29.4.2008 | 14:31
Ónotaðir miðar á Bíódaga
Ég er ein af þeim sem sitja uppi með ónotaða miða eftir að hafa keypt klippikort á Bíódaga Græna ljóssins. Ég er ótrúlega ósátt við það fyrirkomulag að þegar tvær vikur voru liðnar var meiri hluti myndanna tekinn úr sýningu. Það hefði verið skárra ef þetta hefði verið auglýst fyrirfram svo maður hefði geta gert einhverjar ráðstafanir en það var ekki gert og jafnvel einum degi fyrr var ekki hægt að fá upplýsingar um hvaða myndir héldu áfram í sýningu.
En ég var að tala við Jón Eirík sem er einhver af þeim sem sér um þetta og hann lofaði mér því að það yrði eitthvað gert til að bæta þeim sem lentu í þessu þetta upp. Þannig að það er bara að hringja í Jón Eirík í síma 591-5130 :)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara illa skipulagt og illa auglýst hjá þeim. Þessi saga gerir það að verkum að ég ignora þetta græna ljós næst. Menn verða að gera svona hátið almennilega. Og það sorglegasta við þetta er að það er mjög auðvelt að gera slíkt. Ég hef komið að skipulagningu á tveim kvikmynda hátíðum erlendis og þetta er sára einfalt. Slæmt PR move hjá þeim.
Mitt ráð til þín Sóley, náðu þér í Bit Torrent og downlodaðu öllu sem þú þarf. Ef þú getur það ekki, hafðu þá samband við mig :)
Bestu kveðjur Loopman
Loopman, 29.4.2008 kl. 14:48
Já þetta er náttúrulega glatað og þess vegna vildi ég benda öllum á að hringja í Jón Eirík til að þeir komist amk ekki upp með það að hafa af fólki pening. Ég á erfitt með að hemja mig með það að ignora græna ljósið þar sem það eru bestu myndirnar sem koma í bíó, og mér finnst alls ekki sama stemmning að horfa á myndirnar í tölvunni, auk þess sem mér finnst oft erfitt að finna torrent fyrir þessar myndir sem flokkast ekki alveg undir það vinsælasta.
Ég er sátt við að Græna ljósið sé til og það séu stundum almennilegar myndir í bíó en ég er engan veginn til í að láta þá hafa af mér pening og það er aðalmálið hjá mér í dag.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.