15.5.2009 | 16:28
Um mannaflsfrekar vegaframkvæmdir
Ég var á fyrirlestri um síðustu helgi þar sem kom fram að brúarsmíð er mannaflsfrekasta vegavinnuframkvæmdin en næst á eftir kemur jarðgangnagerð. Í þriðja sæti er svo vegagerð í þéttbýli en í fjórða og síðasta sæti kom vegagerð í dreifbýli.
Skemmtilegur fróðleiksmoli í boði Sóleyjar ;)
Fyrsta stórmalbikun sumarsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við aura fyrir framkvæmdum eða er einhver til í að lána okkur.
Páll A. Þorgeirsson, 15.5.2009 kl. 16:34
Enda er ástandið í dag upplagt til að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum. En ætli það verði nokkuð gert, fer ekki allt púðrið í að loka súlustöðum og hindra hvalveiðar.
Stebbi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:35
Það er nóg til af krónum í landinu, bara spurning um vexti á lánum.
Stebbi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:37
Skemmtilegur fróðleiksmoli Sóley.
Arnar Þór (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:06
Er þetta ekki fínt fyrir ykkur feministana sem eru alltaf að væla um að fá hraðaakstur af götum borgarinnar?
Þorvarður (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:26
Kæri Þorvarður, ég veit ekki til þess að feministar hafi almennt sömu skoðun á öllum málum. Persónulega held ég að ég sé alveg laus við að hafa vælt undan hraðakstri. Er þó frekar hlynnt því að fólk fari eftir umferðarlögum.
Og svona í leiðinni til Stebba, þá er ég ekki viss um að það kosti mikið eða sé mjög mannaflsfrekt að loka súlustöðum og hindra hvalveiðar ;)
Sóley Björk Stefánsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:34
Skil ekki hvað er svona athugavert við þetta, Og allur peningur sem hefur farið í þessar framkvæmdir kemur frá kvartmílu klúbbnum sjálfum, það er ekki aur frá hafnarfjarðarbæ svo þið sem ætlið að fara að væla yfir þessu getið bara troðið kommentinu upp í görnina á ykkur !!!!!!!!!!
Kristján Stefánsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:58
Hehe Kristján, þakka góðar kveðjur ;) Ég var nú ekkert að deila á þessa framkvæmd, datt bara í hug þessi fróðleikur sem ég heyrði um helgina. Vona að þú eigir góða helgi og fáir sem minnst upp í görnina á þér sem þú óskar ekki sérstaklega eftir :)
Sóley Björk Stefánsdóttir, 15.5.2009 kl. 21:26
Sæl verið þið.
Það er satt hjá Kristjáni að kvartmíluklúbburinn borgar þetta allt sjálfur ásamt nokkrum styrktaraðilum og er ég einn af þeim, þetta er frábært sport ef fólk opnar augun.
Mottó KK er "Hraðaksturinn af götunum inná lokuð svæði" EKKI "hraðaksturinn af brautinni inná sæbraut"
MBK
Ingvarp
Ingvar Pétur Þorsteinsson, 16.5.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.