á hróarskeldu - dagur 3

Jæja þá er þriðji dagur að kveldi kominn hér á skeldunni. Hann er búinn að vera alveg ljómandi fínn, alveg eins og til er ætlast þegar mar er í fríi í útlöndum þá gerði ég bara nánast ekkert í dag. Ég morgnaði mig í rólegheitunum, vaknaði náttla ekki fyrr en rétt um 11, svo var tölt í sturtuna og bara haft það huggulegt þar. Síðan fengum við okkur hádegismat og svo var bara lagst í sólbað enda veðrið í dag alveg yndislegt. Um 3 leytið fórum við svo á röltið og fórum og kíktum á rólega tjaldsvæðið og komumst að því að það var miklum mun snyrtilegra heldur en það sem við erum á og eins og við mátti búast dálítið minna af 24 hour partypeople. Við fundum stað þar sem hægt var, með góðum vilja, að troða tjaldinu okkar með því að færa eitt annað tjald dáldið til svo við fórum og sóttum okkar hafurtask og tjölduðum á rólegu deildinni, það verður því spennandi að sjá hvort þar verður algjör þögn þegar ég kem heim í tjald á eftir. Það er að minnsta kosti miklu minni drulla á því svæði en hinu og það er algjörlega risastór kostur. Maður er samt búinn að ná upp svaka töff drullugöngulagi sem þarf að gera til að sletta sem minnstri drullu upp á kálfa og læri. Það er heldur engin leið að sjá hverjir eru fullir og hverjir ekki því það eru allir jafn óstöðugir í svaðinu mikla.

Þegar búslóðaflutningunum var lokið þá var farið í það að leita uppi kvöldmat en ekki fyrr en búið var að koma við í nuddtjaldinu þar sem ég fékk 20 mínútna axla/bak nudd sem var ó svo næs :) Síðan vorum við bara að ráfa aðeins um og tala við allskonar fólk og núna er nú aldeilis kominn háttatími hjá kellunni enda klukkan að verða miðnætti.

Fyndnasta sem gerðist í dag var einhver sænskur gaur sem við rákumst á sem var ótrúlega gay og spurði hvort við þekktum Björk og Silvíu Nótt og söng fyrir okkur allt júróvisjónlagið hennar Silvíu og við stóðum bara dáldið kjánaleg öll og kunnum ekkert í því. Hann var alveg hrikalega hamingjusamur yfir því að hafa hitt íslendinga því það hafði hann ekki gert áður hér á hátíðinni, sem ég verð að segja að mér þykir afar undarlegt því hér er sko allt löðrandi í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband