Roskilde-festival - dagur 4

Jæja þá er nú farið að styttast í aðalatriði hátíðarinnar en það er að sjálfsögðu það að minn heittelskaði kemur í fyrramálið en svo þess fyrir utan þá hefjast náttla alvöru tónleikarnir á morgun :)

 Í dag var mikið gert af því að slappe av en við fórum líka á eina tónleika sem voru bara alveg hreint með ágætum en það var danska hljómsveitin The floor is made of lava, sem er greinilega dáldið þekkt hérna í DK eða amk var fólk í rosa stemmningu að syngja með og klappa og svona, ég held reyndar líka að fólk sé bara almennt komið í allsvakalega tónleikastemmningu og bara ef einhver fer að spila þá verða allir ofsakátir.

 Við fórum líka í bíó á myndina For altid, sem er ný dönsk/bandarísk mynd og alveg ágæt, engin snilld samt myndi ég segja.

Einhvernveginn virðast dagarnir líða hér án þess að maður geri bara nokkurn skapaðan hlut, en er það ekki alltaf svoleiðis í fríinu bara? En á morgun lýkur slökuninni og stuðið hefst og ég hlakka til þess enda úthvíld og fín en sama er nú reyndar ekki að segja um ansi marga hér á svæðinu því fólk er margt að standa sig alveg ótrúlega vel í drykkjunni og djamminu, ég held svei mér þá að ég hefði ekki haft þetta úthald einu sinni þegar ég var ung ;)

En jæja, gaurinn er að hóta að loka internetkaffinu eftir 4 mínútur svo það er best að hafa þetta ekki lengra að sinni, svo ég fái nú tíma til að breyta lyklaborðinu úr íslensku yfir í dönsku eftir mig svo enginn verði brjál. Spurning hvort mar nær ekki öruygglega að halda áfram að vera dugleg að blogga þegar aksjónið hefst. Dett kommer i lyset ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei hæ gaman að rekast á bloggið þitt hér.

Hvernig gekk í prófunum??? Ég mun ekki koma í HÍ á næstunni. er að fara í annað nám.

vildi bara kvitta fyrir komunni:)

Hafðu það gaman á Roskilde festival...

Helga úr HÍ (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Helga Sveinsdóttir

sendi víst vitlausa síðu í gær en síðan mín er lost.blog.is:)

Helga Sveinsdóttir, 5.7.2007 kl. 09:32

3 identicon

Hæhæ 34 ára stelpa!  Ég ætlaði líka að skella mér á Roskilde, í fyrsta sinn á ævinni svona líka á gamals aldri... en svo komst ég ekki af óviðráðanlegum orsökum... þessvegna varð ég svoo glöð að rekast á dagbókarfærslurnar þínar - gott að fá tækifæri til að upplifa Hróarskeldu í gegnum þig... og geta samt sofið í góða rúminu sínu heima hjá sér :-) Rock on!

Siggadís (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband