RIFF - mánudagur

Skipulag gærdagsins hljóðaði upp á fjórar myndir. Þar af reyndust tvær það óspennandi að við röltum okkur út eftir ca 30 mínútur en það voru myndirnar Eigið þér annað epli og Alexandra. Þær voru nú svo sem ekkert svo slæmar en samt ekki eitthvað sem við nenntum að sitja yfir :)

Hinar tvær myndirnar sem við sáum voru hins vegar alveg frábærar. Sú fyrri heitir XXY og fjallar um 15 ára ungling sem fæddist tvíkynja og foreldrarnir ákváðu að taka ekki ákvörðun um það hvort kynið barnið ætti að vera. Mér fannst myndin alveg frábær og frábært hvað hún tók á mörgum hliðum málsins, fór vel að því en var samt alveg að fara alla leið með þetta viðkvæma mál. Gallinn við hana var sá að það var ýmislegt í söguþræðinum sem maður fékk ekki skýringu á en það má kannski segja að stundum sé allt í lagi að segja aþþíbara, stundum þurfa hlutirnir ekkert endilega að meika brjálaðan sens heldur er allt í lagi, sögunnar vegna, að segja bara aþþíbara.

Seinni myndin var Vandræðamaðurinn og er norsk. Alveg snilldarmynd sem er ádeila á neysluhyggjuna og yfirborðskenndina sem við erum öll að berjast við. Ekki bara skemmtileg hugmynd heldur líka mjög vel gerð. Umhverfið var alltaf algjörlega í takt við söguna og myndatakan mjög góð.

over and out, farin í bíó :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þú ert svo skemmtilega hátíðasækinn.. gaman að lesa þessa pistla þína.. Mig langaði að fara á íslensku stuttmyndirnar, reyndar af persónulegum ástæðum. Skítt að það hafi ekki verið fleiri sýningar, stutt myndir er nefnilega þræl skemmtilegt myndform.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 3.10.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Já ég missti einmitt af stuttmyndunum af því að það var uppselt þegar ég kom. Sem er náttla góðar fréttir fyrir íslenska stuttmyndagerð.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.10.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband