Alltaf svo hinsegin

Þegar fólk keppist um að lýsa því yfir að það sé hætt að blogga rífur kéllan ég sig upp og blogga í fyrsta skiptið í marga mánuði :) 

Ég er alveg búin að komast að því að háskólanám er skorpuvinna, ætli það sé það bara hér á Íslandi í takt við skorpuvinnustemmningu Íslendinga eða ætli þetta sé svona allsstaðar. 

Alla veganna, þá er ég í jólafríi til 10.jan svo það er nú upplagt að nota afslappelsið í að blogga. Helsta ástæða bloggleysis síðustu mánaða er náttla sú að öll mín skriflega orka hefur farið í að skrifa verkefni fyrir skólann. 

Við fjölskyldan splæstum á okkur Gitar Hero í jólagjöf og ég verð að segja að þetta er sá alskemmtilegasti tölvuleikur sem ég hef snert á. Ég er orðin algerlega húkkt á þessu og rokka fram í rauðan dauðan á hverju kvöldi. 

En þá að alvöru lífsins. Ég er með nokkur mál sem ég hef ekki fengið tækifæri til að blaðra nógu mikið um svo það er best að sletta þeim hingað. 

1) Þetta las ég á blogginu hennar Önnu Völu sem er í Kenía og ég vona að fleiri geti dregið inn bumbuna eftir jólin og smeygt sér inn á einkabankann og látið nokkrar krónur af hendi rakna. Ef þið búið ekki svo vel þá megið þið láta mig vita og ég skal vorkenna ykkur ;) 

Kæru stuðningsaðilar ABC barnahjálpar, Eins og þið eflaust vitið ríkir skelfilegt ástand í Nairobi í Kenya þar sem eitt ABC heimilið okkar er staðsett. Í fátækrahverfunum hefur fjöldi húsa verið brenndur og fólk misst allt sitt, fólk hefur verið innilokað á heimilum sínum matarlaust í marga daga, verslanir eru lokaðar og þær sem opna selja mat á uppsprengdu verði. Fjöldi kvenna með börn hafa leitað til ABC heimilisins eftir hjálp og er heimilið að fyllast af flóttafólki sem misst hefur heimili sín. Starfsfólk ABC reynir sitt besta til að hjálpa þessu fólki. 

Þórunn og Samuel komu heim frá Tansaníu í gær með fullan bíl af mat en þar sem þau gefa frá sér stóran hluta til matarlausra í fátækrahverfunum dugar hann skammt. Hún biður okkur að senda þeim pening til að kaupa mat til að geta hjálpað fleirum. 

Börnin á heimilinu hafa það gott þó þau séu hrædd. Starfsmennirnir hafa reynt að heimsækja fjölskyldur barnanna okkar sem búa í fátækrahverfunum til að færa þeim mat og aðstoða á annan hátt. ABC barnahjálp hefur ekki neinn varasjóð til að mæta svona ástandi og datt okkur því í hug að leita til ykkar um aðstoð. 

Þeir sem vilja hjálpa okkar mega gjarnan leggja pening inn á reikning ABC heimilisins í Kenya sem er í banka 1155-15-41415 kt. 6906881589. 

Með innilegu þakklæti ABC barnahjálp 


2) Í sambandi við það að Jóni Viðari, leikhúsgagnrýnanda, hafi verið fleygt öfugum út af gestalista frumsýninga Borgarleikhússins þá verð ég að segja að mér þykir það sem ég heyri um hvað hann hefur skrifað í þessum dómi sem er ástæða brottvikningarinnar af gestalistanum ekki vera skrifað á faglegu nótunum. Ég skil vel að leikhússtjóri hafi ekki áhuga á að bjóða svona dónalegum gagnrýnanda á leiksýningarnar. Ég er samt ekki alveg að fatta það sem leikhússstjóri sagði í gær um að hann liði ekki dónaskap í sínum húsum því hann er ekki búinn að banna Jóni Viðari aðgengi að húsinu, heldur bara að hann þurfi að borga fyrir það sjálfur. Mér finnst því herra Pedersen leikhússtjóri vera heldur slappur í rökstuðningi sínum en ég hins vegar skil ákvörðunina. Æ ég man ekkert hvað fleira ég ætlaði að röfla. Það hlýtur að detta inn seinna :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Takk fyrir ad stydja malstadinn....eg reyni ad lesa bloggid titt enn comment taka stundum ar og old her i kenya....vona samt ad tetta skili ser. Oska ter gledi og gaefu a nyju ari.

Anna panna

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 7.1.2008 kl. 11:47

2 identicon

Sælar,
datt hérna inn í dag, vona að lífið sé ljúft fyrir norðan.
Væri gaman að sjá þig einhvertíman stelpa
kv Marín

Marín (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband