úti í hróa - dagur 6 (föstudagur)

Föstudagurinn var dáldið spes skulum við segja. Það var auðvitað allt á floti eftir slagveður fimmtudagsins og þegar við vorum að moka okkur á fætur rétt um hádegið og allt var svo rakt og kuldalegt eitthvað þá fékk ég þessa snilldarinnar hugmynd að við ættum að fara í þvottahúsið í Roskilde bænum og þvo fötin okkar og þurrka þau og taka svefnpokana með og skella þeim í þurrkarann. Hljómar eins og góð hugmynd, eða hvað? Þegar við komum inn á þvottahúsið upp úr klukkan þrjú þá var þar alveg heill hellingur af fólki sem hafði fengið sömu hugmynd en þar sem roskilde-festival snýst að mörgu leyti um að standa í röð eftir því sem er eftirsóknarvert þá víluðum við nú ekki fyrir okkur að skella okkur í röðina enda ekki nema kannski svona 15 manns fyrir framan okkur, þ.e. í þurrkararöðinni því það var strax laust í þvottavél.

Við settum sem sagt í vél og plöntuðum Jónu í þurrkararöðina með svefnpokana og ég og Steini fórum og fengum okkur jógúrt undir tré, við ætluðum sem sagt bara að taka vaktir í þurrkararöðinni. Þegar um hálftími var liðinn ákvað ég að fara að leysa Jónu af í röðinni en Steini varð eftir úti að passa innkaupapokana okkar. Þegar ég kom inn í þvottahúsið sá ég að röðin hafði ekkert hreyfst en þvottavélin var búin svo ég tók úr henni og settist í þeytivinduröðina. Hún var ótrúlega óregluleg því hún var ekki röð heldur var ég fyrir aftan þennan sem var fyrir aftan hinn sem var á eftir enn öðrum sem stóð þarna í hinu horninu og var fyrir aftan þrjár stelpur sem sátu úti á gangstétt og voru þarnæstar. En það var nú svo sem engin ástæða til að stressa sig á því að komast í þeytivinduna þar sem þurrkararöðin var aðal problemið.

Þurrkararöðin var með sama systemi og þeytivinduröðin og það voru tvær þurrkararaðir. Ég er að segja það að verra skipulag hef ég nú bara aldrei séð. En við vorum búin að þvo **** fötin svo ekki gátum við hætt við að standa í þurrkararöðinni. Þegar klukkan var orðin sjö vorum við búin að ná þeim áfanga að vera þar þar þarnæst og þar sem hver manneskja var með í ca 2 þurrkara og hver þurrkun tók svona 20-30 mínútur, þ.e. hjá þeim sem höfðu fattað að þeytivinda, hinir tóku rúman klukkutíma. En eníveis, við komumst í þurrkarann um átta leytið og þurrkuðum fötin okkar og svefnpokana og vorum komin aftur inn á festivalið upp úr hálf tíu og þar með búin að missa af stórum hluta dagskrárinnar sem var náttla örlítið svekkjandi, en við vorum reyndar ekkert að grenja yfir þessu enda fengum við okkur nokkra bjóra á meðan á biðinni stóð og það reyndist alveg ljómandi góður veruleikaflótti :) og svo spjölluðum við líka við dáldið af fólki sem eru sjálfboðaliðar hér á hátíðinni og þau voru ansi hress með þá reynslu svo það er bara spurning um tíma hvenær maður skellir sér í þann bissness.

En við fórum á tónleika með Peter, Björn og John sem var svona eitt af því helsta sem við höfðum sett okkur fyrir að sjá um kvöldið. Þeir voru svona ágætir bara, náðu ekki að gíra upp mikið stuð í krádinu þannig að þetta var bara frekar rólegt. Við skröltum síðan aðeins um svæðið því Cold War Kids sem áttu að vera á eftir PBogJ höfðu aflýst tónleikunum sínum, sem er náttla alveg glatað, og fórum svo bara í háttinn á nokkuð skynsamlegum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband