Airwaves - fyrri hluti

Jæja, það er ekki seinna vænna að blogga Airwaves. Ég verð nú að viðurkenna á mig dáldin aumingjahátt því ég sleppti alveg miðvikudagskvöldinu og tók því líka ansi rólega á fimmtudagskvöld.

Á fimmtudagskvöldinu sá ég fyrst Jennu Wilson í Hafnarhúsinu, hún var alveg fín, minnti dáldið á Reginu Spector og ég væri alveg til í að hlusta aðeins meira á kélluna. Hún var líka í voða flottum fötum og með tvær konur og einn karl með sér í hljómsveit, það er nú alltaf plús í minni bók að vera með kellur í bandi.

Eftir Jenny þurfti ég af óviðráðanlegum orsökum að skreppa heim en kom aftur til að ná tveim síðustu lögunum hjá Lay Low. Annað lagið hafði ég ekki heyrt áður og var dáldið skemmtilegur blús en hitt var bara eitthvað gamalt dót.

Að lokum kom hljómsveitin Grizzly Bear. Mér fannst hún bara ansi leiðinleg. Það er alveg ljóst að gaurarnir kunna vel að spila á hljóðfæri og eru góðir í því en lögin voru bara alveg ægilega leiðinleg og langdregin, ég hugsaði á tímabili að það myndi örugglega hjálpa ef mar hefði tekið einhver skynörvandi efni, en það hafði ég náttla ekki gert svo við hjónin lölluðum okkur út á þriðja lagi og fórum heim í kúrið.

Föstudagur:
Við ákváðum að halda okkur bara á Gauknum enda höfðum við komist að því kvöldið áður að það hefur greinilega verið ákveðið að halda uppi biðraðastemmningu á Airwaves að vanda. Við vorum látin standa tvö ein í röð fyrir utan hafnarhúsið í svona þrjár mínútur, bara upp á fönnið virtist vera því þegar við komum inn var hálftómur salur.

Fyrst sáum við hljómsveitina Sudden Weather Change. Hún var bara ansi hreint góð, þétt rokk og töff lög. Það hefði samt verið mjög töff ef þeir hefðu sungið á Íslensku. Maður á örugglega eftir að heyra í þeim einhverntíman aftur.

Næst var það Jan Mayen. Það voru dáldil vonbrigði fannst mér. Þeir voru ekki nógu þéttir og lögin bara ekkert sérstaklega góð. Söngvarinn finnst mér heldur ekki vera með alveg nógu skemmtilega rödd. Þarna var það jafnvel enn meira áberandi hvað það kemur stundum leim út þegar íslenskar hljómsveitir eru að syngja á ensku, það hefði örugglega gert eitthvað til að bæta frammistöðuna ef textarnir hefðu verið á íslensku.

Þá var það hljómsveitin Reykjavík! Ég hafði einu sinni áður séð þá á tónleikum og það var alveg hreint út sagt gargandi snilld. Það var fyrir hálftómu húsi á NASA þar sem mig minnir að þeir hafi verið að hita upp fyrir einhverja hljómsveit. Þar brilleruðu þeir algjörlega, bæði í sviðsframkomu og tónlist, sérstaklega þó sviðsframkomunni því þeir voru svoleiðis hoppandi og skoppandi út um allt í þvílíku stuðinu. Það var ekki að gerast í gær á Gauknum. Þeir höfðu náttla bara litla sviðið og svo var krádið alveg þétt upp að því en þeir voru þó eitthvað að brasast við að standa á grindinni fyrir framan sviðið en það var bara ekki alveg nógu mikið tjútt í því og tónlistin var bara eitthvað ekki alveg að gera sig.

Við hjónin ákváðum að þora ekki að vera áfram á Gauknum til að sjá Deerhoof sem við vorum þó ansi spennt fyrir því við vissum að þá væru dyraverðir í hafnarhúsinu vísir með að halda okkur í röð þangað til tónleikar Of Montreal væru búnir og það vildum við ekki fyrir okkar litla líf svo við ákváðum að skella okkur í röðina og vera komin inn áður en röðin færi fram hjá Tollhúsinu. Þetta þýddi auðvitað að við neyddumst til að hlusta á Múm, sem var nú reyndar í hressari kantinum svo það var ekki svo slæmt, svo var náttla bara hægt að nota tímann í að standa í klósettröðinni og bjórröðinni og svoleiðis. Ekki það að þessar raðir voru ekki svo langar enda ekki svo margir inni í húsinu þrátt fyrir að fólki væri haldið í röð fyrir utan.

Síðastir á dagskrá þetta kvöldið var svo snilldarbandið Of Montreal. Þau voru alveg nokkuð góð enda getur hljómsveit sem á svona mikið af ógeðslega hressum lögum varla klikkað á tónleikum. Söngvarinn og annar gítarleikarinn voru í voða búningum og maður bjóst dáldið við einhverju flottu sjói og þvílíkri stemmningu enda hefur maður heyrt af því að þau séu oft dáldið nöttkeis á tónleikum. En það varð ekki. Hljómsveitin var lítið í því að reyna að ná einhverjum kontakt við áhorfendur, sem ég held því fram að sé lykilatriðið að velheppnuðum tónleikum. Svo þau voru bara að skoppast þarna uppi á sviði og spila snilldarinnar góða tónlist (amk flest lögin) og við áhorfendur bara að skoppast niðri á gólfi í góðu stuði en lítil samskipti þarna á milli. Hljómsveitin var svo klöppuð upp á eftir og kostur er að þau létu ekki bíða lengi eftir sér heldur komu eiginlega bara strax aftur en máltækið easy come, easy go átti vel við þarna því þau spiluðu bara eitt lag í viðbót og létu sig svo bara hverfa.

well, over and out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þarna þekki ég þig... Var orðin úrkula vonar um að það kæmi Airwaves blog frá þér. Gaman að rekast á þig í mýflugumynd.. Sáumst vonandi í kvöld.

Ingi Björn Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband