Komin í Kelduna

Jæja, þá er nú heldur betur komin ástæða til að blogga aftur á ný enda kéllingin mætt á Hróarskeldu. Við Jóna mættum á svæðið klukkan rúmlega ellefu í morgun og þá þegar voru nokkur þúsund tjöld komin upp og alls ekki hlaupið að því að finna gott tjaldstæði. En við fundum samt góðan stað og látum okkur í léttu rúmi liggja þótt við þurfum að labba dáldin spöl á tónleikasvæðið enda náttla landsþekktir göngugarpar. Veðurspáin hefur líka lagast, í fyrradag hljóðaði hún upp á mikla rigningu og rok en býður þessa dagana bara upp á létta úrkomu og smá vind, sem er náttla bara alveg ljómandi gott.

 Aðstaðan hér á Hróarskeldu er hreinlega bara æðisleg. Fyrst ber að nefna að klósettin eru endalaust mörg og alveg svakalega vel viðhaldið, sérstaklega þau sem eru á okkar tjaldsvæði (tjaldsvæði E) því þar er engin umferð nema bara þeir sem eru á tjaldsvæðinu, þannig að ég hef að bara yfirleitt á tilfinningunni að ég sé fyrsta manneskjan á klóið eftir að það var skrúbbað síðast. Síðan er náttla þetta snilldarinnar netkaffi sem er bara alveg hreint ókeypis. Svo er hellingur af skemmtilegum búðum hérna og kaffihús með ljómandi gott latte og heimabökuðu speltbrauði og síðast en alls ekki síst glimmrandi góðir veitingastaðir. Ég fékk t.d. pönnukökur með spergilkáli og fetaosti í kvöldmatinn. Svo er líka hægt að hlaða símann og tónhlöðuna fyrir aðeins 10dkr.

 Tónlistarstemmningin í dag hefur nú svo sem ekki verið upp á marga fiska enda bara fyrsti í upphitun. Við erum búin að heyra þrjú bönd, fyrsta var pönkband sem spilaði nokkur lög af Rokk í Reykjavík með dönskum texta, amk hljómaði það þannig í mín eyru, það var að sjálfsögðu bara fín stemmning með það en hápunktur þeirra tónleika var eitthvað lag þar sem söngkonan tók þessi fínu hryllingsmyndaöskur sem voru nokkuð nett bara :)

 Undir kvöldmatnum spilaði svo einhver dauðarokkshljómsveit, ég er nú ekki mjög hrifin af dauðarokki en þoli það þó alveg en ég verð að bekena að sem dinnertónlist er það hreinlega bara algjör hryllingur.

 Síðast á upphitunardagskránni var svo hljómsveit sem heitir Death by Kite og er allsvakalegt Placebo wannabe. Það var eiginlega bara ansi neyðarlegt að hlusta á þessa kóperingu en var náttla dáldið stuð að rifja upp Placebotónleikana sem við Jóna fórum á hér um árið. En þegar kom að lagi þar sem trommuleikarinn hélt bara engum takti þá gáfumst við upp og ákváðum að kíkja frekar hingað á internetið. Sem var greinilega frábær hugmynd vegna þess að hér hinu megin í tjaldinu er hljóðfæraverslun sem selur m.a. bongó- og kongótrommur og bara allskonar hljóðfæri og í augnablikinu eru greinilega eitthvað ansi vel spilandi fólk að halda þessa fínustu trommutónleika. Þá er nú bara komin tónlistarupplifun dagsins og það fer líka að líða að því að ég sæki tónhlöðuna í hleðslu og fari að slaka bara á vindsænginni enda ekki búið að vera mikið um svefn síðustu tvær nætur og ég krossa bara fingur yfir að partýliðið hafi allt tjaldað á hinum tjaldstæðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Mundu bara að veifa mér;)

AK-72, 2.7.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband