Fattaði gaurinn

Ég var að lesa bloggið hans Björns Inga og ég verð nú að hrósa manninum fyrir að vera mjög gáfaður.

Það sem hann er að gera er að virkja einstaklinginn. Það er atriði sem ég held að sé stórlega vanmetið í stjórnmálum og bara yfir höfuð hagsmunamálum.

Hann setur fram einfalt reikningsdæmi. það eru 12.000 manns skráðir í Framsóknarflokkinn. Ef hver af þessum 12.000 einstaklingum fær einhverja tvo aðra til að kjósa flokkin mun flokkurinn fá 18.5% atkvæða.

Svona á að fá fólk til að vinna!! Fá það til að finnast það geta gert eitthvað sem skiptir máli.

Ég held nefninlega að nú á öld áreitisins séu hefðbundnar auglýsingar nánast alveg hættar að virka á langflesta kjósendur. Og framboðið á afþreyingarefni er meira en nóg fyrir hvern sem er og þess vegna ekki margir sem sækjast eftir að hlusta á röflið í frambjóðendum sér til dægrastyttingar.

Ég held að eina markaðssetningin sem raunverulega virkar í dag sé jafningjameðmælisleiðin (frumsamið hugtak). Vegna þess að maður er orðinn svo ónæmur fyrir auglýsingum og algjörlega hættur að kaupa það að eitthvað sé gott af því að einhver auglýsing segir að það sé gott þá er í raun eina leiðin til að fá mann til að fá áhuga á einhverri vöru sú að einhver sem maður treystir segir að hún sé góð.

Í stjórnmálafræðinni á síðustu önn lærði ég að hinn almenni félagi væri í raun orðinn óþarfur fyrir stjórnmálaflokkana því hans væri ekki lengur þörf við að bera kosningaáróður út í hús og sinna svoleiðis sjálfboðastörfum.

En ég er nefninlega alveg ósammála því að almenni félaginn sé óþarfur. Ég held að hann sé mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr og BIngi er sá eini sem er búinn að fatta það!!

Ég held semsagt að það sem sé gáfulegra fyrir stjórnmálaflokkana sé að standa fyrir öflugri fræðslu og markvissri upplýsingagjöf til meðlima sinna sem síðan geta verið öflugir talsmenn flokksins síns. Hliðarverkunin er auðvitað sú að þessir meðlimir verða svo tryggir kjósendur að það verður ekki nokkur lifandi leið til að fá þá til að kjósa annan flokk en þann sem þeir finna að kann virkilega vel að meta þá sem félagsmenn en lítur ekki bara á alla skráða flokksmeðlimi sem ókeypis kjósendur.

Ég hugsa að þessar 28 milljónir sem hver flokkur hefur hugsað sér að eyða í auglýsingabirtingar myndu ávaxta sig ansi mikið betur ef þær væru settar í "jafningjafræðslu" , eða amk hluti af þeim. Auðvitað veit ég vel að ennþá hafa auglýsingar í fjölmiðlum einhverja virkni.

Reyndar, núna þegar ég hugsa betur um þetta, þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gera þetta að einhverju leyti með stjórnmálaskólanum sínum. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það virkar hjá þeim en held að þar þurfi meðlimir að borga fyrir þátttöku. Ég var að minnsta kosti rukkuð um 15.000 krónur fyrir að sitja hjá þeim námskeið um konur í stjórnmálum. Þeir eru semsagt með einhvern smá vísi að þessu en ég held þó ekki að þeir séu búnir að kveikja á perunni eins og BIngi vinur minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband