Þetta eru mistök hjá mbl.is

Þeir hljóta að hafa sett inn vitlausa frétt. Á forsíðu vefjarins í dag hlýtur að eiga að vera fréttin um að einhver ráðherra (lesist: Guðlaugur Þór) hafi hringt í Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur áður en hún hélt á borgarafundinn í gær og sagt henni að gæta orða sinna annars...

Ég er svo þakklát hverri einustu manneskju sem kemur fram og segir frá því þegar hún er kúguð af stjórnvöldum eða leppum þeirra. Það er vegna þess að það er í raun ekki hægt að kúga fjöldann heldur verður að taka á hverri manneskju sem hefur það vald sem þekkingin veitir henni og kúga hana persónulega. Nú hafa nokkrir fjölmiðlamenn komið fram og sagt frá kúgun og nú væri gott að fara að fá fleiri sérfræðinga til að opna sig um þá kúgun sem þeir verða fyrir og þeir hafa hingað til aðeins sagt frá heima hjá sér.

Við verðum öll að hætta þessari meðvirkni og segja frá þegar á okkur er brotið eða tilraun til kúgunar er gerð því annars breytist ekkert.


mbl.is Ríkissjóður í jafnvægi 2013
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband