Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2008 | 13:32
Viltu sveiflur eða ekki?
Ég var að lesa pistil á Deiglunni. Geri mér það til gamans að kynna mér rök andstæðingsins óreglulega :) Auðvitað veit ég að það er engin ein skoðun rétt og önnur röng og því fannst mér ánægjulegt að sjá að Einar Leif Nielsen gerir sér grein fyrir þessu líka. Hann skrifar pistil um þjóðnýtingu og einkavæðingu þar sem hann furðar sig á því að bandaríkjamenn hafi tekið upp þá sósíalísku hegðan að þjóðnýta fasteignasjóðina frægu Fannie Mae og Freddie Mac.
Einar Leif bendir á það að lokum að með afskiptum ríkisvaldsins minnki líkurnar á niðursveiflu en einnig á uppsveiflu og spyr hvort það sé eitthvað sem við höfum áhuga á.
Ég vildi óska þess að pólitíkusar vorir settu hlutina svona skýrt fram. Því eflaust eru margir sem kjósa sveiflur, enda þokkalegur hópur fólks sem stórgræðir á uppsveiflum og ef það er nógu sniðugt þá kemur það gróðanum á (mis)góða staði áður en niðursveiflan veldur því skaða.
Það er líka stór hópur fólks sem græðir lítið sem ekkert á uppsveiflunum. Kannski einhverja tíuþúsundkalla. En þetta fólk tapar fáránlega mikið á niðursveiflu sem hækkar verð á öllu en krefst þess að fólk taki á sig öldurnar í stað þess að heimta launahækkun.
Þess vegna finnst mér að í stað þess að vera með loðin loforð um hin og þessi smáatriði eigi að setja stefnu hvers flokk fyrir sig upp á svona skýran og einfaldan hátt.
Viltu sveiflu væni??
![]() |
Fannie og Freddy lækka um 90% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 11:56
Góðir Íslendingar
... eða hvað?
Ég held að við hljótum að fara að verða búin að safna í frekar slæmt karma því bara það hvernig við höfum tekið á málum hælisleitenda í gegnum tíðina er algjörlega fáránlegt og sýnir hversu hjartalaus, eigingjörn og gráðug við erum. Ég er ekki alltaf stolt af því að vera íslendingur og sérstaklega ekki þessa dagana.
Hér má skrifa undir áskorun til yfirvalda um að breyta rétt í máli eins hælisleitanda og við skulum bara muna það að hver og ein manneskja í þessum heimi skiptir máli, ekki bara þeir sem eru íslenskir vitleysingar sem fara sér að voða á vélsleða í leikjum sínum uppi á fjöllum heldur líka þeir sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu upp á hvern einasta dag!!
Hér er síðan andskoti góð bloggfærsla sem setur þetta í smá samhengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 17:09
sumir græða aðrir tapa
Verslunarfólk hér í bænum hefur verið að svekkja sig á aðgerðum bæjaryfirvalda í sambandi við þessar hátíðir og hrópað hátt um tapaðan gróða en ég myndi vilja heyra tölur um kostnaðinn sem fellur á bæinn vegna þessa og svo má kannski spyrja sig hvort það sé ekki sniðugra að sleppa bara hátíðunum og bæjaryfirvöld borgi sjoppunum bara peningana beint. Svo væri kannski hægt að halda einhverja huggulega fjölskylduhátíð fyrir mismuninn ;)
Ef ég væri verslunarmanneskja í bænum myndi ég reyndar skammast mín frekar mikið fyrir að vera svona æst í að græða á drukknum ungmennum en hver hefur auðvitað sinn smekk í þessum málum.
![]() |
265 mál til lögreglu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 23:57
Eru það bara menn sem eru fjársterkir?
![]() |
Fjársterkir menn að kaupa húsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.6.2008 | 10:34
KvikYndi
Jæja þá fer að líða að næstu sýningu KvikYndis en það er myndin Ein eilífð og einn dagur sem er eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Sýningin verður í Nýja Bíó á Akureyri (sambíóinu) á sunnudaginn 8.júní kl. 16:00 og miðaverð aðeins 500kr.
Þessi mynd er frá árinu 1998 og hlaut gullpálmann í Cannes sama ár. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd.
Ég sá aðra mynd eftir Angelopoulos um síðustu helgi og hún var mjög góð og ég bíð með gríðarlegum spenningi eftir þessari.
Hér má sjá upplýsingar um myndina á imdb.com
Ps. hér er skemmtileg tónlist
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 18:41
Eltihrellir
Ég var að reka augun í þetta svaðalega fína orð sem þýðir það sem oft hefur verið kallað "stalker"
Alveg hreint stórgott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 11:26
Hjónabönd á Íslandi endast lengst og skilnaðartíðin er hæst?
Ég er greinilega dugleg að lesa þessa dagana og hef komist að því að það er ekki alltaf einfalt að fá upplýsingarnar frá mörgum stöðum. Ég las í sunnudagsmogganum í gær grein um heimili þar sem báðir foreldrar eru að byggja upp starfsframa samhliða uppeldi barna. Þar kom fram að skilnaðartíðni væri mun lægri hér á landi en í kaþólskum löndum og líka lægri en á hinum norðurlöndunum. Það kom skemmtilega á óvart því ég hélt að skilnaðartíðnin hér væri hærri, það kom líka fram að skráðar sambúðir entust betur hér en annarsstaðar.
Í morgun var ég svo að lesa viðtal við Oddný Sturludóttur í Guardian og fyrsta setningin er: Highest birth rate in Europe + highest divorce rate + highest percentage of women working outside the home = the best country in the world...
Ég verð að viðurkenna að ég er orðin aðeins óviss um það hvort skilnaðartíðni á Íslandi sé lægri eða hærri en í öðrum löndum. Ég ætla samt að taka aðeins meira mark á greininni í Mogganum vegna þess að mér finnst greinin í Guardian vera þvílíkt bull og bara enn ein glansmyndin af íslenskum konum sem eru mestu valkyrkjur í heimi, velferðarkerfið hérna sé algjörlega æðislegt, menningarlífið eins og best gerist í stórborgum erlendis og só on and só on, ég nennti reyndar ekki að lesa greinina alla og mæli ekkert sérstaklega með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 11:50
Taka það á hörkunni - virkar ekki fyrir hvern sem er?
Þegar konur tala um það að þær fái lægri laun heldur en karlar eru margir sem halda því fram að ástæðan sé einfaldlega sú að konur séu lélegri í samningum en karlar, þær séu ekki nógu harðar, ekki nógu sjálfsöruggar, ekki nógu kaldar við að setja afarkosti.
Ég hef lengi haldið því fram að þetta sé alls ekki svona. Það sé ekki nóg fyrir konur að vera harðar, sjálfsöruggar og setja afarkosti, ef þær geri það þá sé svarið iðulega þannig að þær geti þá bara farið. Ég hef sjálf reynt þetta.
Það sem styður þessa hugmynd mína um að það sé alls ekki nóg að vera hörð, ákveðin, sjálfsörugg og köld er sú staðreynd að í hefðbundnu kvennastéttum sem endalaust hafa barist fyrir því að fá eðlileg launakjör eru konurnar löngu búnar að reyna þessar leiðir allar og þær eru farnar. Það er ekki hægt að fá neinn í staðinn. En það virðist samt ekki nægja til að hækka launin. Ég er að tala um leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga og allar þessar umönnunarstéttir sem engin leið er að fá fólk til að vinna í en samt er ekki hægt að hækka launin.
Mér þætti gaman að sjá þetta sama gerast t.d. í bankageiranum, tölvugeiranum eða einhverjum öðrum vel launuðum hefðbundnum karlastörfum. Ok, ekki gaman kannski, en það er allt í lagi að segja svona því það er svo fáránlegt að hugsa til þess að það gæti gerst.
Það hlýtur bara að vera eitthvað annað sem stýrir þessu en aumingjaskapur okkar kvenna.
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 14:31
Ónotaðir miðar á Bíódaga
Ég er ein af þeim sem sitja uppi með ónotaða miða eftir að hafa keypt klippikort á Bíódaga Græna ljóssins. Ég er ótrúlega ósátt við það fyrirkomulag að þegar tvær vikur voru liðnar var meiri hluti myndanna tekinn úr sýningu. Það hefði verið skárra ef þetta hefði verið auglýst fyrirfram svo maður hefði geta gert einhverjar ráðstafanir en það var ekki gert og jafnvel einum degi fyrr var ekki hægt að fá upplýsingar um hvaða myndir héldu áfram í sýningu.
En ég var að tala við Jón Eirík sem er einhver af þeim sem sér um þetta og hann lofaði mér því að það yrði eitthvað gert til að bæta þeim sem lentu í þessu þetta upp. Þannig að það er bara að hringja í Jón Eirík í síma 591-5130 :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 09:00
Geðklofin
Já ég er mjög geðklofin varðandi þessi mótmæli bílstjóra. Ég er alveg ægilega ánægð með að fólk skuli mótmæla því það finnst mér afar svalt en á hinn bóginn þá er ég á móti því að olíugjaldið sé fellt niður.
1) Ég held að á þessu dreifbýla landi veiti nú ekki af þessum peningum til að halda uppi vegakerfinu og er mjög sátt við að þeir sem noti það borgi fyrir það.
2) Ef það er hægt að fella niður einhver gjöld þá held ég að það séu til gjöld sem sniðugra væri að fella niður. T.d. gjöld á rafmagnstæki. Það myndi nýtast öllum í þjóðfélaginu og ég veit ekki til þess að þau gjöld séu notuð í eitthvað sem aðeins viðkemur þeim sem greiða þau eins og olíugjöldin. Þar að auki myndi það auka veltu hjá þeim sem selja rafmagnstæki því við myndum ekki kaupa þau í útlöndum eins og margir gera í dag. Það er síðan líka betra fyrir neytendur því það er ekki gott að segja hvernig er með ábyrgð á tækjum sem eru keypt í útlandinu.
3) Þetta er líklega eini skattur landsins sem er fullkomlega sanngjarn. Þeir sem bruðla mest borga mest. Þeir sem leggja á sig til að spara, t.d. með því að taka stætó, hjóla eða vera á sparneytnum bílum, þeir borga minnst. Ég held þetta gæti bara ekki verið mikið sanngjarnara.
4) Það væri hægt að setja allan þann pening sem kemur inn með olíugjöldunum í að byggja upp almannasamgöngur. Sjitt hvað ég yrði glöð með það :)
Yfir í annað. Ég fór á myndina Stóra plannið um helgina. Hún stóð alls ekki undir væntingum. Mér fannst húmorinn frekar slappur og eitthvað bara illa unnið úr efninu, því hugmyndin er góð finnst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar