15.1.2006 | 14:59
Frönsk kvikmyndavika er núna nýhafin og ég er búin...
Frönsk kvikmyndavika er núna nýhafin og ég er búin að fara á eina mynd. Hún heitir Lemming og er eftir Dominik Moll. Ég hef nú aldrei haft neinn sérstakan áhuga á frönskum kvikmyndum. Finnst þær ansi oft vera bæði langdregnar og leiðinlegar. En svo var nú ekki um þessa því hún var að mínu mati hreinasta snilld. Hvort það hefur eitthvað með það að gera að Dominik Moll er ekki nema hálfur Frakki en í hinn helming Þjóðverji skal ég láta ósagt en ég hef nú hingað til ekki talið Þjóðverja neitt skemmtilegri en Frakka, jafnvel heldur leiðinlegri ef satt skal segja. En það er nú kannski leiðinlegt að ég sé að viðra kynþáttafordómana mína hérna og ætla nú að láta þá liggja milli hluta.
Alla veganna þá var þessi mynd alveg gríðarlega hress. Mjög framarlega í myndinni er matarboð þar sem yfirmaðurinn og kona hans eru í boði hjá aðalsögupersónunum. Það er nokkuð ljóst að kona yfirmannsins er ekki sérstaklega hress og kát þetta kvöld og allt í einu, í miðjum forréttinum, fer hún að ræða það að maðurinn hennar sé bara ríðandi einhverjum hórum út um allt. Þetta er nú dæmigert atriði sem gæti verið í íslenskri fjölskyldudramamynd. Nema bara það að þetta virkar í þessari mynd. Bæði sjokksetningarnar frá yfirmannafrúnni og viðbrögð hinna við borðið ganga algjörlega upp og atriðið í heildina er bara mjög svalt. Í íslenskum myndum fá að minnsta kosti 90% kvikmyndagesta kjánahroll þegar svona atriði byrjar en ég held að 90% kvikmyndagestanna á Lemmig hafi sprungið úr hlátri þegar kerlingin byrjaði að kasta orðaskít í bónda sinn þarna við matarborðið.
Framhald myndarinnar stendur svo alveg undir væntingum. Það gerast allskonar furðulegir hlutir sem áhorfandanum gengur kannski misjafnlega vel að fá til að ganga upp en þegar líður á myndina fer allt að raðast saman og þegar myndin endar skilur maður að söguþráðurinn var gríðarlega einfaldur en um leið nokkuð skemmtilegur og myndin var samansafn af fyndnum og skemmtilegum atriðum sem gerðu myndina að ljómandi skemmtilegri afþreyingu.
Ég heiti því hér með að ég mun gera það sem ég get til að nálgast aðrar myndir eftir Dominik Moll og horfa á þær innan skamms.
Í tilefni þess að ég hef hafið nám í íslenskri málfræði við HÍ, notaði ég fáar slettur í þessari grein og reyndi að skrifa vandað mál :)
Alla veganna þá var þessi mynd alveg gríðarlega hress. Mjög framarlega í myndinni er matarboð þar sem yfirmaðurinn og kona hans eru í boði hjá aðalsögupersónunum. Það er nokkuð ljóst að kona yfirmannsins er ekki sérstaklega hress og kát þetta kvöld og allt í einu, í miðjum forréttinum, fer hún að ræða það að maðurinn hennar sé bara ríðandi einhverjum hórum út um allt. Þetta er nú dæmigert atriði sem gæti verið í íslenskri fjölskyldudramamynd. Nema bara það að þetta virkar í þessari mynd. Bæði sjokksetningarnar frá yfirmannafrúnni og viðbrögð hinna við borðið ganga algjörlega upp og atriðið í heildina er bara mjög svalt. Í íslenskum myndum fá að minnsta kosti 90% kvikmyndagesta kjánahroll þegar svona atriði byrjar en ég held að 90% kvikmyndagestanna á Lemmig hafi sprungið úr hlátri þegar kerlingin byrjaði að kasta orðaskít í bónda sinn þarna við matarborðið.
Framhald myndarinnar stendur svo alveg undir væntingum. Það gerast allskonar furðulegir hlutir sem áhorfandanum gengur kannski misjafnlega vel að fá til að ganga upp en þegar líður á myndina fer allt að raðast saman og þegar myndin endar skilur maður að söguþráðurinn var gríðarlega einfaldur en um leið nokkuð skemmtilegur og myndin var samansafn af fyndnum og skemmtilegum atriðum sem gerðu myndina að ljómandi skemmtilegri afþreyingu.
Ég heiti því hér með að ég mun gera það sem ég get til að nálgast aðrar myndir eftir Dominik Moll og horfa á þær innan skamms.
Í tilefni þess að ég hef hafið nám í íslenskri málfræði við HÍ, notaði ég fáar slettur í þessari grein og reyndi að skrifa vandað mál :)
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2006 | 14:25
Ég fór að hugsa um það um daginn að fara að blogga...
Ég fór að hugsa um það um daginn að fara að blogga upp á nýtt. Ég bloggaði einhverntíman í fyrra og það bloggsvæði er ennþá að senda mér spam úr kommentakerfinu sínu og ég er að verða kreisí á því. Þessvegna ákvað ég að stofna mér nýtt blogg og fór að spá í hvar ég ætti að stofna það. Mundi þá allt í einu eftir því að ég hefði einhverntíman átt þetta prýðilega lén á blogspot.com. Og viti menn, hér er það ennþá og ég mundi lykilorðið :) þett er nú alveg hreint glimmrandi.
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að blogga hérna, það verður bara að fá að koma í ljós :)
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að blogga hérna, það verður bara að fá að koma í ljós :)
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2002 | 07:38
Upp er runninn dagur 3 í bloggi. 21 dagur til jóla...
Upp er runninn dagur 3 í bloggi. 21 dagur til jóla. Ég hef ekkert verið að fikta í blogginu mínu í meira en viku, hef haft nóg annað að gera. Þar má til dæmis nefna hið frábæra jólaglögg Símans sem var haldið á föstudaginn, það var nú alveg brilliant skemmtun allir voða jákvæðir og í góðu stuði. Jafnvel þótt skemmtinefndin gerði sitt besta til að ná öllu stuði úr liðinu með skemmtiatriðum sem voru svo leiðinleg að það er ekki einu sinni hægt að gera grín að þeim.
Við hjónin tókum okkur líka til og fjárfestum í 4 borðstofustólum sem IKEA bauð uppá á gjafverði (gjafverð miðað við fjársjóðinn sem það kostar að kaupa mubblur í "alvöru" húsgagnaverslunum) og keyptum síðan nokkrar seríur og skelltum upp hjá okkur. Ég hafði reyndar tekið forskot á sæluna því ég setti aðventuljósið út í glugga helgina áður, var síðan bent pent á að það væri nú tæplega við hæfi þar sem aðventan væri ekki byrjuð. Ég reyni að hafa eitthvað annað við höndina næst þegar ég tek svona forskot og þá eitthvað sem heitir ekki þannig að ég geri mig að fífli við að nota það á röngum tíma.
Annars er það að frétta að við erum að máta kött. Það er nefninlega þannig að tengdaforeldranir mínir eru að flytja og geta ekki haft köttinn með sér á nýja staðnum og við ætlum að hafa hann í smá tíma og athuga hvernig hann fílar okkur og hvernig við fílum hann. En sem komið eru allir aðilar á báðum áttum, kötturinn vill ekki sofa einn á nóttunni og ég vil ekki hafa hann uppi í rúmi hjá mér. Helgi er svona meira hlutlaus, heldur þó frekar meira með kettinum. Hann er líka svo hryllilega kelinn að hann situr helst á andlitinu á manni ef maður vogar sér að tylla sér einhversstaðar, ég er ekki að segja að ég sé með ofnæmi, meira svona pirring fyrir hárum í nefi/munni/augum alltaf hreint. En við skulum nú sjá til hvernig þetta fer allt saman.
Við hjónin tókum okkur líka til og fjárfestum í 4 borðstofustólum sem IKEA bauð uppá á gjafverði (gjafverð miðað við fjársjóðinn sem það kostar að kaupa mubblur í "alvöru" húsgagnaverslunum) og keyptum síðan nokkrar seríur og skelltum upp hjá okkur. Ég hafði reyndar tekið forskot á sæluna því ég setti aðventuljósið út í glugga helgina áður, var síðan bent pent á að það væri nú tæplega við hæfi þar sem aðventan væri ekki byrjuð. Ég reyni að hafa eitthvað annað við höndina næst þegar ég tek svona forskot og þá eitthvað sem heitir ekki þannig að ég geri mig að fífli við að nota það á röngum tíma.
Annars er það að frétta að við erum að máta kött. Það er nefninlega þannig að tengdaforeldranir mínir eru að flytja og geta ekki haft köttinn með sér á nýja staðnum og við ætlum að hafa hann í smá tíma og athuga hvernig hann fílar okkur og hvernig við fílum hann. En sem komið eru allir aðilar á báðum áttum, kötturinn vill ekki sofa einn á nóttunni og ég vil ekki hafa hann uppi í rúmi hjá mér. Helgi er svona meira hlutlaus, heldur þó frekar meira með kettinum. Hann er líka svo hryllilega kelinn að hann situr helst á andlitinu á manni ef maður vogar sér að tylla sér einhversstaðar, ég er ekki að segja að ég sé með ofnæmi, meira svona pirring fyrir hárum í nefi/munni/augum alltaf hreint. En við skulum nú sjá til hvernig þetta fer allt saman.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar