16.1.2006 | 02:28
Ég horfði á Kastjós á Rúv í gær og þar sá ég atrið...
Ég horfði á Kastjós á Rúv í gær og þar sá ég atriði sem braut blað í fjölmiðlasögu íslendinga. Það var hann Arnþór Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands sem kom fram og sýndi muninn á alvöru sterkum persónuleika og þeim töffurum sem venjulega leggja leið sína í fjölmiðla.
Það var tvennt sem hann gerði í þessu viðtali sem varð til þess að mér finnst að það ætti að sýna það í lífsleiknitímum allra skóla og fylgja eftir með útskýringum á muninum á töffaraskap og raunverulegum styrk.
Í fyrsta lagi, og það sem sjálfsagt flestir tóku best eftir, það að hann skyldi sýna tilfinningar sínar með því að fara að gráta. Það var þó reyndar ekki beint eitthvað sem hann réð við og við þekkjum það kannski flest að það getur verið erfitt að kyngja tárunum þegar þau þrýsta á. En því fleiri karlmenn sem gráta opinskátt því meiri von er til að frelsa alla karlmenn frá þeirri staðalímynd að karlmenn gráti ekki og meigi ekki sýna veikleikamerki.
En það sem mér fannst enn merkilegra er það að hann sagðist ekki vera reiður út í þá sem sögðu honum upp. Honum fannst ekki hafa verið komið vel fram við sig og hann var sár yfir því. Ef maður hefur eitthvað spáð í tilfinningum þá veit maður að reiði er undantekningalítið afleiðing af sárindum. Ef maður er reiður og spyr sjálfan sig hvers vegna maður er reiður þá rifjast það yfirleitt upp fyrir manni að það var einhver sem særði mann og í staðinn fyrir að vera sár þá verður maður reiður. Ég ætla ekki að fara út í frekari greiningu á þessu efni en það er gríðarlega spennandi að skoða þetta og velta fyrir sér. Þetta tengist líka annari mjög skemmtilegri pælingu um skilyrðingu tilfinninga. Þ.e. að mér þykir vænt um þig ef þér þykir vænt um mig og öfugt. Ef einhverjum líkar vel við okkur er mjög líklegt að okkur líki vel við viðkomandi. En Arnþór greinilega myndar sínar skoðanir sjálfur og notaði tækifærið til að þakka Sigursteini Mássyni fyrir, það sem hann taldi hafa verið, gott samstarf. Ekkert verið að breyta um skoðun þar og segja, jah, mér líkaði nú aldrei við það hvernig hann vann.
En sem sagt þá er Arnþór Helgason það sterkur persónuleiki að hann getur sýnt sínar réttu tilfinningar í fjölmiðlum og talað um þær án þess að vera að ráðast á þá sem ollu því að honum líður eins og honum líður, því hann er nógu gáfaður til að vita að það yrði ekki til góðs. Hann veit að þótt honum hafi verið hafnað þarna þá er óþarfi að taka því sem persónulegum ósigri og verða minni maður fyrir vikið því enginn gengur í gegn um lífið án þess að þurfa stundum að horfast í augu við að vera hafnað og það hefur ekkert með persónuna að gera heldur getur það einfaldlega byggst á ólíkum skoðunum og gildismati.
Ef ég myndi mæta Arnþóri úti á götu myndi ég taka í höndina á honum og þakka honum fyrir góða kennslustund í tilfinningagreind.
Annað sem mér datt í hug í sambandi við þetta er munurinn á því þegar Arnþór fór að gráta og þegar Linda Pé fór að gráta. Þegar Linda fór að gráta í viðtali hjá Sirrý einhverntíman í fyrra þá tók Sirrý í höndina á henni og klappaði henni og sagði: "svona svona, þú verður að tala um þetta." En þegar Arnþór brast í grát þá sagði Sigmar strax: "viltu að við stöðvum viðtalið?" Þetta sýnir gríðarlega vel muninn á körlum og konum þegar kemur að því að tjá tilfinningar sínar opinberlega.
Það var tvennt sem hann gerði í þessu viðtali sem varð til þess að mér finnst að það ætti að sýna það í lífsleiknitímum allra skóla og fylgja eftir með útskýringum á muninum á töffaraskap og raunverulegum styrk.
Í fyrsta lagi, og það sem sjálfsagt flestir tóku best eftir, það að hann skyldi sýna tilfinningar sínar með því að fara að gráta. Það var þó reyndar ekki beint eitthvað sem hann réð við og við þekkjum það kannski flest að það getur verið erfitt að kyngja tárunum þegar þau þrýsta á. En því fleiri karlmenn sem gráta opinskátt því meiri von er til að frelsa alla karlmenn frá þeirri staðalímynd að karlmenn gráti ekki og meigi ekki sýna veikleikamerki.
En það sem mér fannst enn merkilegra er það að hann sagðist ekki vera reiður út í þá sem sögðu honum upp. Honum fannst ekki hafa verið komið vel fram við sig og hann var sár yfir því. Ef maður hefur eitthvað spáð í tilfinningum þá veit maður að reiði er undantekningalítið afleiðing af sárindum. Ef maður er reiður og spyr sjálfan sig hvers vegna maður er reiður þá rifjast það yfirleitt upp fyrir manni að það var einhver sem særði mann og í staðinn fyrir að vera sár þá verður maður reiður. Ég ætla ekki að fara út í frekari greiningu á þessu efni en það er gríðarlega spennandi að skoða þetta og velta fyrir sér. Þetta tengist líka annari mjög skemmtilegri pælingu um skilyrðingu tilfinninga. Þ.e. að mér þykir vænt um þig ef þér þykir vænt um mig og öfugt. Ef einhverjum líkar vel við okkur er mjög líklegt að okkur líki vel við viðkomandi. En Arnþór greinilega myndar sínar skoðanir sjálfur og notaði tækifærið til að þakka Sigursteini Mássyni fyrir, það sem hann taldi hafa verið, gott samstarf. Ekkert verið að breyta um skoðun þar og segja, jah, mér líkaði nú aldrei við það hvernig hann vann.
En sem sagt þá er Arnþór Helgason það sterkur persónuleiki að hann getur sýnt sínar réttu tilfinningar í fjölmiðlum og talað um þær án þess að vera að ráðast á þá sem ollu því að honum líður eins og honum líður, því hann er nógu gáfaður til að vita að það yrði ekki til góðs. Hann veit að þótt honum hafi verið hafnað þarna þá er óþarfi að taka því sem persónulegum ósigri og verða minni maður fyrir vikið því enginn gengur í gegn um lífið án þess að þurfa stundum að horfast í augu við að vera hafnað og það hefur ekkert með persónuna að gera heldur getur það einfaldlega byggst á ólíkum skoðunum og gildismati.
Ef ég myndi mæta Arnþóri úti á götu myndi ég taka í höndina á honum og þakka honum fyrir góða kennslustund í tilfinningagreind.
Annað sem mér datt í hug í sambandi við þetta er munurinn á því þegar Arnþór fór að gráta og þegar Linda Pé fór að gráta. Þegar Linda fór að gráta í viðtali hjá Sirrý einhverntíman í fyrra þá tók Sirrý í höndina á henni og klappaði henni og sagði: "svona svona, þú verður að tala um þetta." En þegar Arnþór brast í grát þá sagði Sigmar strax: "viltu að við stöðvum viðtalið?" Þetta sýnir gríðarlega vel muninn á körlum og konum þegar kemur að því að tjá tilfinningar sínar opinberlega.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning