 90% í gær. Svo það er nóg af refsivöndum í umferð.

Bestu kveðjur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband