Geðklofin

Já ég er mjög geðklofin varðandi þessi mótmæli bílstjóra. Ég er alveg ægilega ánægð með að fólk skuli mótmæla því það finnst mér afar svalt en á hinn bóginn þá er ég á móti því að olíugjaldið sé fellt niður.

1) Ég held að á þessu dreifbýla landi veiti nú ekki af þessum peningum til að halda uppi vegakerfinu og er mjög sátt við að þeir sem noti það borgi fyrir það.

2) Ef það er hægt að fella niður einhver gjöld þá held ég að það séu til gjöld sem sniðugra væri að fella niður. T.d. gjöld á rafmagnstæki. Það myndi nýtast öllum í þjóðfélaginu og ég veit ekki til þess að þau gjöld séu notuð í eitthvað sem aðeins viðkemur þeim sem greiða þau eins og olíugjöldin. Þar að auki myndi það auka veltu hjá þeim sem selja rafmagnstæki því við myndum ekki kaupa þau í útlöndum eins og margir gera í dag. Það er síðan líka betra fyrir neytendur því það er ekki gott að segja hvernig er með ábyrgð á tækjum sem eru keypt í útlandinu.

3) Þetta er líklega eini skattur landsins sem er fullkomlega sanngjarn. Þeir sem bruðla mest borga mest. Þeir sem leggja á sig til að spara, t.d. með því að taka stætó, hjóla eða vera á sparneytnum bílum, þeir borga minnst. Ég held þetta gæti bara ekki verið mikið sanngjarnara.

4) Það væri hægt að setja allan þann pening sem kemur inn með olíugjöldunum í að byggja upp almannasamgöngur. Sjitt hvað ég yrði glöð með það :)

Yfir í annað. Ég fór á myndina Stóra plannið um helgina. Hún stóð alls ekki undir væntingum. Mér fannst húmorinn frekar slappur og eitthvað bara illa unnið úr efninu, því hugmyndin er góð finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með þessa vangaveltu?

Aðgerðirnar eru klárlega ólöglegar og er ekki beint að þeim sem geta tekið ákvarðanirnar sem beðið er um.

 1)Handtekur lögreglan mótmælendur eftir geðþótta? Krakkar í lopapeysum niðrí miðbæ er jú viðráðanlegri en hinn dæmigerði vörubílstjóri.

 2)Eru aðferðir vörubílstjórana í takt við aðferðir hryðjuverkamanna sem herja oft ekki beint á stjórnvöldum, heldur hinum almenna borgara?

-A

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Þetta eru góðar vangaveltur og aldrei of mikið af þeim :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband