19.5.2008 | 11:26
Hjónabönd á Íslandi endast lengst og skilnaðartíðin er hæst?
Ég er greinilega dugleg að lesa þessa dagana og hef komist að því að það er ekki alltaf einfalt að fá upplýsingarnar frá mörgum stöðum. Ég las í sunnudagsmogganum í gær grein um heimili þar sem báðir foreldrar eru að byggja upp starfsframa samhliða uppeldi barna. Þar kom fram að skilnaðartíðni væri mun lægri hér á landi en í kaþólskum löndum og líka lægri en á hinum norðurlöndunum. Það kom skemmtilega á óvart því ég hélt að skilnaðartíðnin hér væri hærri, það kom líka fram að skráðar sambúðir entust betur hér en annarsstaðar.
Í morgun var ég svo að lesa viðtal við Oddný Sturludóttur í Guardian og fyrsta setningin er: Highest birth rate in Europe + highest divorce rate + highest percentage of women working outside the home = the best country in the world...
Ég verð að viðurkenna að ég er orðin aðeins óviss um það hvort skilnaðartíðni á Íslandi sé lægri eða hærri en í öðrum löndum. Ég ætla samt að taka aðeins meira mark á greininni í Mogganum vegna þess að mér finnst greinin í Guardian vera þvílíkt bull og bara enn ein glansmyndin af íslenskum konum sem eru mestu valkyrkjur í heimi, velferðarkerfið hérna sé algjörlega æðislegt, menningarlífið eins og best gerist í stórborgum erlendis og só on and só on, ég nennti reyndar ekki að lesa greinina alla og mæli ekkert sérstaklega með henni.
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.