Taka það á hörkunni - virkar ekki fyrir hvern sem er?

Þegar konur tala um það að þær fái lægri laun heldur en karlar eru margir sem halda því fram að ástæðan sé einfaldlega sú að konur séu lélegri í samningum en karlar, þær séu ekki nógu harðar, ekki nógu sjálfsöruggar, ekki nógu kaldar við að setja afarkosti.

Ég hef lengi haldið því fram að þetta sé alls ekki svona. Það sé ekki nóg fyrir konur að vera harðar, sjálfsöruggar og setja afarkosti, ef þær geri það þá sé svarið iðulega þannig að þær geti þá bara farið. Ég hef sjálf reynt þetta.

Það sem styður þessa hugmynd mína um að það sé alls ekki nóg að vera hörð, ákveðin, sjálfsörugg og köld er sú staðreynd að í hefðbundnu kvennastéttum sem endalaust hafa barist fyrir því að fá eðlileg launakjör eru konurnar löngu búnar að reyna þessar leiðir allar og þær eru farnar. Það er ekki hægt að fá neinn í staðinn. En það virðist samt ekki nægja til að hækka launin. Ég er að tala um leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga og allar þessar umönnunarstéttir sem engin leið er að fá fólk til að vinna í en samt er ekki hægt að hækka launin.

Mér þætti gaman að sjá þetta sama gerast t.d. í bankageiranum, tölvugeiranum eða einhverjum öðrum vel launuðum hefðbundnum karlastörfum. Ok, ekki gaman kannski, en það er allt í lagi að segja svona því það er svo fáránlegt að hugsa til þess að það gæti gerst.

Það hlýtur bara að vera eitthvað annað sem stýrir þessu en aumingjaskapur okkar kvenna.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!

katrin anna (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:00

2 identicon

Svo virðist sem stjórnendur Landspítalans hafi ekki tekið þetta fólk trúanlegt og þar með ekki axlað þá ábyrgð sem þeim ber að gera. Lýsir þetta viðhorfum til þessara stétta sem að langmestuleyti eru skipaðar konum? Ég held að stjórnvöld í þessu landi ættu að fara að vakna og líta "niður" til okkar almennings og setja sig í okkar spor. Það er ekki nóg að vona að verðbólan minnki eins og forsætisráðherra sagði á forsíðu fréttablaðsins í gær, eða vona að hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar meini ekki það sem þeir segja...

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: valli

bankageirinnn er ekki vellaunað karlastarf, 95% gjaldkera bankanna eru kvenfólk sem er á launum innan við 200 þús per mán

valli, 30.4.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband