24.1.2008 | 10:17
Brúðguminn og fleira
Ég fór í bíó í gær og sá Brúðguman. Það er alveg snilldarræma, maður var alveg í hláturkrampa annað slagið en samt var verið að fjalla um mjög alvarleg málefni á mjög djúpan hátt. Ég held nú bara svei mér þá að þetta sé besta íslenska mynd sem ég hef séð. Ég verð að segja að íslenskri kvikmyndagerð hefur farið mikið fram síðustu árin og í dag lendir maður varla í því að sjá lélega mynd og þær virðast bara verða hver annarri betri. Þetta er alveg magnað!
Ég er hrikalega spennt yfir að sjá hvernig þessu borgarstjórnarmáli vindur fram, hvort Ólafur fær flensu eða eitthvað annað og allt fari í flækju aftur. Þetta er nú meira fjandans ruglið og ég skil ekki að nokkur manneskja nenni að standa í því að vera í pólitík. Ég skil amk Björn Inga mjög vel að nenna þessu ekki lengur, hann getur pottþétt fengið eitthvað verulega gott starf þar sem hnífasettin eru í mestalagi gefin í jólagjöf og þá innpökkuð.
Ég sá í fréttum á vef viðskiptablaðsins í dag að það er verið að gera breytingar hjá Símanum og í dag er jafn kynjahlutfall í stjórn fyrirtækisins. Ég veit að Sævar Freyr er einn af góðu gaurunum og á pottþétt eftir að brillera sem forstjóri Símans enda sést það á þessu. Ég las um rannsókn um daginn þar sem sýnt var að rekstur fyrirtækja sem hafa stjórnarmenn af aðeins öðru kyninu er skuldsettari en rekstur fyrirtækja sem hafa stjórnarmenn af báðum kynjum. Þetta er einmitt málið, það þarf að hafa jafnvægi í þessu,
Talandi um kalla og kéllingar þá er ég búin að ákveða það með sjálfri mér að vera hlynnt kynjakvótum í stjórnmálum og fyrirtækjastjórnum. Það væri auðvitað best ef það þyrfti ekki að setja þá á en því miður, eins og einn kennari minn orðaði það um daginn: þarf stundum að þvinga fólk til frelsis. Þannig lítur út fyrir að flest fyrirtæki og ég tala nú ekki um alþingi og ríkisstjórnina, þurfi að þvinga til þess að nýta þá leið sem er best fyrir reksturinn, þ.e. kynjablandaða stjórn. Ég neita hreinlega að trúa því að í dag, þegar konur hafa jafna menntun á við karla, sé ekki hægt að finna konur í helming stjórnunarstarfa. Ég vann lengi hjá Símanum og þar var ótrúlega hátt hlutfall kvenna stjórnendur, miðað við flest önnur íslensk fyrirtæki, og ég held það deili fáir um það að Síminn sé vel rekið fyrirtæki og flestir sem ég þekki sem hafa unnið hjá Símanum eru sammála um að það sé góður vinnustaður. hehe, nema einn gaur sem sagði einu sinni við mig að maður þyrfti að hafa píku til að komast eitthvað áfram hjá Símanum. Hann hefur ábyggilega ekki verið að klifra metorðastigann eins hratt og hann hafði vænst til, þá er náttla um að gera að kenna kéllingunum um það frekar en líta í eigin barm. Hann fór svo að vinna annarsstaðar, kannski gengur honum betur þar, ég veit það ekki.
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.