Eins og blaut tuska í andlit fleiri en sveitarfélaganna

Þetta eru auðvitað hræðilegar fréttir fyrir alla sem eru með lán í erlendri mynt. Ég myndi segja að málið væri jafnvel alvarlegra fyrir heimilin sem höfðu mun minni forsendur til að búa að nægilegri hagfræðiþekkingu og vera vakandi yfir viðvörunum seðlabankans heldur en sveitarfélög, ég meina, það mætti nú alveg ætla að það væri eðlilegt að þau fengju einhverja faglega ráðgjöf.

Ég held að lykilatriðið í þessu með sveitarfélögin snúi einmitt að faglegum vinnubrögðum. Þegar öllu hefur nú verið á botninn hvolft hér á Íslandi þá hefur komið í ljós að á fæstum stöðum er eitthvað sem kalla má fagleg vinnubrögð. Langflestar ákvarðanir virðast hafa verið teknar af einhverjum köllum sem bara gerðu það sem þeir héldu að væri málið. Þetta atriði held ég að sé rétt að stjórnvöld skoði mjög vel og jafnvel sé sett upp einhver ráðgjafastofa fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir um eitthvað meira en fjármál heimilanna t.d. sveitarfélög og jafnvel fyrirtæki.

Ég held semsagt ekki að ráð Seðlabankans hafi endilega verið dissuð heldur bara að fólkið sem tók ákvarðanir um fjármálin hafi ekki haft til þess þekkingu, hvorki á heimilum eða annarsstaðar í kerfinu.


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég myndi segja að málið væri jafnvel alvarlegra fyrir heimilin sem höfðu mun minni forsendur til að búa að nægilegri hagfræðiþekkingu og vera vakandi yfir viðvörunum seðlabankans heldur en sveitarfélög, ég meina, það mætti nú alveg ætla að það væri eðlilegt að þau fengju einhverja faglega ráðgjöf.

Snýst ekket um "hagfræðiþekkingu" heldur um "comon sence" - þó veiðin sé góð einn daginn má ekki gefa sér að svo verði alla daga

Jón Snæbjörnsson, 9.5.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég held að ég hafi alveg ágætis common sense en ég vissi t.d. ekki að á Íslandi væri "hágengisstefna" þangað til bankakerfið hrundi. Ég get alveg deilt því hérna að ég er ekkert í sérstaklega slæmum málum þrátt fyrir að hafa tekið hluta af mínu húsnæðisláni í myntkörfu. Það gerði ég til að forðast verðtrygginguna vegna þess að mín almenna skynsemi sagði mér að mjög líklega yrði mikil verðbólga á næstunni (sem stóðst).

Ég gerði alveg ráð fyrir að þola sveiflur í gengi og þoli þær reyndar ágætlega þrátt fyrir að þær séu miklum mun meiri en ég myndi halda að eðlilegt hafi verið að gera ráð fyrir. Hinsvegar finnst mér þetta alveg hrópandi ósanngjarnt og ég er ekkert viss um að ég væri meira fúl þótt einhver nígeríusvindlari hefði haft af mér peningana, en reyndar fyndist mér þá meira eins og ég bæri sjálf ábyrgð á tapinu (þá væntanlega vegna skorts á almennri skynsemi).

Sóley Björk Stefánsdóttir, 9.5.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband